Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 13. f'ebrúai' 2003
Sumir stjórnarmenn í Eyverju
- og ég held meira að segja að þau viti ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyri
Framhaldsskólans, starfsmaður í Féló, nýlega sat hann sinn fyrsta bæjarstjórnarfunc
Jóhann Ólafur Guðmunds-
son er Eyjapeyi í húð og hár,
faðir hans er Guðmundur
Jóhannsson starfsmaður
Eyjaíss og móðir hans Mar-
grét Kjartansdóttir. Hann er í
sambúð með Valgerði Þor-
steinsdóttur og eiga þau eitt
barn, stúlkuna Maríönnu
Ósk sem er þriggja og hálfs
árs. Jóhann hefur í nógu að
snúast þessa dagana, hann
er formaður Nemendafélags
Framhaldsskólans, starfs-
maður í Féló og nýlega sat
hann sinn fyrsta bæjar-
stjórnarfund sem fulltrúi
Vestmannaeyjalistans. Hann
er formaður félags ungra
jafnaðarmanna og pólitíkin
tekur mikið af hans tíma.
Hann er evrópusinni og
hægri krati eins og hann
orðar það sjálfur.
Ég vill búa á litlum stað, eins og Vestmannaeyjum. Ég bjó í sjö ár í Reykjavík og ætli ég hafi ekki farið sjö sinnum í bíó. Ef manni langar
að fara að sjá eitthvað sem maður sér ekki hér þá fer maður bara ferð í bæinn, sem hér er með Valgerði konu sinni og dótturinni
Maríönnu Ósk.
Ólíkir skólar
Jóhann ílutti aftur til Vestmannaeyja
fyrir þremur árum eftir sjö ár á
höfuðborgarsvæðinu. A meðan hann
var í Reykjavík lærði hann forritun í
Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í
Hafnarfirði. „Þetta var mjög fínn skóli,
hann byggist svolítið upp á að gera
fólk klárt fyrir vinnumarkaðinn. Það
var farið djúpt í hin ýmsu forritunar-
mál, teknir þrír mánuðir í eitt for-
ritunarmál og það krufið. Þetta var
erfiður skóli og það var svolítið sjokk
að koma í Framhaldsskólann. í Tölvu-
skólanum fékk maður 700 blaðsíðna
doðrant, átti að lesa hann á einum og
hálfum mánuði og læra hann og ef
maður gerði það ekki, féll maður. Svo
kemur þú í Framhaldsskólann og þar
er allt svona „easy going" finnst
manni," sagði Jóhann.
Heimasíðugerð
Hann hefur haldið úti tveimur vef-
síðum undanfarið, önnur er rusl.is þar
sem meginefnið eru fréttir af vit-
lausum Ameríkönum eins og hann
orðaði það. „Hún er reyndar að líða
undir lok enda hefur maður ekki orðið
tíma til að sinna henni. xtreme.is er
svo hin síðan. Xtreme.is er bara vefur
fyrir mig. Ég gerði heimasíðu fyrir
Framhaldsskólann og er að vinna
heimasíðu fyrir Harðviðarval í
Reykjavík, sem heitir parket.is.
Xtreme er í raun og veru bara sýn-
ingarsvæði fyrir það sem ég er að
vinna að.“
Reyndir þú að fá vinnu við forrítun í
Vestmannaeyjum þegar þú komst til
baka?
„ Já, ég gerði það en það er í raun og
veru ekkert fyrirtæki sem er í hug-
búnaðarvinnslu í Vestmannaeyjum.
Það var hugbúnaðardeild í Tölvun en
það er ekki lengur að ég held,“ sagði
Jóhann og bætti við að hann líti á
forritun sem framtíðarstarf. „Ég er svo
sem ekki bjartsýnn á að fá vinnu hér
en ég ætla mér hins vegar að koma
aftur eftir nám en ég stefni á tölvunar-
fræði, ég finn mér þá eitthvað að
gera.“
Lítil þáttaka nemenda í
félagslífínu
Þú ert fonnaður Nemendafélagsins, er
mikið um að vera ífélaginu?
„ Það er alltaf rey nl að hafa eitthvað
að gera, það er einu sinni svo að nem-
endum fer fækkandi og krakkarnir
hafa ekki mikla peninga á milli
handanna og þau líta í hverja krónu.
Það eru færri í Nemendafélaginu núna
en hefur verið síðustu ár. Þannig að
hendur okkar eru svolítið bundnar
vegna peningaskorts. Það hefur verið
gríðarlegt tap á öllum böllum og okk-
ur finnst það gott ef við töpum innan
við 50 þúsund kalli.“
Eru krakkarnir þá ekki að taka þátt í
því sem boðið er upp á?
