Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.10.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 19. október 2000 Gallerí Listakot opnað Á sunnudag var opnað nýtt listagallerí í Vestmannaeyjum, að Bárustíg 9, við hliðina á Gallerí Heimalist en Gallerí Heimalist stendur einnig að Listakoti eins og hið nýja gallerí nefnist. Að þessu sinni sýna þarna verk sín fimm listamenn sem allir eru búsettir í Eyjum. Það eru Islendingarnir Alda Björnsdóttir og Steinunn Einarsdóttir, Englendingurinn Michelle Gaskell, Króatinn Nada Borosak og Frakkinn Alain Garrabe. Alls eru 29 myndir á þessari sýningu og nær allar til sölu. Verð þeirra er mjög hófstillt. Áætlað er að þarna verði opið a.ni.k. fram að jólum og sennilega lengur ef viðtökur verða góðar. Á sunnudag, þegar opnað var, komu yllr 80 manns í heimsókn. Opið er á virkum dögum og sunnudögum frá kl. 14 til 18 en á laugardögum frá kl. 11 -14. Þegar þessari sýningu lýkur er ætlunin að gefa fleiri listamönnum tækifæri á að sýna verk sín, hvort sem er á samsýningum eða einkasýningum. ÞAU Steinunn Einarsdóttir og Alain Garrabe voru mjög ánægð með viðtökur á opnuninni á sunnudag. Á veggnum bak við þau eru myndir Alains á sýningunni. Krabbavörn Vestmannaeyjum: Gaf 300 þúsund í minningu Trausta Mar Fyrir skömmu afhenti ritari Krabbavarnar í Vestmannaeyjum, Petra Ólafsdóttir, Krabbameins- félagi íslands kr. 300 þúsund frá Krabbavörn. Féð var afhent á fundi á Selfossi og sagði Petra að þetta fé væri gefið í minningu Trausta Marinóssonar sem lést 12. júlí sl. en Trausti var einn af stofnendum Krabbavarnar og í stjórn félagsins til dauðadags. Áhugamál Trausta var að Krabbameinsfélag íslands eignaðist íbúðir í Reykjavík fyrir sjúklinga af landsbyggðinni og aðstandendur þeirra. Með gjöfinni fylgdi einnig mynd af Vestmannaeyjum og sagði Petra að ósk Krabbavamar væri að féð yrði nýtt til íbúðarkaupa og myndin fengi að vera í þeirri íbúð. Merkjasala Krabbavamar var dagana 6.-9. sept. sl. og vill stjórn félagsins senda sölufólkinu bestu þakkir, ásamt bæjarbúum sem keyptu upp öll merkin. Þá vill stjómin þakka starfs- fólki Isfélags Vestmannaeyja fyrir höfðinglegar peningagjafir til minn- ingar um þá Trausta Marinósson og Sigurð Einarsson. Petra Ólafsdóttir vildi koma því á framfæri að Krabbavöm vantar fleiri styrktarfélaga. Engar kvaðir fylgja því að gerast félagi, utan þess að greiða félagsgjald sem er 1000 kr. áári. Þeir sem hafa áhuga á að gerast styrktar- félagar geta haft samband við Petm í síma 481 2682 eða Ester í síma 481 2573. FRÁ afhendingunni á Selfossi, Guðný Hilmisdóttir Vestmanna- eyjum, Kristín frá Krabbameinsfélagi Islands og Petra. Spurt er. Kvíðir þú vetr- inum? (Fyrsti vetrardagur er á laugardag) Gísli Eiríksson, vélstjóri: „Nei, það held ég ekki. Það er ekkert til að kvíða fyrir." Ólafur Guðjónsson frá Hvoli: „Nei, og hef aldrei gert, langt því frá. Hann getur ekki orðið ven i en síðasti vetur var.“ Pétur Steingrímsson, lögga og lundakarl: „Nei, ég hef aldrei kviðið vetrinum. Mér líður vel í Eyjum, hvort sem er sumar eða velur." Sigurbjiirg Guðnadóttir, frá Vegamótum: „Nei, það geri ég ekki. En ég ætla að vona að það verði betra veður en í fyrra." Selma Guðjónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur: „Nei, en veturinn er samt ekki eins skemmtilegur og suniarið." Sigurgeir Jónsson mmifa degi Af nýjum rekstraraðilum og gömlum „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ segir einhvers staðar. Nú eru augu Vest- mannaeyinga að