Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. febrúar2003 Fréttir 7 Fegurðarsamkeppni Suðurlands: F Ema Dögg og Thelma Yr keppa Fegurðarsamkeppni Suðurlands verður haldin á Hótel Örk Hvera- gerði þann 28. mars. Að þessu sinni keppa tólf þátttakendur um titilinn Fegurðardrottning Suðurlands 2003. Stúlkurnar koma frá Selfossi, Hveragerði, Stokkseyri og Vest- mannaeyjum. Tvær stúlkur frá Vestmannaeyjum taka þátt í keppninni að þessu sinni, Erna Dögg Sigurjónsdóttir og Thelma YrTómasdóttir. Auður Eva Auðunsdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar segir undir- búning hafinn auk þess sem stúlk- unnar eru að æfa líkamsrækt í Styrk Selfossi og Hveragerði en Vestmanna- eyjastúlkunnar æfa í Hressó. „Stelpumar fara í ljós í Suðurlandssól og Hressó auk þess sem þær fá sólarvörur frá JA sólarvömm. Sport- bær lætur ekki sitt eftir liggja og stelpumar fá allar bol merktan Sportbæ og bikiní að gjöf. Vest- mannaeyjastúlkumar verða að sjálf- sögðu að komast á milli og fá þær að fljóta með Herjólfi. Um síðustu helgi fóru stúlkumar í tískumyndatöku og kom hann Grétar á þessum líka fjallatmkk frá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi og flutti stúlkumar yfir ár til að komast að myndatökustaðnum. Stúlkumar voru allar myndaðar í fötum frá Gust design og Sunnevu design sem verða sýnd á lokakvöldinu sjálfu, hár var í höndum Herdísar frá Supemova og ÞÁTTTAKENDUR, Þórleif Hanna Guðgeirsdóttir frá Stokkseyri, Ingibjörg Eva Sveinsdóttir frá Hveragerði, Elísa Ólafsdóttir frá Hveragerði, Helena Björgvinsdóttir frá Selfossi, Sigurbjörg Guðnadóttir frá Selfossi, Halla Karen Gunnarsdóttir frá Selfossi, Sally Ann Vokes frá Selfossi, Erna Dögg Sigurjónsdóttir frá Vestmannaeyjum, María Rún Þorsteinsdóttir frá Hveragerði, Thelma Yr Tómasdóttir frá Vestmannaeyjum, Steinunn Pétursdóttir frá Selfossi og Anna María Guðmundsdóttir frá Selfossi. förðun frá FACE. Ljósmyndarinn Eyjó sá um myndatökuna ásamt aðstoðarmanni. Að sjálfsögðu verður hörku ball eftir keppnina sjálfa en þá mun hljómsveitinn A móti sól leika fyrir dansi.“ Ester Helga Sæmundsóttir frá Vest- mannaeyjum og Rebekka Guðmunds- dóttur eru Auði til aðstoðar við skipulag og undirbúning keppninnar en um gönguæfingar sér Anna Svala Amadóttir. „Keppnin hefur sér heimasíðu en þar er hægt að skoða myndir af keppn- inni og viðburðum henni tengdri, slóðin er www.hotelork.is. Þar er hlekkur merktur Fegurðarsamkeppni Suðurlands og þegar nær dregur keppni verður hægt að kjósa netstúlku keppninnar." Gróska í tónlist unga fólksins í Eyium Allra veðra von var heitið á tónleikum sem haldnir voru fyrir skömmu og þóttu takast vel. Alls komu tíu hljómsveitir fram og allar fluttu þær frumsamið efni. Sex af þeim voru frá Eyjum og sýnir það hversu mikil gróska er um þessar mundir í tónlistarlífi ungs fólks í Vestmannaeyjum. Kynnir var Ólafur Páll Gunnars- son útvarpsmaður á Rás 2. „Mér fannst vel takast til, en það hefði verið gaman að sjá aðeins meira af foreldrum og öðru eldra fólki á tónleikunum,“ sagði Óli og bætti við að hann hefði viljað sjá svipaða stemmningu og hann ímyndi sér að sé á knattspyrnumótum þeirra sem yngri eru. „Margar hljómsveitirnar stóðu sig vel. Það sem þessir strákar eiga flestir sameiginlegt eru stórir draumar, og ef maður á sér engan draum er ekki gaman að vera til.“ Óli Palli bætti við að Óðinn Hilmisson og félagar hans í Tón- smíðafélaginu væru að gera góða hluti í Eyjum og hann væri handviss um að eitthvað kæmi út úr þessu starfi ef því verður haldið áfram. „Það er mikið rokk í gangi á eldfjallaeyjunni í hafinu,“ sagði Óli Palli að lokum. MADE in China er orðin nokkurra ára gömul og hér eru á fullu Haraldur Ari Karlsson og Gísli Valur. DRIFSKAFTH) var nafnið á þessari hljómsveit sem lék hart rokk. HEIMIR lét sig ekki muna um að syngja með tveimur hljómsveitum, Liana Creepers og Stigmata.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.