Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 01.11.2001, Qupperneq 18
18 Fréttir Fimmtudagur 1. nóvember2001 Landakirkja Fimmtudagur 1. nóvember Kl. 9.00. Fermingarmót í Landakirkju allan daginn. Mót- inu lýkur með kvöldvöku kl. 20.00 og helgistund sem ætluð er fermingarbörnum og for- eldrum þeirra. Mömmumorg- unn fellur niður á fimmtudag, en æfing Hátíðakórs Vest-manna- eyja verður í sal Tón- listarskólans á venjulegum tíma. Sunnudagur 4. nóvember Kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta með söng, leik og lofgjörð. Guðfræðingamir Karitas Krist- jánsdóttir og Ingólfur Hart- vigsson leiða stundina, en þau eru hér í starfsþjálfun. Kl. 14.00. Messa með altaris- göngu. Allra heilagra messa. Kveikt á kertum og beðið fyrir minningu allra þeirra sem látist hafa síðastliðna 12 mánuði samkvæmt prestsþjónustubók Landakirkju. Auk þeirra taka prestarnir fáslega niður nöfn þeirra sem fólk vill að verði nefndir í bæninni. Kaffisopi og spjall á eftir í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.00. Æskulýðsfundur í Safnaðarheimilinu. Ækulýðs- félag Landakirkju-KFUM&K. Mánudagur 5. nóvember Kl. 17.30. Æskulýðsstarf fatl- aðra, eldri hópur. Kl. 20.00. Vinnufundur í Kvenfélagi Landakirkju. Þriðjudagur 6. nóvember Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar. Kirkjustarf 6-9 ára krakka. Kl. 17.30. TTT - kirkjustaif 10- 12 ára. Pizzufundur. Miðvikudagur 7. nóvember Kl. 11.00. Helgistund á Hraunbúðum. Allir velkomnir. Kl. 20.00. Aglow fundur í Safnaðarheimilinu. KI. 20.00. Opið hús unglinga í KFUM&K lrúsinu við Vest- mannabraut. Fimmtudagur 8. nóvember: Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur Kl. 20:30 Biblíufræðsla. Föstudagur GOSPELTÓNLEIKAR í Höllinni í Löngulág, sjá auglýsingu. Laugardagur Kl. 20:30 Gospelkvöld, sungið og leikið í léttri sveillu, Guði til dýrðar. Allir velkomnir. Sunnudagur Kl. 15:00 Samkoma. Mikill söngur og gleði með þátttöku gospelhópsins úr Reykjavík. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur Kl. 17.00 KRAKKAKIRKJAN Gleði, gaman og alvara fyrir öll börn. Aðvent- KIRKJAN Laugardagurinn 3. nóventber Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. BÆNDURNIR. klæddir eins og hæfir stéttinni, Magnús og Einar. Bændaglíma GV: Einar í Heiðarbæ stóð uppi sem sigurvesari Um síðustu helgi var eitt at- hyglisverðasta mót sumarsins, sjálf bændaglíman. Loks tókst að halda keppnina sem tvívegis hefur verið frestað. Bændur voru Einar Ólafsson og Magnús Kristleifsson. Alls mættu 56 keppendur til leiks, 28 í hvoru liði og kepptu tveir og tveir saman eftir Texas scramble kerfi. Hart var barist, enda mikið í húfi, en tapliöið þjónaði sigurvegurunum til borðs um kvöldið. Lið Heiðarbæjar-Einars sigraði lið FjallaManga með 24 punktum gegn 18. Bændur vilja þakka öllum hjúum sínum fyrir hetjulega baráttu. Um helgina er svo lokamót sumarsins en þá er 18 holu punkta- keppni og verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin ásamt nándarverð- launum. Mótið hefst klukkan lOoger mótsgjaldið 1500 krónur. Nú er um að gera fyrir kylfinga að fjölmenna enda er þetta síðasta tækifærið jretta árið að spila á sumarflötum vallarins en þeim verður lokað að keppni lokinni. Laugardaginn 10. nóvember verður svo nóg að gera þegar vinnudagur golfara fer fram og um kvöldið verður herrakvöld GV en sérstaklega er tekið fram að aðgangur hunda og kvenna er bannaður. Knattspyrna: Birkir ólöglegur með ÍBV? KSÍ hafði ekki samband við ekkur -segir formaður knattspyrnudeildar um fullyróingu framkvæmdastjóra sambandsins um að hann hafi látið ÍBV vita af þeim möguleika að Birkir gæti ekki leikið með ÍBV næsta sumar eftir að hann skipti yfir í Stoke Birkir Kristinsson markvörður ÍBV gerði nýlega stuttan samning við Stoke City og var á vara- mannabekknum í tveimur leikjum vegna meiðsla markvarða liðsins. En spurningar hafa vaknað hvort Birki sé heimilt að spila með IBV næsta suinar því samkvæmt nýjum aljtjóðlegum félagaskiptareglum mega félagaskipti milti landa aðeins fara frani einu sinni á ári. Samkvæmt heimildum blaðsins var forráðamönnum ÍBV gert viðvart af KSI með nýju reglurnar þegar Birkir var lánaður til Stoke en Asmundur Friðriksson sagði að sú tilkynning hafi aldrei borist til ÍBV. „Okkur Jóhanni Inga framkvæmdastjóra brá nokkuð þegar við lásum það sem haft var eftir Geir Þorsteinssyni að KSI hefði varað okkur við enda hefðum við aldrei skrifað upp á lánssamning ef svo hefði verið. Það vildi svo skemmtilega til að við Jóhann vorum báðir staddir í Herjólfi daginn eftir að Birkir fór til Stoke og hvorugur hafði heyrt neitt frá KSI. Annars held ég að þar sem þessar reglur eru nýtilkomnar þá munum við sleppa með skrekkinn og málið leysist af sjálfu sér. Birkir er núna að skoða málið úti í Stoke en Minnsta bjórhátíðin stærri en margan grunar Bjórhátíðin á Mánabar, sem vertarnir í hógværð sinni, kalla minnstu hjárhátíð í heimi, fór fram um helgina, töstudag og laugardag. Mikið var um dýrðir og aðsókn góð að sögn Sigfúsar Gunnars og Tryggva Más sem reka Mánabar. Veigarnar runnu í stríðum straumum og ekki minna en einn lítri í boði. Nokkrir hljóðfæraleikarar mættu og skenimtu gestum og þar fór Rúnar Karlsson fremstur í flokki. Vil ja þeir þakka góðar viðtökur vonast til að sjá enn fleiri á næsta ári. RÚNAR þótti standa sig vel á gítarinn. SUNGIÐ og trallað á bjórhátíðinni. ÞAÐ yrði niikið áfall fyrir ÍBV ef Birkir verður ekki í ntarkinu næsta sumar. annars er staðan í hans máli sú sama. Það má reyndar segja það sama um alla leikmennina sem eru með lausa samninga hjá okkur að það hefur lítið breyst, Kjartan er enn í fríi, Hjalti fór á sjóinn og Hlynur er enn að hugsa sig um en ég hef trú á því að málin eigi eftir að skýrast áður en langt um líður," sagði Asmundur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.