Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Síða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
Bókvitið
'askcma
Nýfæddir ?cr
Vestmannaeyingar
Ekki fyrir viðkvæmar sálir
Ég vil byrja á því að þakka honum
bróður mínum fyrir að skora á mig.
Mér finnst mjög gaman að lesa en
þykir verra að hafa ekki mikinn tíma til
þess. Ég reyni þó alltaf að hafa eitthvað
á náttborðinu til þess að glugga í.
Oftast er það afþreyingarefni og ekki
nrikið fræðilegt.
Harry Potterer í miklu uppáhaldi hjá
mér þessa dagana. Við höfum nefni-
lega öll gott af því að láta ímyndumar-
aílið ráða ferðinni stundum. Bækumar
eru eins og flestir vita um strák sem er
nrikill galdramaður. Hann gengur í
virtann galdraskóla, Hogwartsskóla og
lendir þar í ýmsum ævintýrum. Þessar
bækur hef ég verið að lesa fyrir krakk-
ana mína í þriðja bekk. Stundum held
ég reyndar að kennarinn hafl meira
gaman af sögunni en bömin. Einnig
dáist ég að þessum rithöfundi. Hún
hafði ekki mikið milli handanna en
fékk þessa frábæru hugmynd og kom
henni í verk.
Þorsteinn talaði um að ég hefði
gaman af Stephen King og það er
alveg satt. En nú er ég búin að finna
annan höfund sem fæst meira við
glæpi sem eru nær okkur í raunveru-
leikanum. Hún heitir Patricia Corn-
well og skrifar um réttarlækninn Kay
Scarpetta. Hún fæst við morðmál af
verstu gerð og lýsingarnar á óhugn-
aðinum em all ýtarlegar! Ekki fyrir
viðkvæmar sálir.
Einnig hef ég uppgötvað rithöfund
spennusagna sem heitir James Patter-
Anna Lilja Sigurðardóttir
er bókaunnandi vikunnar
son. Þessi maður skrifaði söguna sem
bíómyndin Kiss the girls er gerð eftir.
Einnig frekar ógnvekjandi og ógeð-
felldar lýsingar.
Nú halda bæjarbúar líklega að ég
lesi ekkert nema viðbjóð. En það er nú
ekki satt. Ég fékk til dæmis í arf eftir
afa minn nokkrar bækur úr Islenskum
örlagaþáttum eftir Sverri Kristjánsson
og Tómas Guðmundsson. Égeralltaf
með eina slíka á náttborðinu. Mannlífs-
lýsingamar í þessum bókum em alveg
frábærar. Einnig hef ég gaman að því
að lesa eina og eina frásögn í bók sem
heitir Súpa jyrir sálina eftir Jack Can-
field og Mark Victor Hansen. Þetta em
frásagnir um mannlega reynslu og
samskipti.
Lifandi vísindi, Móðir og bam,
Krossgátur og ýmsar jólauppskriftir er
núna einnig að finna á mínu náttborði.
Svo vona ég að Eyjabúar eigi eftir
að fá góða bók í jólagjöf og njóta
hennar vel. Að svo komnu vil ég nota
tækifærið og óska öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
En á einhvem verður að skora. Ég
ætla að skora á mág minn Björgólf
Ingason. Hann veit svo margt um svo
margt.
Jólalög og Radiohead
Jólasveirtar hafa sést á stjákli í bærtum að undartförnu.
Hvað mest hefur borið á þremur í hóp sem farið hafa um
bæinn og einnig verið í verslunum og dreift þar
t ýmsu góðgæti. Sá hávaxnasti þeirra er
Eyjamaður vikunnar.
Fulltnafn? Hurðaskellir Grýluson.
Fæðingardagur og ár? 29. febrúara.d. 1000.
Fæðingarstaður? Rétthjá fyrstu stafkirkjunni
í Vestmannaeyjum.
Fjölskylduhagir? Ókvæntur og barnlaus, bý
enn í foreldrahúsum ásamt tólf bræðrum.
Menntun og starf? Útskrifaður frá Jóla-
sveinaskólanum á Grænlandi sem útskrifað
hefur 13 nemendur. Er um þessar mundir
leiksoppur verkfalls framhaldsskólakennara en
starfa sem jólasveinn, bæði sjálfstætt og eins
fyrir hinar og þessar verslanir í bænum.
Laun? Aðallega fólgin í gleði barnanna ogsvo
vasapeningar frá mömmu.
