Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2000, Síða 1
27. árgangur * Vestmannaeyjum 2. nóvember 2000 ■ 44. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 Eyjar 2010: 5200 íbúar Ráðstefnan Eyjar 2010, sem haldin var í Týsheimilinu á laugardaginn heppnaðist í alla staði mjög vel og fór aðsókn fram úr björtustu vonum aðstandenda. Þar kom fram að mikill hugur er í Vestmannaeyingum til sóknar á nær öllum sviðum bæjarlífsins. Vinnu- hópar, sem starfað hafa síðustu vikur og mánuði, skiluðu af sér en sam- eiginlegt markmið þeirra er að eftir tíu ár, þ.e. árið 2010 verði íbúar í Vestmannaeyjum 5200. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Kr. Sigur- geirsdóttur ráðsteíhustjóra. Ljóst er að mikil vinna er framundan að vinna úr þeim hugmyndum sem fram komu á ráðstefnunni. Fram- kvæmdastjóm ráðstefnunnar, sem skipuð er auk Guðrúnar þeim Ómari Garðarssyni, Þorsteini Inga Sigfússyni og Þorsteini Sverrissyni fram- kvæmdastjóra, hefur ákveðið að starfa áfram. Bæjarstjóm hefur lýst ánægju sinni með ráðstefnuna og mun taka upp nánara samstarf við Þróunar- félagið en það kemur í hlut þess að vinna skýrslu um það sem ffam kom. Frummælendur lýsa ánægu sinni með ráðstefnuna. „Mér fannst hún takast afar vel. Þessi mikla þátttaka kom mér skemmtilega á óvart og einnig hvað ráðstefnugestir mættu vel undirbúnir til hennar. Greinilegt var að undirbúningsstarf hafði verið vel unnið. Þátttaka unga fólksins var líka áberandi og það skiptir miklu máli. Þá þóttu mér niðurstöður úr hópa- starfmu framsæknar og líklegar til að árangur náist. Þessi ráðstefna var afbragðs framtak og mjög gaman að fá að taka þátt í henni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson um ráðstefn- una. Bls. 10,11,16 og 17. r i FÓLK á öllum aldri sótti ráðstefnuna. ísfélag og Vinnslustöð: Samruni úr sögunni Ekkert verður úr fyrirhuguðum samruna Isfélags Vestmannaeyja og Vinnslustöðvarinnar. Hinn 7. júlí sl. gerðu stærstu hluthafar fyrirtækjanna samkomulag um sameiningu þeirra og var loka- frestur til að staðfesta samkomu- lagið 31. október. Stjóm ísfélagsins staðfesti sam- komulagið á fundi hinn 27. júlf sl. en stjóm Vinnslustöðvarinnar staðfesti ekki samkomulagið íyrir nýliðin mánaðamót og er því samkomulagið um sameiningu íyrirtækjanna falhð úr gildi eftir því sem segir í tilkynningu frá ísfélagi Vestmannaeyja. Stjóm Vinnslustöðvarinnar sam- þykkti á fundi í vikunni að óska eftir tveggja vikna fresti til að ljúka últeknum verkefnum í viðræðum við fulltrúa ísfélagsins. Því erindi var hafnað og því em áform um sammna félaganna tveggja úr sögunni, segir í tilkynningu frá stjóm Vinnslustöðv- arinnar. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjómarmaður í Isfélagi Vestmanna- eyja, segir ástæðuna fyrir þessu þá að nægjanlegan vilja hafi skort í baMandi Vinnslustöðvarinnar fyrir sameiningu, þrátt íyrir undirskrift stærstu hlut- hafanna. ísfélagið veitti stjóm Vinnslustöðvarinnar ítrekaða fresti til að ljúka málinu í samræmi við undirritað samkomulag frá 7. júlí en ekki náðist samkomulag meðal hluthafa Vinnslustöðvarinnar fyrir til- skilinn tíma og því er fyrirhuguð sameining úr sögunni. Geir Magnússon, stjómarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir að þeir hafi einfaldlega dáið á tíma, samkvæmt samkomulaginu frá því í júh'. „I raun var ekki ágreiningur milli okkar og þeirra Isfélagsmanna um þetta mál. En eftir á að hyggja var það kannski vanmat manna að reyna sameiningu svo skömmu eftir að slitnaði upp úr þeim viðræðum en það var í nóv- ember í fyrra. E.t.v. hafa einhver gömul sár ýfst upp og kannski hefði verið eðlilegra að láta lengri tíma h'ða þar til reynt hefði verið að sameina þessi tvö félög. Það er engin launung á því að það vom aðallega heima- menn í stjóm