Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Side 19
Fimmtudagur 21. desember 2000
Fréttir
19
það sér vel.
En sjómennimir komu ekki með. þeir
urðu eftir til að sinna sínu starfi og ég
man enn þegar við konumar stóðum
einar á bryggjunni með bömin og
þurftum að sjá um hlutina. Þar kom
kannski gleggst fram hve hlutskipti
sjómannskonunnar er og hefur verið
frábmgðið hlutskipti annarra kvenna.
Það var mikið stríð að standa í öllu
því sem gosinu fylgdi, það þurfti ekki
bara að flytja búslóðina suður heldur
lfka allt sem við kom útgerðinni,
veiðarfæri og annað. Til stóð að bæði
Leó og Þómnn lönduðu í Grindavík
en svo lenti það í einhveiju pexi og úr
varð að Leó landaði sínum afla í
Hraðfrystihúsið á Eyrarbakka en
Þómnn hjá Meitlinum í Þorlákshöfn.
Það gekk ótrúlega vel þessa vertíð,
miðað við allt það umrót og erfiðleika
sem gosið olli og Sigurjón varð
aflakóngur á vertíðinni á Þómnni með
872 tonn. Leó var með 637 tonn og í
eitt skiptið kom Óskar með 62 tonn á
honum til Eyrarbakka. Aldrei hafði
annar eins afli borist þangað af einum
bát í einum róðri.
Við fluttum aftur til Eyja í desember
1973. Þá var dimmt yfir, ekki beint
jólalegt, og svarti liturinn ansi ráðandi
á öllu. En þetta ár held ég að augu
mín hafi opnast fyrir því hve gott var
að búa í Vestmannaeyjum, t.d. hvað
höfnin okkar var langtum betri en
flestar hafnimar uppi á landi. Það var
aldrei spuming um annað en að við
flyttum aftur til Eyja og mikið var ég
þakklát og ánægð þegar ég var aftur
komin heim."
Við vorum álltaf afskaplega
náin
Hvencer lést Oskar?
„Hann lést 21. desember 1992. Hann
hafði verið kransæðasjúklingur í mörg
ár og átti margar innlagnir vegna þess
að baki. Það var því alltaf vitað við
hveiju mátti búast en engu að síður var
ég ekki viðbúin þegar hann kvaddi.
Við vorum í Reykjavík í íbúðinni
okkar og daginn áður höfðu verið
gestir hjá okkur, Baldvin Gíslason og
Einar í Betel, ásamt fleira góðu fólki.
Svo næstíi dag veiktist hann upp úr
hádegi. Eg hringdi í Þómnni, dóttur
okkar, sem er hjúkrunarkona. Hún
kom og hringdi síðan í sjúkrabíl og við
fórum upp á Borgarspítala þar sem
Óskar var lagður inn. Við sátum hjá
honum fram eftir kvöldi, hann var
með fulla rænu og allt virtist vera í
lagi. En svo fékk hann kast um
FJÖLSKYLDAN saman. Myndin tekin á jólum 1986.
nóttina sem varð hans síðasta."
Saknarðu hans enn?
„Hvað heldurðu? Við vomm alla tíð
afskaplega náin og eítir að hann kom í
land vomm við mikið saman. Til
dæmis héldum við upp á silfur-
brúðkaupsafmælið okkar úti á
Majorkajtar sem við settum upp nýja
hringa. Óskar hafði tapað sínum hring
fyrir nokkmm ámm úti í sjó svo að við
settum aftur upp hringana, rétt eins og
uppi við Saltaberg í gamla daga. Þann
hring ber ég enn. En við náðum ekki
að halda upp á gullbrúðkaupið okkar.
Við ferðuðumst líka mikið saman.
Eg fór einu sinni í siglingu með
honum, til Englands. Þar var gaman
og margt spaugilegt kom upp á eins og
þegar hann týndist í London, missti af
lestinni. Reyndar var ekkert gaman að
því meðan á því stóð en oft var hlegið
að því síðar. Það var alltaf líf og fjör í
kringum Óskar, hann var hrókur alls
fagnaðar, spaugsamur og hafði mest
gaman af þessum ófömm sjálfur.
Einu sinni sigldum við á Þómnni til
Hollands þar sem aflinn var seldur.
