Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 13. febrúar 2003 Fréttir 17 Bréf til félagsmálaráðuneyiisins vegna Þróunarfélagsins: Hver fékk að sjá bréfið? -var helsta deilumál meiri- og minnihlutans sem neitar að hafa séð lokaútgáfuna sem var þó send með rafpósti til eins fulltrúans Svarbréf Vestmannaeyjabæjar til félagsmálaráðuneytisins vegna Þró- unarfélagsins var lagt fram á fundi bæjarráðs á mánudag. Stefán Jónasson (V) óskaði eftir að bóka eftirfarandi: „Vakin er athygli á að hér er um að ræða svarbréf meiri- hlutans. Svör bæjarfulltrúa Vest- mannaeyjalistans hafa verið send ráðuneytinu sérstaklega." Guðjón Hjörleifsson (D) og Andrés Sigmundsson (B) bókuðu á móti að svörin sem send voru væru svör bæjarstjóra íyrir hönd Vestmannaeyja- bæjar. Ennfremur segir: „Á síðasta fundi var tekið að hluta tillit til athuga- semda fulltrúa Vestmannaeyjalistans og honum sent bréfið fullgert áður en það var sent til ráðuneytisins. Fulltrúar V-listans geta ekki bæði beðið um breytingar á bréfi til ráðuneytisins svo og senda síðan sérálit og ekki kannast við aðkomu sína að bréfi sem bæjarstjóri sem embættismaður hefur sent ráðuneytinu og kynnti á síðasta bæjarráðsfundi. Vinnubrögð V-listans í þessu máli dæma sig sjálf." Stefán vísaði í fyrri bókun sína. I bréfinu til ráðuneytisins er farið yfir málefni Þróunarfélags Vest- mannaeyja og segir m.a. að frá stofnun hall félagið verið rekið sem stjálfstæð rekstrareining og vísað til laga um stofnanir sveitarfélaga. Upphaflega var ÞV í 80% eigu bæjar- ins en við sölu Bæjarveitna Vest- mannaeyja minnkaði hlutfallið niður í 60%. I dag eru Vestmannaeyjabær og stofnanir hans aftur komin í 80% eignarhlut eftir að samkomulag var undirritað milli Hitaveitu Suðumesja og bæjaryfirvalda. í bréfinu segir að Vestmannaeyjabær sé að endurskoða allan rekstur Þróunarfélagsins enda hafi starfsgrundvöllur þess breyst á undanfömum mánuðum. „Varðandi frágang ársreikninga félagsins í framtíðinni er það atriði því með öllu óljóst, því ekki liggur fyrir hvort félagið verður starfandi sjálfstætt í breyttri mynd eða verði lagt niður og rekin skrifstofa hjá aðalsjóði. Þær upplýsingar munu berast ráðuneytinu um leið og sú ákvörðun liggur fyrir sem væntanlega mun verða í febrúar- mánuði í tengslum við gerð fjárhags- áætlunar. Því munu upplýsingar um önnur atriði þessa liðar liggja fyrir í kjölfar þeirrar ákvörðunar." Bókhald félagsins fyrir síðasta ár er tilbúið samkvæmt bréfinu og verður lagt fram um leið og ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2002. Ráðuneytið spurði hvort bæjaryfirvöld teldu heimild fyrir veitingu ábyrgða vegna Þróunarfélagsins og er því svaraðjátandi íbréfinu. „Þróunarfélag Vestmannaeyja er í meirihlutaeign Vestmannaeyjabæjar og er því eins og áður hefur komið fram, sjáfstæð rekstrareining sveitarfélagsins." I lok bréf ráðuneytisins eru rakin nokkur atriði sem óskað er eftir frekari upplýsingum um og vildi Vest- mannaeyjabær koma nokkmm atriðum á framfæri. „Rétt er það sem kemur fram í bréfi ráðuneytisins að ágallar hafi verið í fundargerðum félagsins. Þeim