Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Qupperneq 22

Fréttir - Eyjafréttir - 21.12.2000, Qupperneq 22
22 Fréttir Fimmtudagur 21. desember 2000 Gottuleiðangurinn til Grænlands árið 1929: Stefndu að sauð- r nautarækt á Islandi -Komu heim með níu kálfa sem ekki þoldu íslenskar aðstæður Skipshöfnin á Gottu við upphaf leiðangursins. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Kristjánsson, Markús Sigurjónsson, Kristján Kristjánsson, Kristján Kristinsson, Þorvaldur Guðjónsson. Aftari röð frá vinstri: Vigfús Sigurðsson, Ragnar Pálsson, Ársæll Árnason, Finnbogi Kristjánsson, Baldvin Björnsson, Edvard Frederiksen. Rúm 70 ár eru liðin frá hinum fræga Gottuleiðangri til Grænlands en hann var farinn sumarið 1929 og ætlunin að fanga sauðnaut á Grænlandi og flytja þau til Islands. Upphaf þessa máls var að á alþingi var árið 1928 samþykkt fjárveiting upp á 20 þúsund krónur til að afla sauðnauta og flytja þau inn. Mun ætlun alþingismanna hafa verið sú að auka með þessu fjölbreytni í íslenskum landbúnaði. Gerðar höfðu verið tilraunir með að flytja inn dýr, m.a. hreindýr og héra, að ógleymdum refum og minkum, og þama átti að bæta enn einni skrautfjöðurinni í dýralíf íslensks landbúnaðar. Var gert ráð fyrir að tíu sauðnaut yrðu sótt til Grænlands. Komið þið með dýrin, þá borga ég styrkinn! Nokkrir ungir og áræðnir menn ákváðu að láta til skarar skríða og freista þess að gera út leiðangur til Grænlands til að sækja sauðnaut. Þar var fremstur í flokki Ársæll Ámason, bókaútgefandi og bókakaupmaður í Reykjavík, sem hafði ritað greinar í blöð um möguleika þess að fanga sauðnaut og flytja til íslands. Þeir sóttu um þessa fjárveitingu og ætluðu sér að leigja Ametu, 200 smálesta skip, sem var sérútbúið til siglinga í ís. í ljós kom að Ameta var ekki til leigu, bankinn sem hafði með skipið að gera, vildi aftur á móti selja það og skyldi kaupverðið vera 50 þúsund krónur. Ársæll og félagar ákváðu að kaupa skipið en til að geta fjármagnað þau kaup urðu þeir að fá greiddar fyrirfram þær 20 þúsund krónur sem alþingi hafði ákveðið að verja til verkefnisins. En þegar þeir gengu á fund Tryggva Þórhallssonar, forsætisráðherra, var þeim gerð grein fyrir að ætlun Alþingis var ekki að styrkja einhveija ævintýramennsku út í bláinn. „Komið þið með dýrin hingað á staðinn og þá skal ég greiða ykkur styrkinn,“ sagði ráðherra.. Þar með var úti sá draumur að fá Ametu til fararinnar en ekki var samt gefist upp. Þeir fréttu að til leigu væri 35 smálesta bátur, Gotta VE 108, í eigu Áma Böðvarssonar í Vestmanna- eyjum. Báturinn þótti óvenju sterk- byggður og ætti því að mega treysta honum til siglinga í ís. Þá var nýbúið að skipta um vél í honum. Ur varð að þeir leigðu Gottu til fararinnar. Valinn maður í hverju rúmi Forsprakki hópsins, Ársæll Ámason, skráði sögu þessa leiðangurs og gaf ferðasöguna út á bók, sama ár og leiðangurinn var farinn. Það sem hér er tekið saman er að verulegu leyti byggt á bók Ársæls, Grænlandsför. Áhöfnina á Gottu skipuðu 11 menn. Skipstjóri var Kristján Kristjánsson, úr Amarfirði, rúmlega þrítugur, þaul- vanur bátasjómaður, gætinn, hæg- gerður og einbeittur, eins og Ársæll lýsir honum. Stýrimaður var Kristján Kristinsson frá Hafnarfirði, vanur togarasjómaður, ötull, skemmtinn og skýr. Hann bar viðurnefnið Bakkus, ekki þó vegna fylgilags við þann foma guð, heldur að öllum líkindum vegnajDess að hann var ættaður frá Bakka á Álftanesi. Vélamaður var tvíburabróðir skipstjórans, Gunnar. Hann var ekki aðeins „mótoristi“ heldur einnig „mótorsmiður“ sem væntanlega myndi heita vélvirki nú á dögum. „Állt féll vel sem hann kom að, ekki aðeins smurning og smíði heldur og samveran við félagana," segir í lýsingu Ársæls á honum. Annar vélamaður var Þorvaldur Guðjónsson frá Vestmannaeyjum, annálaður fiskimaður og sjósóknari. „Ekki get ég hugsað mér að Ólafur Tryggvason hefði getað kjörið sér glæsilegri stafnbúa á Onninn langa en Valda,“ segir Ársæll í bók sinni þegar hann lýsir Þorvaldi. Matsveinn var Edward Frederiksen, fimmtugur að aldri, grár fyrir hæmm af eldamennskuáhyggjum