Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Page 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 21. desember 2000
Starfefraeðsludagar 8. og 9. bekkinga í grunnskólunum:
Kynntu sér tæknistörf í Eyjum
-og skiluðu mörgum verkefnum sem voru mörg athyglisverð
Starfsfræðsludagar Barnaskólans
voru haldnir fjórða sinn í núverandi
mynd dagana 14., 15. og 18.
desember. A hverju ári er krökk-
unum fengið þema til að vinna eftir
og að þessu sinni var þemað, Störf í
Vestmannaeyjum sem tengjast
tækni. Bekkjunum er skipt upp í
hópa sem hver sitt verkefni og í
lokin voru veittar viðurkenningar
fyrir besta og frumlegasta verkefnið
og bestu kynninguna.
Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi,
segir að starfsfræðsludagana sé skóla-
starfið brotið upp þannig að nemendur
geta einbeitt sér að verkefnunum.
„Tilgangurinn er að krakkamir fái að
kynnast atvinnulífinu og núna kynntu
þeir sér störf í Vestmannaeyjum sem
tengjast tækni. Um leið áttu þeir að
átta sig á mikilvægi þeirra fyrir
samfélagið Vestmannaeyjar," segir
Helga.
Dagskráin var þannnig að fyrsta
daginn var verkefnið kynnt og vett-
vangsferðir undirbúnar og að því
loknu haldið út í fyrirtækin sem átti að
kanna. Á föstudeginum tók við úr-
vinnsla úr vettvangsferðunum og vom
krakkamir hvattir til að láta ímynd-
unaraflið ráða. Á mánudaginn var svo
komið að því að kynna og sýna
afraksturinn. Þar átti að segja frá hvað
starfið felur í sér eða hvað fram fer í
fyrirtækinu, menntunarkröfum og
mikilvæginu fyrir Vestmannaeyjar. Þá
átti að ræða við starfsmann og fá hann
til að segja álit sitt á starfinu. Loks átti
hópurinn að leggja mat á starfið og
bæta því við sem honum þótti eiga
heima í verkefninu.
„Við fengum gesti, Friðrik Frið-
riksson veitustjóri og Páll Marvin
Jónsson forstöðumaður Háskólans í
Vestmannaeyjum og Athafnaversins
sögðu 8. bekk frá starfsemi sinna
stofnana og Páll Zóphóníasson tækni-
fræðingur og Davíð Guðmundsson í
Tölvun, sögðu frá sínum fyrir-
tækjum."
Helga og kennaramir Andrés Sigur-
vinsson, Bjöm Elíasson, Sigurhanna
Friðþórsdóttir, Dóra Björk Gunnars-
dóttir og Svanbjörg Oddsdóttir voru
sammála um verkefnin hefðu verið
mjög góð og ekki vantaði fmm-
leikann. „Þetta hefur aldrei tekist eins
vel og núna og var okkur virkilegur
vandi á höndum að velja úr
verkefnunum. Við urðum að meta
hvort þau næðu að draga upp
heildarmynd af starfseminni, gera
grein fyrir menntunarkröfum og
mikilvæginu,“ sagði Helga.
í níunda bekk fengu Orri Amórs-
son, Dorthy Lísa Woodland, Andri
Eyvindsson, Olafur Þór Berry og
Sigurbjörg Sigurbjömsdóttir viður-
kenningu fyrir bestu kynninguna og
þau vom einnig með besta verkefnið
sem fjallaði um hugbúnaðargerð en
þau höfðu heimsótt Tölvun. Frum-
legust þóttu Kristjana Jónsdóttir,
Helena Osk Ragnarsdóttir, Valgerður
Erla Oskarsdóttir og Gunnar Friðberg
Jóhannsson sem gerðu líkan af tölvu
með handsnúnum skjá.
Besta og frumlegasta verkefnið í
áttunda bekk áttu Rúnar Einarsson,
Brynjar Frímannsson, Benóný Þóris-
son, Gísli Valur Gíslason og Birkir
Einarsson sem gerðu líkan af
veitukerfi hitaveitu Bæjarveitna.
Besta kynningin var hjá Kára
Yngvasyni, Baldri Einarssyni, Heimi
Gústafssyni, Alex Daníel Dúasyni og
Auðuni Elíassyni.
LV
ÁTTUNDU bekkingarnir voru ekki síður stoltir af sínum árangri en þar í hóp var engin stúlka.
ÞESSIR krakkar í rnunda bekk fengu viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur á starfsfræðsludögunum.
ÞANNIG leit það út líkanið af dreifíkerfi hitaveitunnar.
KOM sá og sigraði. Mikið var um dýrðir í Landakirkju sem var full út dyrum á árlegum jólatónleikum
kórs kirkjunnar. Einsöngvari með kórnum var Sigrún Hjálmtýsdóttir og fékk hún feikigóðar undirtektir
eins og alltaf þegar hún kemur fram. Stjórnandi kórsins er Guðmundur H. Guðjónsson.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
ísfélagsins
Stjórn ísfélags Vestmannaeyja hf.
hefur ráðið Ægi Pál Friðbertsson,
viðskiptafræðing, sem fram-
kvæmdastjóra félagsins og tekur
hann við starfinu í janúar nk.
Ægir Páll útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur frá Háskóla íslands
árið 1991. Hann starfaði hjá Frosta í
Súðavík á námsárum sínum, m.a.
sem skrifstofustjóri og frá 1990 til
1991 var hann stjómarformaður
Sparisjóðs Súðavíkur. Ægir Páll
starfaði hjá íslandsbanka hf. frá 1992
til 2000, m.a. sem viðskiptastjóri
sjávarútvegsfyrirtækja í fyrirtækja-
þjónustu bankans en undanfama
mánuði hefur hann verið fjármála-
stjóri Samvinnuferða Landsýnar hf.
Ægir Páll er 34 ára, kvæntur Huldu
Pétursdóttur og eiga þau fjögur böm.
Frá andláti Sigurðar Einarssonar,
aðaleiganda og förstjóra ísfélagsins,
hefur Jóhann Pétur Andersen gegnt
starfi íramkvæmdastjóra tímabundið.
Hann mun hverfa aftur til fyrri starfa
sem yfirmaður uppsjávarsviðs.