Bifreið? Aðallega þrírjafnfljótir, sauðskinnsskór
á tveimur þeirra. Þegar mikið liggur við er
notaður sleði af árgerð 1739.
Helsti galli? Á það til að brjóta gler íhurðum efég skelli
offast. Erlíka frekar morgunsvæfur.
Helsti kostur? Gjafmildur. Þyki líka ágætur í umbroti,
nongi og öðru snuddi á Fréttum.
Uppáhaldsmatur? Allur þorramatur, svið, pungar, slátur
og hákarl, hamborgarahryggur til hátíðabrigða.
Verstimatur? Flatbökur og pylsur.
Uppáhaldsdrykkur? Mysa og íslenskt vatn. Mamma
bannar mér að drekka bjór sem mér finnst líka rosalega
góður.
Uppáhaldstónlist? Hvers kyns jólalög starfsins vegna.
Svo held ég líka upp á Radiohead.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að gefa í
skóinn. Og dunda mér við tölvur.
Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að þrífa hellinn
og þurfa að vakna snemma á morgnana.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti?
Kaupa mér vélsleða.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? ísólfur Gylfi Pálmason.
Hann er svo líkur Stúfi bróður mínum.
Uppáhaldsíþróttamaður? Steingrímur Jóhannesson.
Hann er svo líkur Gáttaþef bróður mínum.
Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Jólasveina-
klúbbnum og nemendafélagi MR.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Jóladagatal sjónvarpsins,
Friends og Strandverðir.
Uppáhaldsbók? Jólagjafahandbók Frétta og Nong.
Hvað metur þú mest í fari annarra? Að ég sé ekki
vakinn snemma á morgnana.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar
fólk vekur mig fyrir hádegi.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Kalifornía.
Hvert er þitt höfuðmarkmið í lífinu? Nú er stórt spurt.
Að kæta börn og finna mér konu. Veistu um einhverja á
lausu? Reyndar vil ég vekja athygli á smáauglýsingu frá
mér í Fréttum í dag um það mál.
Hvað þurfa sannir jólasveinar að hafa til brunns að
bera? Góða skeggrót (ég stefni að henni) gott skap (ég
stefni líka að þvl), gjafmildi (hana hef ég) og að geta
vaknað á morgnana (að þvístefni ég líka í framtíðinni).
Eitthvað að lokum? Gleðilegjól og gleðilega nýja öld.
Hurðaskellir Grýluson
er Eyjamaður vikunnar
Þann 4. nóvember sl. eignuðust strák Margrét Rós Andrésdóttir og
Guðjón Jónsson. Hann vó 14 merkur og var 50 sm að lengd.
Drengurinn hefur fengið nafnið Daníel Helgi. Með honum á
myndinni em bræður hans Guðbjöm og Andrés Egill. Fjölskyldan
býr í Vestmannaeyjum. Ljósmóðir var Valgerður Olafsdóttir.
Þann 11. nóvember sl. eignuðust strák Sigríður Guðmundsdóttir og
Jens Karl Magnús Jóhannsson. Hann vó 14'/2 mörk og var 54 sm að
lengd. Drengurinn hefur fengið nafnið Jóhannes Helgi. Með honum
á myndinni er bróðir hans Armann Halldór. Fjölskyldan býr í
Vestmannaeyjum. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir.
Þann 14. nóvember eignuðust stúlku Kristín Jóna Guðjónsdóttir og
Þráinn Hafsteinsson. Stúlkubamið var 14 merkur og 51 sm.
Fjölskyldan býr í Hafanrfirði.
Á döfinni 4*
Desember
21. Jilaskemmtun í Sparisjóðtwm milli kl. 14.30 og 16.00.
21. Vetrarsólstöiur.
21. Hluthalalundur í Herjólli hf. í Hóskólanum kl. 10.00.
21. félagsfundur sjómanna í Jötni kl. 17 í Alþýðuhúsinu.
24. ■ 26. Jólahólíi í hverju húsi. Sji augl. um helgihald safnaia ó bls. 2.
26. Dansleikur með Dansi ó risum í Týsheimilinu kl. 23.00.
28. Bæjarstjórnarfundur í Listaskilanum kl. 18.00.
31. Síðasti dagur aldarinnar, loksins.
Janúar
1. Morgunskíma nýrror oldor fyrir ouston Cyjar.
6. Crímuball lyverjo, en hvor? Það kemur í Ijós.