Söluverð aflans var lagt inn í banka og
svo bjuggum við á hóteli þama í
grenndinni. Við vorum á bíl og einn
morguninn ákvað Óskar að fara í
bankann og taka út peninga. Eftir
góða stund kemur hann til baka og
segir: „Þóra mín, ég held ég sé orðinn
eitthvað mglaður, ég finn ekki bank-
ÞÓRUNN Sveinsdóttir VE 401, nýjasta skip útgerðarfélagsins sem heitir Ós hf., sama nafni og var á
húsinu sem Þórunn Sveinsdóttir, móðir Óskars, bjó í á Eyrarbakka.
ann. Þú verður að koma með mér.“
Eg gerði það og við keyrðum þessa
leið að bankanum, leið sem við
þóttumst þekkja. En þama var bara
enginn banki, það var búið að rífa
hann. Okkur leist nú ekki beint á
blikuna en fómm og höfðum tal af
umboðsmanninum. Hann tjáði okkur
að reyndar væri búið að rífa bankann
en starfsemin hefði verið flutt í annað
-JÁ, það veit Guð, að ég er sátt við lífið. Ég fékk til dæmis alltaf alla
rnína sjómenn heila heim og fyrir það er ég þakklát.
húsnæði. Þetta hafði láðst að segja
okkur og satt best að segja létti okkur
bara nokkuð þegar við komumst að
því að peningamir okkar höfðu ekki
horfið með bankanum sem rifinn var.
Við fómm líka í margar frábærar
ferðir, til Ríó, Kenýa, Bandaríkjanna,
um Karabíska hafið og svo til Evrópu,
til Noregs, Skotlands og margoft til
London. Við höfðum bæði gaman af
að ferðast og minningar frá þessum
ferðum em ógleymanlegar."
Góður afrakstur
Ertu sterkt tengd þinni fjölskyldu?
„Já, ég held það. Ég hef mjög gott
samband við bömin. þau em sjö tals-
ins, bamabömin eru 17 og lang-
ömmubömin em orðin 16. Ég segi oft
að það sé ágætis afrakstur af þessu hjá
okkur Óskari. Bömin eru líka mjög
góð við mig og bjóða mér oft í mat.
Aftur á móti er ég sjálf orðin óttalega
löt að bjóða þeim í mat.“
Ertu trúuð?
„Ég er ekki kirkjurækin en ég er
trúuð. Móðir mín var mjög trúuð
kona og það er Guðbjörg systir mín
líka. Og ég leita oft til Guðs. Stund-
um finnst mér líka að Óskar standi á
bak við það ef eitthvað gengur vel hjá
mér.“
Hvernig gengur lífið fyrir sig núna?
Ertu aldrei einmana?
„Ég var óskaplega eirðarlaus Iengi
eftir að Óskar dó. Ég var á sífelldu
flakki milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja. Svo varð það mér til
bjargar að ég tók að mér að skipu-
leggja það verk að koma legsteini á
gröf langafa míns, séra Sveinbjamar
Guðmundssonar, prests í Holti. Sú
vinna lenti að miklu leyti á mér og
gerði mér mjög gott. Þetta sýndi mér
að maður verður að hafa eitthvað fyrir
stafni og ég hef gætt þess síðan að
hafa alltaf nóg að gera. Til dæmis
sökkti ég mér niður í ættfræði af
miklum krafti og hef líka verið að
punkta niður hitt og þetta sem á
dagana hefur drifið. Svo fór ég í ferð
með Félagi eldri borgara í sumar og
það var alveg yndislegt. Og á hverju
ári fer ég til Kanaríeyja."
Minnir mig á fyrsta tréð
okkar Óskars
Ertu sátt við lífið?
„Svarar ekki allt gamalt fólk því
játandi? Þegar við Öskar vorum að
kynnast, fór ég í kaupavinnu í Borgar-
fjörðinn en hann var ráðinn á sfid.
Hann sagði við mig nokkrum árum
seinna: „Þóra, veistu að það munaði
engu að ég hætti á bátnum og færi á
eftir þér vestur. Ég ætlaði ekki að
missa þig en var svo hræddur um að
missa þig í sveitastrákana."
Það var okkar beggja gæfa að fá að
eyða ævinni saman. Þetta var oft streð
en við vorum samhent í lífinu. Hann
var gestrisinn og bauð oft kunningjum
sínum heim upp á glas og aldrei varð
neitt vesen út af því. Við vorum að
mörgu leyti ólík, hann var ntikill skap-
maður, harður og ákveðinn en gat líka
verið allra manna blíðastur. Og ég
fann alltaf hvað honum þótti vænt um
mig.
Já, það veit Guð, að ég er sátt við
lífið. Ég fékk til dæmis alltaf alla
mína sjómenn heila heim og fyrir það
er ég þakklát.”
Hlakkarðu tiljólanna?
,Já, ég hlakka mikið til jólanna.
Bömin mín og íjölskyldan hafa verið
mér mikill styrkur eftir að Óskar féll
frá, bæði um jól sem og aðra daga.
Og systur mínar, þær Björg og Guð-
björg, ætla að koma núna og vera hjá
mér um jólin. Við höfum alltaf verið
mjög samrýmdar systurnar og það
hefur líka styrkt mig mikið.
„Veistu hvað,“ segir Þóra og bendir á
lítið og fallega skreytt jólatré sem
stendur á borði í stofunni. „Ég losaði
mig við stóra tréð sem ég átti og fékk
mér svona lítið í staðinn. Þetta jólatré
minnir mig á íyrsta tréð sem við Óskar
eignuðumst." Sigurg.