Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
Guðný Bjarnadóttir Ijósmóðir:
Jólahugvekja
,,At3 vera bam sem brosir, þráir, dreymir,
Að vera bam og eiga vona mál
trúa á lífið tákn þess fagra og góða
treysta Guði og eiga kœrleiksþrá,
að eiga œsku, elsku, von og gleði,
að eiga lífog bjartan sólskinsdag.
Það er að vera Ijós í lífsins heimi
því lítið barn erfegurst jarðarblóm.
Þetta ljóð varð á vegi mínum fyrir nokkrum árum í
Morgunblaðinu. Það fylgdi grein sem fjallaði um
ólæknandi sjúkdóma hjá bömum. Þegar ég var beðin
um að tala til ykkar hér í dag kom mér þetta ljóð í hug.
I því felst speki, sem ég vil hugleiða með ykkur nú á
aðventunni. Baminu sem er líkt við „fegursta
jarðarblóm,“ hvar er það?
Er það ekki einmitt fæðingarhátíð þess sem við
emm að undirbúa okkur að halda hátíðlega? Emm við
ekki hvert um sig „fagurt jarðarblóm.“
Guð birtist okkur með því að gefa okkur frelsarann
sem fæddur er á jólunum, gaf okkur hann sem lítið
barn, sem fæddist fátækum hjónum við erfiðar
aðstæður. Þessi vitnisburður fær fólk um alla
heimsbyggðina til að staldra við og hugleiða inn á við.
Fæðing frelsarans við fátækt og erfiðleika fær okkur til
að hugsa um hvað raunverulega skiptir máli. Það er
ekki umgjörðin, ættarveldi, né veraldlegur auður.
Gleði og hamingja eru ekki bundin ytri gæðum,
heldur eru það okkar innri tilfinningar sem skapa
hamingjuna.
Þegar nýfætt bam lítur fyrst dagsins ljós, þekkir það
eingöngu gæsku móður sinnar. Hún hefur fóstrað það
af sínum líkama, varðveitt það og nært. Þegar heim-
urinn allt í einu stækkar í augum nýfædda bamsins má
líkja því við akur. Böm em frá náttúrunnar hendi
plægðjörð. Þau eru frjósamurjarðvegurog heimurinn
er sáðmaðurinn. Útsæðið þyrlast inn í þau frá nánasta
umhverfi og samfélaginu í heild. Reynslan í upp-
vextinum er sæðið sem verður kafsprottinn akur.
Hlutverk uppalenda felst fyrst og fremst í
sáðmennskunni -henni má stjóma að einhverju leyti.
Ef sáð er ást lærir bam að elska, ef íslensku máli er sáð
lærir bam íslensku, ef engu orði er sáð lærir það ekki
að tala. Bamið er opinjörð -það velur ekki sjálft fræin
sem falla. Það er berskjaldað.
Því sem ekki er sáð, það verður ekki uppskorið.
Maðurinn lærir að vísu svo lengi sem hann lifir, en
sumu verður ekki sáð nema í batnæsku. Ást, vinátta,
virðing, öryggi og agi er sæði sem erfitt er að byija að
gefa á fullorðinsárum. Þetta sæði er forsenda gæfunnar
og ber ekki ávöxt nema það falli í nýplægða jörð
bamsins.
Uppalandinn er sáðmaðurinn á akri barnsins og
samfélagið er tíðarfarið. Akurinn verður fyrir áhrifum
vinda og veðra. En við ræktum akurinn og skýlum
honum ef okkur þykir þörf á. Aðventan er undir-
búningstími til að fagna fæðingarhátíð frelsarans.
í íjórar vikur emm við að sýsla við að fegra umhverfi
okkar, velja gjafir til vina og ættingja, skrifa jóla-
kveðjur, undirbúa mat o.fl.
Á þessu tímabili er áberandi mikil þörf til að halda í
gamla siði. Siði sem fullorðnir einstaklingar muna eftir
frá sínum bemskujólum. Við erum að leita að þeim
fræjum sem sáð var í okkar sál í bernsku. Það er
ákveðin stemming sem við leitum eftir. Stemming frá
þeim tíma sem við vorum áhyggjulaus börn í skjóli
foreldra. Ást þeirra og umhyggja speglar sig í gjörðum
okkar sem fullorðinna einstaklinga.
