Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 13. febrúar 2003 Sátt að nást í Hallarmálinu: Breytingar til að minnka hljóðstyrk -Á þeim að vera lokið fyrir 1. september nk. Rólegt hjá lögreglu Tvisvar var tilkynnt um skemmdir á eignum til lögreglu í vikunni. Á Irmmtudag var snjóbolta lient í bifreið á Heiðarvegi með þeim af- leiðingum að afturljós bifreiðar- innar brotnaði. Á laugardag var i tilkynnt mðubrot að Birkihlíð 26 en ftmm ára barn var þar að verki og henti grjóti í rúðuna. Einn fékk að gista fangageymslur lögreglunnar sökum ölvunar og óspekta unr helgina en hann hafði verið til vandræða í Höllinni. Alls vom níu ökumenn kærðir vegna brota á umferðarlögum í vikunni. Einn var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur og er þetta annar ölvunarakstur ársins. Sjö voru kærðir vegna ólöglegrar lagningar ökutækis og einn var kærður vegna hraðaksturs. Þrjii umferðaróhöpp voru til- kynnt lögreglu. í engu tilvikanna var um að ræða meiðsl á fólki en einhverjar skemmdir urðu á öku- tækjum. Bikarúrslitaleikurinn Bikarúrslitaleikur ÍBV og Hauka fer fram í Laugardalshöllinni laugar- daginn 22. febrúar. Hópferð hefur verið skipulögð af stuðnings- mönnum IBV. Farið verður með Heijólfi en fólk ræður hvort það fer á föstudegi eða laugardagsmorgni og til baka á laugardegi eða sunnu- degi en skipið mun bíða eftir leik- mönnum og sigla lieim með liðið og stuðningsmenn að leik loknum á laugardeginum. Verði í ferðina verður stillt í hóf og hægt að fá frekari upplýsingar um það hjá Samskipum og á heimasíðu ÍBV, www.ibvspoit.is. Stuðningshópur ÍBV-kvenna hvetur fólk til að skella sér með stelpunum og taka þátt í bikar- ævintýri þeirra en ætlunin er auðvitað að vinna bikarinn þriðja árið í röð. Fyrir þá sem ekki komast á leikinn verður úrslitaleikurinn sýnd- ur á risatjaldi í íþróttahúsinu, sennilega því stærsta í Eyjum. Húsið opnað kl. 12.30 og leikurinn hcfst kl. 13.00. Þar verður sann- kölluð kamivalstemming og selt inn gegn vægu gjaldi og bikarbolur IBV og SS innifalinn. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og skemmta sér saman yfrr leiknum og senda stelpunum okkar jákvæða strauma. Alþingi óskar eftir umsögnum Fyrir bæjatráði á mánudag lágu frammi tvö bréf frá Alþingi, annars vegar frá félagsmálanefnd Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Hins vegar frá iðnaðamefnd Alþingis varðandi umsögn um tvö trumvöip, annars vegái' fmmvatp til raforkulaga og hins vegar fmmvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á orkusviðinu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að yfirfara málin en Stefán Jónasson (V) lét bóka í báðum tilvikunr: „Minni á sérstöðu Vestmannaeyja- listans í þessu máli.“ Á fundi heilbrigðisnefndar Suður- lands í síðustu viku lá fyrir fram- kvæmdaáætlun vegna úrbóta í hljóðmálum Hallarinnar. Að mati nefndarinnar var tímaáætlun násættanleg en samkomulag náðist um millilcið og samkvæmt henni á framkvæmdum að vera lokið fyrir 1. september nk. í bréfi nefndarinnar til Hallarinnar er lýst ánægju með að loksins sé komin framkvæmdaáætlun sem hægt er að taka afstöðu til. Hins vegar telur nefndin að tímamörk í áætluninni séu mjög rúm og undrast langan hönn- unar- og verktíma. Er gerð krafa til forsvarsmanna Hallarinnar um að hönnun og framkvæmdum verði lokið fyrir 1. júlí nk. Á fundi nefndarinnar með forsvars- mönnum Hallarinnar náðist sam- göngur Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna stóð fyrir málcfnaþingi fyrir ungt fólk fyrir skömmu. Á pall- borði