Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 13. febrúar2003 Dr. Ármann Höskuldsson, jarðfræðingur segir hættur leynast víða á íslandi: Öryggi fólks er vel tryggt á Heimaey - og raunar mun betur en víða um land - Vestmannaeyjar eru með öruggari stöðum landsins og svo maður tali nú ekki um hvað gott er að vera hér krakki og alast upp, sagði hann í fyrirlestri sem hann hélt hér um eldvirkni á Vestmannaeyjasvæðinu Að því er kom fram hjá Ármanni breytti gosið á Heimaey viðhorfí vísindamanna um það hvort eldfjöll er útkulnuð eða ekki. „Fram að þeim tíma skilgreindu menn eldfjöll virk ef þau höfðu gosið á sögulegum tíma en það var endurskoðað upp úr 1973. Nú er til dæmis vitað um eldfjöll í Bandaríkjunum sem gjósa á 300.000 ára fresti og lifa góðu lífi.“ I sömu vikunni og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi að sannfæra heiminn um nauð- syn þess að ráðast inn í Irak og drepa þar mann og annan var doktor Armann Hökuldsson, jarðfræðingur, að segja Vestmannaeyingum að þegar á allt væri litið væri ekki svo ýkja hættulegt að búa hér. Hélt hann fyrst fyrirlestur í Akóges og síðar með starfsfólki Vinnslustöðv- arinnar þar sem hann fór yfir jarðfræði Islands, sérstöðu Vestmannaeyja í jarðsögu- legu tilliti og þeim hættum sem steðja að hinum ýmsu landshlutum og byggðar- lögum. Það kemur í Ijós að hætturnar leynast víða og sumstaðar eru þær meiri en annars staðar og þegar upp er staðið geta Eyjamenn andað nokkuð rólega að mati Armanns. Auðvitað fylgi því einhver áhætta að búa hér eins og dæmin sanna en víða á landinu sé hættan síst minni. Brugðist við umræðunni Ármann Höskuldsson lét af starfi forstöðumanns Náttúrustofu Suður- lands í Vestmannaeyjum á síðasta ári og starfar nú hjá Náttúrufræðistofnun íslands. Hann er doktor í jarðfræði og eru eldíjöll hans sérsvið. I kjölfar mikillar umræðu um eldvirkni í Vestmannaeyjum sem fór af stað, þegar þess var minnst að þann 23. janúar sl. voru 30 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins, var Ármann fenginn til að halda fyrirlestur um efnið í Akóges og í framhaldi af honum var ákveðið að bjóða starfsfólki Vinnslustöðarinnar að hlýða á Ármann. Fyrirlesturinn fyrir Vinnslustöðvar- fólkið var í Akóges á föstudaginn og Ármann brást ekki, hann er mælskur í góðu meðallagi og tekst að koma skilaboðum til fólks á þann hátt að allir geta skilið. Hann byrjaði á að sýna hvemig ísland skýtur upp kollinum á Atlantshafshryggnum og undir landinu heitur strókur. „Það er einstakt í heiminum að tvö meginöfl eldvirkninnar nái upp til yfirborðs jarðar á sama stað, en því nær Island uppfyrir yfirborð sjávar og þess vegna er Island til,“ sagði Armann og greindi frá landrekskenningunni en sam- kvæmt henni er ísland á mótum tveggja fleka sem rekur, hvor frá öðrum, til austurs og vesturs. Hann brá upp korti sem sýndi staðsetningu heita reitsins sem ísland stendur yfir. Upphaflega var hann þar sent nú er Norðvestur Grænland en smám saman hefur hann verið að færast til og er nú undir íslandi. Hins vegar er ekki alveg rétt að heiti reiturinn hafi verið að færa sig, því hann er á sama stað en flekamir em á stöðugri hreyfmgu. Þeir miklu kraftar sem þama em á ferðinni leysast af og til úr læðingi og birtast okkur í eldgosum og jarðskjálftum. Einhvem tíma verður hægt að keyra út í Vestmannaeyjar Ármann lýsti á mjög leikrænan hátt hvemig Torfajökulssvæðið er að reyna að ryðja sér braut út í sjó og komast í samband við Vestmannaeyjasvæðið. „Þegar það gerist verður hægt að keyra út í Vestmannaeyjar og það verður falleg leið að aka, ekki ósvipað og Reykjanesið er í dag,“ sagði Ar- mann. „Erfiðu fréttimar em að eldvirkni er að aukast á þessu svæði en við emm að tala í hundmðum og þúsundum ára. Á næstu 200 til 2000 ámm munum við ekki sjá mikið gerast, utan eitt og eitt gos.“ Góðu fréttimar sagði Ármann vera þær að jarðskorpan undir Vestmanna- eyjum er 30 til 40 km þykk og hún er köld íjarðfræðilegum skilningi. Eins og kemur fram hér á undan em jarðskjálftar ein afleiðing landreksins, en þeim ógnarkrafti sem þeim fylgja fengum við að kynnast í Suðarlands- skjálftanum sumarið 2000 þegar jörðin í tvígang lék á reiðiskjálfi. „Stórir jarðskjálftar verða á tveimur stöðum á flekaskilum á íslandi, það er annars vegar Suðurland og hins vegar Norðurland sem bæði myndast vegna hliðmnar rekbeltanna til austurs. Fyrir norðan nær það frá Húsavík og liggur í norðvestur að Kolbeinsey. Á slíkum sniðgengjum safnast upp mikil spenna sem losnar um með reglulegu millibili og þá verða jarðskjálftar. Jarðskjálftar mannskæðari Jarðskjálftar em mjög hættuleg fyrir- brigði, mun mannskæðari en nokkum tímann eldgos. Það rná til dæmis leiða að því getur að það sé mun hættulegra að búa á Húsavík en Vestmanna- eyjum," sagði Ármann. „Árið 1872 gekk mikill jarðskjálfti

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.