Vinnslustöðvarinnar sem vom því andsnúnir að sameinast Isfélaginu, aðrir vora því fremur hlynntir og ég neita því ekki að þetta vora mér nokkur vonbrigði,“ segir Geir. En á Geir Magnússon von á því að þar með sé sameining þessara tveggja fyrirtækja endanlega úr sögunni eða verður reynt síðar? „I nóvember í fyrra reiknuðum við með því að þá væri sameining endanlega úr sögunni og líklega hugsa flestir á sama hátt núna. Framtíðin á eftir að skera úr um það en eins og stendur er samrani ekki inni í myndinni," sagði Geir Magnússon. Róðherra laug vísvitandi Eins og kunnugt er af fréttum hefur Vegagerð ríkisins ákveðið að taka tilboði Samskipa hf. í rekstur Herjólfs. Stjórn Herjólfs hf. kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála en dró síðan þá kæru til baka þegar ljóst var að snemma í október höfðu Vegagerðin og Samskip gengið frá lokasamningi um rekstur skipsins. Magnús Jónasson, framkvæmdastjóri Heijólfs hf., er þungorður í garð Vegagerðarinnar og samgönguráðherra. í viðtali í blaðinu í dag segir hann að fulltrúar Vegagerðarinnar svo og samgönguráðherra hafi vísvitandi logið að stjóm Heijólfs hf. um gang mála. Magnús fullyrðir að í hálfan mánuð hafi ráðherra talið stjóm Heijólfs trú um að þessi mál væra á vinnslustigi þó svo að hann hafi vitað allan tímann að búið var að ganga frá samningi milli Vegagerðarinnar og Samskips. Sjá bls. 8. Brutust inn og „stálu" eigin fé A manudag handsömuðu garð- yrkjustjóri og þrír starfsmenn bæjarins tvö svört, ómörkuð lömb sem gert höfðu sig heimakomin í húsagarði í Dverghamrinum. Eftir töluverðan eltingaleik tókst þeim fjórmenningum að ná lömb- unum og voru þau vistuð í geymslu uppi í Dalabúi. Kristján Bjamason, garðyrkjustjóri, sagði að sér hafi borist tilkynning um lömbin á mánudag, hann hafi safnað liði og lömbin hafi verið handsömuð. „Við bæði megum og eigum að gera þetta,“ sagði Kristján í viðtali við Fréttir á þriðjudag. „Lausaganga búfjár er bönnuð í Vestmannaeyjum." En í gærmorgun dró til tíðinda í þessu fjármáli. Þá kom Kristján garðyrkjustjóri að tveimur mönnum sem höfðu brotist inn í geymsluna uppi í Dölum, tekið lömbin og sett þau yfir í íjárgirðingu hjá Dalabúinu. Kristján segir að þeir hafi hótað sér öllu illu, þar á meðal líkamsmeið- ingum. Kristján segist hafa kvatt lögreglu á staðinn og hefur kært þetta athæfi tvímenninganna. Lög- reglan í Vestmannaeyjum staðfestir að kæra hafi verið lögð fram. I blaðinu í dag átti að vera aug- lýsing þar sem lýsa átti eftir eiganda áðumefhdra lamba en Kristján segist hljóta að draga þá ályktun af þessum atburðum að fyrrgreindir aðilar telji sig eigendur þeinra, öðravísi sé erfitt að botna í framkomu þeirra. í auglýsingunni var tekið fram að eigandi skuh greiða allan kostnað af þessu, vörslugjald fyrir lömbin, auk greiðslu fyrir smölun og auglýs- ingar. Sá kostnaður er talsverður, t.a.m. kaup fjögurra manna við smalamennsku og auk þess bætist væntanlega við kostnaður vegna skemmda við innbrot. Þó verður væntanlega ekki rakkað fyrir aug- lýsingakostnað. Ef eigandi gefur sig ekki fram mun koma til kasta sýslumanns að halda uppboð á lömbunum en eins og áður er greint er talið fullvíst að eigandinn sé fundinn og verði krafinn um greiðslu kostnaðar. Auk þess hefur hann verið kærður fyrir athæfið og þarf væntanlega einnig að svara til saka á þeim vettvangi ■ l l > TM-ÖRYGGI JgL FYRIR ÖHVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll »p/gg rgamálin - á oilum svidpiTi1 a einfaldan og hagkvaeman hán Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Síml 481 1535 íiíi E y j ii m IVIanucl. - laugard. kl. 08.15 Sunnudag kl. 14.00 Aukaferð föstud. kl. 15.30 Fiá Þoilakslioln kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19.00 Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.