sátu þau Selma Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi og formaður menn- ingamálanefndar, Egill Arngríms- son starfsmaður Þróunarfélagsins, Elliði Vignisson framhaldsskóla- kcnnari og formaður Iþrótta- og æskulýðsráðs, Erna Osk Gríms- dóttir fyrir hönd áhugahóps um kaffi og mcnningarhús og Einar Hlöðver Sigurðsson sem á sæti í nefnd ungs fólks. Rúnar Karlsson var fundarstjóri. Selma Ragnarsdóttir formaður Eyverja sagði að þingið hafi heppnast vel. „Þarna kom blandaður hópur saman og ræddi málin. Mér fannst þetta sýna að unga fólkið vill mál- efnalega umræðu og sleppa skít- kastinu. Þarna var komið fólk úr öllum áttum og einnig fólk sem hafði flutt hingað nýlega og hafði sitt að segja um ástandið. Það var mjög gott enda oft sagt að glöggt sé gests augað.“ Selma sagði tvö mál hafa verið mest í umræðunni á fundinum, annars vegar vegtengingu milli lands og Eyja og hins vegar atvinnumál. „Það var þungt hljóð í fólkinu varðandi at- Á fundi bæjarráðs á mánudag komu fulltrúar meirihlutans, Andrés Sigmundsson (B) og Guðjón Hjörleifsson (D) með tillögu um að skipa stýrihóp um aðgerðir til eflingar atvinnulífs í Vest- mannaeyjum. Samkvæmt tillögunni mun bæjar- ráð mun leiða þá vinnu með hópnum. I honum eiga að vera fulltrúar verka- lýðsfélaga, atvinnurekenda, Rann- komulag um að framkvæmdum verði lokið I. september nk. Skulu forsvars- menn Hallarinnar skila inn stað- festingu á framvindu verkþátta til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt ábyrgjast að úrbætur skili tilætluðum árangri. Farið er fram á að dansleikir verði ekki fleiri en fyrir- liggjandi er samkvæmt dagskrá. I samtali við Fréttir sagði Sigmar Georgsson, framkvæmdastjóri Hallar- innar, að þeir hefðu farið fram á frest því annars hefðu þeir orðið að loka á þeim tímum þegar mest er að gera. „í júní og júlí er mikið að gera þannig að við töldum ófært að loka á þeim tíma en aftur á móti er rólegt í ágúst. Það er því ekkert til fyrirstöðu að við getum staðið við okkar hluta samningsins um að Ijúka framkvæmdum fyrir 1. september," sagði Sigmar. vinnumál en það var mikið litið til tengingar við nám í Eyjum, þá aðallega varðandi sjávarútveginn og hvernig hægt er að gera Vest- ntannaeyjarað meiri íþróttabæ." Selma sagði einnig að allir hafi verið sammála um að nauðsynlegt væri að skoða möguleikann á jarð- göngum. „Fundurinn stóð í rúma þrjá sóknasetursins, fjármálafyrirtækja og Framhaldsskólans. Hópurinn á að leita eftir samstarfi við sem flesta aðila, s.s. Byggðastofnun, Vinnumálastofnun. Nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofn- un, Impru, Háskóla íslands, Há- skólann á Akureyri, Háskóla Reykjavíkur, Bifröst, Samtök í ferðaþjónustu, samgöngufyrirtæki og fleiri. Hópurinn á einnig að hafa það Það sem á að gera er að útbúinn verður fundarsalur f norðausturhorni salarins og loka með því af fimm gluggabil, tvö í austur og þijú í norður. Einnig á að loka gluggum á mæni sem settir voru að kröfu Brunamála- stofnunar. Hefur komið í ljós að mikill hávaði fer út urn þá. I staðinn koma þrjár til fjórar reyklúgur sem eiga að hleypa út reyk ef eldur kemur upp. „Þetta hom í stóra salnunt nýtist illa. okkur hefur vantað aukafundarsal og þetta er því ágætis lausn fyrir okkur og fyrir vikið berst minni hávaði út. Auk þess nýtist salurinn fyrir hljómsveitir og aðra sem em að skemmla á sviðinu og þama er líka komin geymsla fyrir flygilinn okkar.