ágöllum var hins vegar bætt úr um leið og þeir komu í Ijós og voru fundargerðir færðar sem láðst hafði að færa inn í fundar- gerðabókina. Allir stjórnarmenn utan eins hafa ritað undir þær fundar- gerðir." Segir líka í bréfinu að ekki sé ágreiningur meðal eigenda félagsins um skuldbindingar þess. „Innan bæjarstjómar Vestmannaeyja, sem er einn eigenda, hefur verið ágreiningur um einstakar ákvarðanir og hefur afstaða bæjarstjómarmanna tekið mið af skoðunum hvers og eins bæjarfull- trúa. Meirihluti bæjarstjórnar, sem einn eigandi Þróunarfélagsins, hefur ítrekað staðfest ákvarðanir og skuld- bindingar Þróunarfélags Vestmanna- eyja gagnvart samningsaðilum sínum þannig að ekki er deilt um meðal eigenda Þróunarfélagsins hverjar skuldbindingar félagsins era.“ Að lokum er bókhaldsmálið rakið þar sem stór hluti bókhaldsins tapaðist í meðför fyrrverandi framkvæmda- stjóra félagsins. Rakin er sagan og hvemig tókst að ná að rekja allar færslur til baka þannig að endur- skoðendur töldu fullnægjandi grein gerða fyrir öllum fjárreiðum ÞV. „Vestmannaeyjabær áskilur sér rétt til að tjá sig frekar um önnur atriði sem talin er þörf á að upplýsa ráðu- neytið frekar um við meðferð málsins." Undir bréfið skrifar svo Ingi Sigurðsson bæjarstjóri. Bréf bæjar- fulltrúa Vestmannaeyjalistans verður væntanlega lagt fyrir fund bæjarráðs nk. mánudag. Fengum ekki að sjá bréfið Stefán Jónasson bæjarfulltrúi Vest- mannaeyjalistans segir rangt að full- trúar þeirra hafi fengið að sjá bréfið áðuren það fór til ráðuneytisins. „Eins og bókað var á fundi bæjarráðs 3. febrúar sl. voru drögin send til yfir- lestrar en það er ekki rétt að við höfum fengið að sjá bréfið fullbúið áður en það fór í ráðuneytið." Andrés Sigmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður bæjarráðs segir það ekki rétt að bæjar- fulltrúar V-listans hali ekki fengið að sjá bréfið. „I fyrsta lagi fómm við vel yfir drög að bréfinu lið fyrir lið á bæjarráðsfundi 3. febrúar. Þá tókum við til greina margar athugasemdir frá fulltrúa minnihlutans. Hún bað um fundarhlé þá og fór fram til að hringja í ráðgjafa sína varðandi Þróunar- félagið, þannig að þau fengu svo sannarlega að koma sínu að. I öðm lagi þætti mér voða gott ef þau kæmu málum þannig fyrir að venjulegt fólk skilji hvert þau em að fara. Fyrst agnúast þau út í Þróunarfélagið og svo vilja þau endurvekja það. Núna senda þau sitt eigið bréf eftir að hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri í bréfi bæjarstjórans. Ég tel að Ingi Sigurðs- son bæjarstjóri eigi þetta ekki skilið frá fulltrúum minnihlutans." Ingi Sigurðsson staðfesti í samtali við Fréttir að bréfið var sent til Guð- rúnar Erlingsdóttur í gegnum tölvu- póst áður en það fór í félags- málaráðuneytið. Ingi lagði það fram með þeim breytingum sem komu fram á fundi bæjarráðs fyrr um daginn. Ingi sendi fjóruin bréfið kl. rétt rúmlega ellefu um kvöldið og þar á meðal á netfang Guðrúnar. Hún sagði að það hafi komið skýrt fram í bókunum í bæjarráði 3. febrúar s.l. að bæjaifulltrúar Vestmannaeyja- listans hefðu ekkert meira um bréfið að