en ungur og sætur þegar í land var komið, eins og segir í lýsingu á honum. „Lærður í matargerð og málum og mörgu fleiru. Kunni að segja fleiri sögur en við hinir allir samanlagt." Loftskeytamaður var Ragnar Pálsson en lítið reyndi á þá kunnáttu hans um borð þar sem senditækið virkaði ekki sem skyldi, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að gera við það. Aftur á mót var móttökutækið í besta lagi og gátu þeir fylgst með fréttum frá Islandi allan tímann. „Ragnar var þekktastur um borð fyrir héraveiðar," segir í lýsingu á honum. Vigfús Sigurðsson, „Grænlandsfari," var elstur um borð, hélt upp á 54 ára afmælið þann 16. júlí. Hann hafði tekið þátt í dönskum leiðangri yfrr Grænland árið 1912 og var því kunn- ugur staðháttum. „Hann er maður æðrulaus og jafnhugaður. Alltaf alúðlega glaður á hverju sem gengur. Bókamaður mestur allra um borð,“ segir í lýsingu Ársæls. Markús Siguijónsson var yngstur um borð, 19 ára. Afi hans var Markús Bjamason, skipstjóri og skólastjóri Stýrimannaskólans og Ársæll segist ávallt hafa séð verðandi skipstjóra í Markúsi. „Svipurinn var alvörugef- inn, hann vann öll sín verk með ákveðnum dugnaði eins og hann væntanlega ætlaði að krefjast af undir- mönnum sínum.“ Finnbogi Kristjánsson var bróðir Kristjáns skipstjóra og Gunnars vélstjóra. „Hann var einhver mesti vígamaðurinn um borð, ötull og eftir því þolinn við hvað sem hann fékkst. Hvort heldur var að hlaupa upp snarbrattar Qallshlíðar, bera ketbyrðar, standa blautur og kaldur við stjóm í stórviðri, ekkert bugaði Boga. Og ávallt reiðubúinn að slá fram spaugi- lega hógvæmm sjómannafjarstæð- um,“ segir í lýsingu af honum. Baldvin Bjömsson, gullsmiður, hafði dvalið langvistum í Danmörku og Þýskalandi en fluttist heim skömmu eftir að stríðið skall á og bjó í Reykja- vík og Vestmannaeyjum. „Hann mun vera „hinn ævintýragjami gullsmiður“ sem dönsku blöðin sögðu að hefði komið af stað allri þessari vitleysu (þ.e. leiðangrinum, - innsk. SJ). En þess má geta í þessu sambandi að hann vissi ekkert af þessari ferð fyrr en báturinn var leigður frá Vestmanna- eyjum og átti því engan þátt í undirbúningi hennar," segir Ársæll. „Hann var sjógarpur mikill á yngri ámm og vildi nú óður og uppvægur fá að „ganga í bamdómi.“ Það sýndi sig fljótt að gullsmíðin hafði ekki alveg gert út af við sjómanninn í honum. Það mundi taka allmikið rúm ef ég ætti að telja upp allar hans listir. Þess má að eins geta að viðfelldnari og glaðværari félaga er ekki hægt að hugsa sér,“ segir Ársæll um Baldvin. Og ellefti leiðangursmaðurinn um borð í Gottu var svo Ársæll Ámason. Ársæll var fæddur 1886, Njarð- víkingur. Hann var lærður bókbindari og vann m.a. í Sviss, Svíþjóð og Noregi áður en hann stofnsetti eigin bókbandsstofu og bókaverslun 1915. Hann var einnig nokkuð umsvifa- mikill útgefandi, gaf m.a. út tímaritið Eimreiðina á ámnum 1917 til 1923. Þá þýddi hann og gaf út allar ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Farkosturinn, Gotta VE 108, var smíðaður í Faxe, Danmörku árið 1916 úr eik og fum. Gotta var mæld 35 smálestir brúttó en 14 nettó, 16,85 m að lengd, 4,86 á breidd og djúpristan 2,29 m. Nýbúið var að skipta um vél í bátnum, í honum var 65 ha vél af gerðinni Seffle. Loftskeytatækin verri en engin Lagt var af stað frá Reykjavík þann 4. júlí 1929 kl. Vi 5 síðdegis í norðan- hægviðri og sólskini. Þegar út í flóann kom tók Gotta að höggva dálítið og var þá innýflum sumra leiðangurs- manna nóg boðið. Fljótlega kom í ljós að sendir loftskeytatækjanna um borð virkaði ekki og var því haldið inn til ísafjarðar til að reyna að ráða bót á því. „Ekki tókst það og reyndust þessi tæki verri en engin," eins og Ársæll lýsir þeim. Siglt var til norðurs og við Hom renndu þeir fæmm og fengu nokkrar máltíðir af stútungi. Ferðin norður eftir gekk greitt allt til þess er þeir komu í hinn eiginlega Grænlandsís. Þann 10. júlí varð fyrir þeim ókleifur ísveggur. Þoka var á og héldu þeir kyrrn fyrir um daginn þar til síðdegis að birti til og sást vík inn í ísinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.