opnast fyrir því að það forræði, sem þeir hafa haft í samgöngum á sjó, eru þeir að missa. Frá og með næstu áramótum verður ferðum og rekstri Herjólfs ekki stjómað frá Vestmannaeyjum heldur Reykjavík. Skrifara þykir með ólíkindum hversu hljótt hefur í raun og veru verið um þetta mál. Raunar hefur nokkuð verið fjallað um þetta mál á síðum Frétta en pólitíkusar hafa afskaplega lítið þurft að tjá sig, hvort sem er í landsmálapólitík eða bæjarpólitík. Þó með þeirri undantekningu að báðir Eyjamennirnir, sem sitja á þingi, skrifuðu greinar í sama tölublað Frétta, aðallega til að skamma ritstjóra blaðsins fyrir að gera því skóna að þeir hefðu ekki staðið sig nógu vel. Kannski er skýringin á þessari þögn sú að langt er til næstu kosninga, bæði alþingis- og bæjar- stjómarkosninga. Skrifari þykist þess einhvem veginn fullviss að ef kosningar væm á vori komanda, þá væri miklu meira búið að fjalla um þetta mál á opinbemm vettvangi. Og kannski hefði málið aldrei komist á þetta stig ef alþingiskosningar væm framundan. Góður maður hafði orð á því við skrifara á dögunum að í raun væri það alveg furðulegt að þingmenn sem geta reddað nokkmm tugum milljóna til bygginga á kirkjum og öðmm tugum til rannsókna á gerð jarðganga, skuli ekki geta reddað svona máli fyrir hom. Kannski stöndum við bara frammi fyrir einhverju svipuðu og þegar náttúmhamfarir á borð við jarðskjálfta og eldgos dynja yfír, þetta sé eitthvað sem mann- legur máttur ekki ræður við og þá væntanlega ekki þingmenn heldur. Ljósi punkturinn í þessu Herjólfsmáli er sá að skipið heldur væntanlega áfram að sigla milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Alla vega er okkur sagt það á þessari stundu. En einhverjir missa vinnuna sína, það liggur nokkuð ljóst fyrir. Samskipsmenn hafa sagt að byijað verði á að ræða við áhöfnina á Herjólfi um nýjan samning. Einhvem veginn þykist skrifari þess fullviss að í þeim samingum verði ekki boðin betri kjör en em í núverandi samningum. Skrifari hefur um það gmn að eitthvað eigi að þrengja að kjömm mannskapsins og ef ekki næst samkomulag um það þá sé spuming hve lengi verður púkkað upp á það lið. Samskip hefur fullt af fólki á sínum snæmm sem eflaust gæti siglt Herjólfi milli lands og eyja. Þeir eru nýhættir í fraktflutningum sjóleiðis innanlands og eflaust enginn vandi fyrir þá að manna Heijólf með fólki sem var í þeim siglingum. Svo hefur talsvert af fólki í Vestmannaeyjum haft af því atvinnu óbeint að Heijólfur hefur siglt hér á milli. Spumingin er að hve miklu leyti Samskip ætla sér að halda áfram að kaupa þá þjónustu í Vestmannaeyjum. Annað atriði er að Herjólfur hf. hefur verið styrktaraðili fjölda félagasamtaka, t.a.m. í íþróttahreyfmgunni. Skrifara er til efs að Samskip muni í sama mæli leggja fram fé til þeirra aðila, a.m.k. bendir upphæð tilboðs þeirra ekki beinlínis til þess. Og auglýsingar frá Herjólfi hf. (sem sumar hveijar að minnsta kosti hafa verið dulbúinn styrkur) heyra væntanlega sögunni til. Skrifari fær ekki betur séð en afkomu eins aðila að minnsta kostí, sé stefnt í stórhættu þar sem auglýsingar frá Herjólfi hafa numið nálægt 30 prósentum af auglýsingatekjum hans. Skrifari er sjálfur ekki í hópi þeirra sem koma til með að tapa á því fjárhagslega að skipt er um rekstraraðila á Heijólfi. Engu að síður líst honum ekki vel á þau skipti. Skrifari er hluti af þessu bæjarfélagi og það sem kemur bæjar- félaginu illa hlýtur að koma við hann lrka. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.