segja. „Það er rétt sem komið hefur fram að Ingi sendi bréfið til mín með tölvupósti milli kl. 23.00 og 24.00 á mánudagskvöldið. Við erum ekki á vakt allan sólarhringinn við tölvuna að kanna póst, enda hefði það engu máli skipt hvenær bréfið barst, það sem við erum að ósátt við er að tillit var tekið til sumra ábendinga frá V- listanum en ekki margra þeirra ábendingasem skiptu miklu máli. Við töldum það sjálfsagaðan rétt að fá að gera breytingar á bréfinu og fyrst veigamikil atriði að okkar mati voru ekki tekin til greina völdum við þann kost að senda það sem á vantaði til ráðuneytisins Hvort við sáum bréfið áður en það fór í ráðuneytið eða ekki skiptirengu, menn voru búnir að loka málinu f bæjarráði seinnipartinn á mánudaginn." Vel heppnuð Útivistarferð til Eyja: Gladdi mitt gamla Eyjahjarta hvað fólkið var ánægt -og margir vilja koma aftur hingað að sumri til, sagði Fríða Hjálmarsdóttir fararstjóri Tæplega sextíu félagar í Utivist komu í heimsókn til Eyja uni þar síðustu helgi. Fólkið kom með Herjólfi á fóstudegi og dvaldi hér fram á sunnudag. Haldið var í göngu um eyjuna á laugardeginum en fararstjóri var Fríða Hjálmars- dóttir, en hún er fædd og uppalin í Eyjum. Hópurinn var ánægður með dvölina hér og móttökurnar og Fríða segir þær stórkostlegar. „Félagar úr Svarta genginu tóku á móti okkur þegar við komum og keyrðu okkur og farangrinum á áfangastað. Gistiaðstaðan er mjög góð bæði hjá Ellu á Heimi og Hreiðrinu sem Sigurgeir og Rut reka, nánar tiltekið á Hrafnabjörgum við Hásteinsveg. Hópurinn gekk um eyjuna á laugardeginum, m.a. út á Skans þar sem Stafkirkjan og Landlyst voru skoðuð. Sumir fóru upp á Eldfell, það var misjafnt hversu langt fólk fór, allt eftir aðstæðum en veðrið hefði mátt vera betra. Það var samt allt í lagi og gaman að það skyldi vera snjór. Margir notuðu tækifærið og skoðuðu miðbæinn og það var góður rómur gerður að veitingastöðum í bænum, bæði Lantemu og Café Maríu." Hugmyndin að ferðinni hingað áttu Guðfinnur Pálsson, rekstrarstjóri Friða Hjálniarsdóttir, fararstjóri, segir félögum Útivistar frá atburðum sem tengjast Skanssvæðinu. A myndinni má einnig sjá Sigurstein Oskarsson en hann aðstoðaði Fríðu við leiðsögnina. Samskipa í Eyjum, en hann er fyrr- verandi framkvæmdastjóri Útivistar og Árni Jóhannsson, formaður félagsins. „Um kvöldið var frábært þorrablót en þetta er ljölmennasta blót sem ég man eftir frá því ég fór að ferðast með félaginu eða í um það bil tuttugu og fimm ár. Á sunnudeg- inum fórum við út í Kaplagjótu og skoðuðum Fiskhella og fleira. Það gleður mitt gamla Eyjahjarta hvað fólkið var ánægt og margir vilja koma aftur hingað að sumri til. Við hjá Útivist erum þakklát öllum sem tóku á móti okkur og^ ég vil sérstaklega nefna Sigurstein Oskarsson og Sigurð Georgsson sem skipulögðu gönguna með okkur og voru ómetanlegir f allri sinni aðstoð,“ segir Fríða en a.m.k. tvær ferðir verða famar hingað á vegum Útivistará næsta ári. Útivistarfélagar gengu um nýja hraunið og skoðuðu m.a. rústir húsa sem stóðu við Urðaveg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.