“ Sigmar vonast til að með þessum aðgerðum náist sátt við nágranna tíma og við hefðum auðveldlega getað haldið áfram. Það var einnig rætt talsvert um nauðsyn þess að hér verði opnað menningarhús fyrir ungt fólk og fannst mér sérstaklega áhugavert að heyra viljann hjá framhalds- skólakrökkum að koma að því máli,“ sagði Selma að lokum. atvinnulífi verkefni að benda á tækifæri til nýsköpunar fyrir atvinnulíf í Eyjum. Leita á einnig til brottfluttra Vest- mannaeyinga, s.s. námsmanna og þeirra sem hafa haslað sér völl í atvinnulífinu. Leita á eftir ráðningu starfsmanns fyrir hópinn með stuðn- ingi Vinnumálastofnunar og eða Byggðastofnunar. Tillögur hópsins eiga að vera tilbúnar fyrir 1. maí nk. Bæjarráð samþykkti tillöguna. Hallarinnar. „Þetta hefur verið erfiður tími fyrir okkur og sennilega ná- grannana líka. Það var aldrei ætlun okkar að troða einum eða neinum um tær og þegar við létum hanna húsið lá alveg ljóst fyrir til hvers það var ætlað. Það kom okkur því alveg í opna skjöldu þegar í Ijós kom að það hélt ekki hljóði ef svo má segja. Þegar hönnuðum var bent á þetta sögðu þeir að við hefðum aldrei beðið um hljóð- hönnun. Það hljómar einkennilega því það lá alltaf fyrir að dansleikir yrðu í húsinu,“ sagði Sigmar. Hann sagði að gerðar yrðu ýmsar aðrar ráðstafanir til að minnka hávaða á dansleikjum. „Maður frá okkur mun reglulega mæla hljóðstyrk í og við húsið og svo er unnið að því að breyta tíðni í húsinu sem getur haft mikið að segja,“ sagði Sigmar að lokum. Eyjaskip veiddu 330.000 af uppsjávarfiski 2002: Bergur VE hæstur með 48.000 tonn Töiur um aflahæstu skip sem stunduðu veiðar á uppsjávarfiski árið 2002 hafa verið birtar í Sjávarfréttum. Af Eyjabátum er Bergur ailahæstur og er í tíunda sæti yfir aflahæstu skipin á landinu með 48.022 tonn, þar af er loðna 27.478 tonn og kolmunni 20.544 tonn. Sighvatur Bjamason er í ellefta sæti með samtals 47.653 tonn sem skiptist í 11.770 tonn af sfld, 28.633 tonn af loðnu og 7.249 tonn af kolmunna. Sigurður er í sautjánda sæti með 39.630 tonn, þar af 6.802 tonn af sfld og 32.828 tonn af loðnu. ísleifur er í tuttugasta og fyrsta sæti með samtals 36.599 tonn sem skiptist í 5.910 tonn af sfld og 30.689 tonn af loðnu. Huginn VE 55 er í tuttugasta og þriðja sæti með 35.418 tonn, þar af 3.705 tonn af sfld, 16.058 tonn af loðnu og 15.655 tonn af kolmunna. Gullberg er í tuttugasta og fimmta sæti með samtals 31.642 tonn, þar af 5.312 tonn af sfld og 26.330 tonn af loðnu. Kap er í þrítugasta sæti með 28.133 tonn sem skiptist í 840 tonn af sfld og 26.951 tonn af loðnu. Guðmundur er í þrítugasta og fyrsta sæti með 24.035 tonn í heildina þar af 979 tonn af sfld og 23.056 tonn af loðnu. Harpa er í þrítugasta og fjórða sæti með samtals 21.579 tonn þar af 7.005 tonn af sfld og 14.566 tonn af loðnu. Huginn VE 65 var í þrítugasta og sjötta sæti með 17.031 tonn af loðnu. Heildarafli skipanna er 329.742 tonn. Þess má geta að Faxi er í fimmta sæti listans yfir aflahæstu skip landsins með 70.685 tonn þar af 9.572 tonn af sfld. 38.080 tonn af loðnu og 23.014 tonn af kolmunna. Skipstjóri á Faxa er Eyjamaðurinn Ólafur Einarsson. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www. eyjaf retti r. is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vóruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þortákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Málefnaþing Eyverja: Atvinnumál og sam- voru efst á baugi FUNDURINN var vel sóttur og lauk ekki fyrr en um miðnætti en hann byrjaði klukkan 20.00. Tillaga samþykkf í bæjarráði: Stýrihópur til eflingar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.