Þannig endurtekur sagan sig til næstu kynslóða.
Þannig emm við, kæru systkin, ætíð í hlutverki
sáðmannsins. Við megum aldrei gleyma því. Að vera
leiðsögumanður um akur nútímabarnsins er vanda-
samt verk.
Til þess að rækta „fögur jarðarblóm" á þeim akri
má enginn skjóta sér undan ábyrgð.
Böm mega ekki upplifa heiminn afskiptalaus og án
leiðsagnar geta þau ræktað með sér ranghugmyndir.
En eigi þau sér gæslumann sem skýrir jafnóðum fyrir
þeim það sem fellur í akur hugans geta þau staðist og
upprætt rót sem gefur illan ávöxt.
Megi Guð gefa ykkur öllum gleðileg
kœrleiksrík jól.
Guðnýflutti hugvekjuna í Aðventkirkjunni nú á
aðventwmi.
Uttl
jóíofj áramót
Jól og áramót í Landakirkju
Aðfangadagur jóla, 24. desember
Bænastund í Kirkjugarðinum kl. 14.00. Fólk komi með úíikerti
til að tendra þau saman og bera að leiðum ástvina.
Aftansöngur með hátíðarlögum kl. 18.00. Jólin ganga í garð í
Eyjum.
Jólanótt, 24. desember:
Hátíðarhelgistund kl. 23.30.
Jóladagur, 25. desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Lúðrasveit Vestmannaeyja
leikur jólalög frá kl. 13.40 og leikur með organleikara og
kirkjukór í guðsþjónustunni.
Annar dagur jóla, barnadagurinn, 26. desember
Fjölskylduguðsþjónusta og skímir kl. 14.00. Litlir lærisveinar
syngja, jólasaga, bæn og blessun.
Jólahelgistund á Hraunbúðum kl. 15.10. Litlir lærisveinar
syngja.
Jólahelgistund á Heilbrigðisstofnuninni kl. 16.15, dagstofu 3.
hæð. Litlir lærisveinar syngja.
3. dagur jóla, miðvikudagurinn 27. desember
Jólatrésskemmtun og helgileikurkl. 16.30 í Safnaðarheimilinu.
Nemendur úr 6. bekk Bamaskólans flytja helgileik. Litlir
lærisveinar leiða söng og jólasveinar gætu óvænt rekið inn
nefið. Kvenfélag Landakirkju sér um kaffið og gos oggóðgæti
handa bömunum. Hljóðfæraleikarar á jólaballinu eru Osvaldur
Freyr og Högni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Gamlársdagur, sunnudagurinn 31. desember
Aftansöngur með hátíðarlögum kl. 18.00.
Nýársdagur, 1. janúar 2001
Hátíðarmessa kl. 14.00 með altarisgöngu og hátíðlegum söng.
- Guð gefi þér gleðileg jól -
Hvítasunnukirkjan
Aðfangadagur
Kl. 18.00 Jólahátíðin hefst við það að heyra
Fagnaðarerindið.
Jóladagur
Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma. Snorri Óskarsson talar.
2. jóladagur
Kl. 15.00 Vér fögnum komu Frelsarans, með gleði og söng.
Gamlársdagur kl 18.00
Öldin kvödd með vitnisburðum og ávörpum
Nýársdagur
Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma, mun heilagur andi tala á þessari öld?
Snorri Óskarsson talar.
Samkomur okkar er öllum velkomið að sækja
Hvítasunnukirkjan óskar öllum Vestmannaeyingum nœr og jjœr
gleðilegra jóla ogfarsœldar á nýju ári, í Jesú nafni.
Aðventkirkjan
Laugardagur 23. desember
Kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Jóladagur 25. desember
Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta.
Laugardagur 30. desember
Kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Allir velkomnir.
Kirkja Jesú Krists
hinna síðari daga heilögu
Er ekkert rúm í gistihúsum (hinum kirkjunum) á aðfangadag?
Komið í kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Kannski er það
gripahús (íbúð) en það er samt hús Drottins.
Heiðarvegi 62, niðri.
Samkoma kl. 11.00 á aðfangadag.