„Það er mjög misjafnt en það
virðist vera einhver lægð núna. Við
höfum reynt að hafa videókvöld sem
hafa gengið misjafnlega, sýndum
enska boltann á kvöldin og þegar mest
var mættu fimm.“
Jóhann bætti við að hann teldi samt
andrúmsloftið í skólanum gott. „Það
er rosalega mikið af krökkunum í
handbolta og íþróttum almennt.
íþróttir taka rosalegan tíma og ég er
ekki að segja að það sé slæmt. Við
erum alltaf að reyna að gera eitthvað
fyrir hina líka, þá sem eru ekki í
íþróttum."
Nú er opin vika á nœstwmi í skól-
anum, livað verður helst á döfimni?
„ Það verður aðallega undirbúningur
fyrir árshátíðina, það er í raun og veru
ekki lengur hægt að tala um opna viku
enda eru þetta bara tveir dagar. Það
væri frekar að tala um opna daga. Við
verðum með útvarp sem er reyndar
byijað, er frá sex til tíu, stundum ellefu
á kvöldin á 104,7. Það verður svo
allan daginn í kringum opnu dagana,
svo verður blaðahópur og skreytinga-
hópur sem sér um að setja upp þema
árshátíðarinnar."
Ekkert vit í að bera okkur
saman við MR
Nú varst þú í Iðnskólanum í Hafnar-
firði, hvernig er Framhaldsskólinn í
Eyjum samanborið við hann?
„Framhaldsskólinn erekki síðri, við
verðunt að bera okkur saman við
sambærilega skóla. Það er ekkert vit í
að bera okkur saman við Versló og
MR. Þetta er ekki einu sinni eins og
að bera saman epli og appelsínu. FIV
á mikla möguleika og það er vel hægt
að stækka skólann. Kennaramir eru
alveg nógu góðir og margir metn-
aðarfullir og á meðan það er til staðar
er skólinn í ágætis málum. Hins vegar
er skólinn í ákveðinni hættu, hann er
orðinn svo lítill og ég held að með
tilkomu samræmdra prófa á fram-
haldsskólastigi versni ástandið í
skólum úti á landi. Ef við tökum aftur
Versló, MR og FÍV, það er ekki hægt
að bera þetta saman í samræmdum
prófum, þetta eru svo ólíkir skólar,
þeir vinna ekki einu sinni eftir sömu
námskrá. Það er spuming hvað er
verið að gera, ætlar menntamála-
ráðherra að útdeila peningum eftir því
hvemig skólamir koma út?
Þú situr í skólamálaráði fyrir Vest-
mannaeyjalistann, ftnnst þér eðlilegt
að það séu tvœr yfirstjórnir yfir
grunnskólum bœjarins, eru Vest-
mannaeyjar það stórar að það þurft?
„Nei, mér finnst það reyndar ekki,
tel að það sé vel hægt að spara í
þessum málaflokki. Hins vegar em
skólastjóramir báðir alfarið á móti
þessum hugmyndum og eitthvað af
kennurunum líka. Skólamir taka til
sín um 40% af heildarútgjöldum
bæjarsjóðs, þ.e. leikskólamir og
grunnskólamir. Það hafa komið fram
hugmyndir um þessi mál og gott ef
ekki var gerð skýrsla um kosti og galla
þess fyrir einhverju síðan.“
Sit beggja vegna borðsins
Nýlega kom út skýrsla um vímuefna-
notkun ungs fólks, hefur þú eittlivað
kynnt þérhana?
„Ekki nógu mikið til að tjá mig urn
hana. Ég sit reyndar beggja vegna
borðsins í þessu máli, er að vinna uppi
í Féló þar sem reynt er að leiða
unglinganna frá öllu rugli og svo á
sama tíma stend ég fyrir balli fyrir
hönd Nemendafélags Framhalds-
skólans."
I skýrslunni kemurfram að um fjörtíu
prósent unglinga segist drekka einmitt
inni á þessum böllum, það er nú varla
gott til afspumar?
„Það er erfitt að tjá sig um þetta.
Ég veit til þess að krakkar neyta ekki
áfengis inni á böllum hjá okkur. Það
verður að líta til þess að það em ekki
vínveitingar á böllum hjá okkur þó
húsið hafi vínveitingaleyfi. Ég held að
krakkamir haldi að þetta séu vínveit-
ingaböll. En við reynum að fara að
settum reglum og leitum í öllum
töskum. Ég, persónulega nenni ekki
að vera í slag við sýslumann eftir
hverja helgi og með lögregluna á
bakinu. Það fréttist af einhverri
vitleysu á fyrsta ballinu og eftir það
hefur verið tekið virkilega strangt á
hlutunum."
Blendnar tilfínningar varð-
andi flutning í Týssheimilið
Er Féló mikið sótt?
„Ekki nóg, það þyrfti að vera meira.
Við vinnum þama fjögur og Sigþóra
Guðmundsdóttir stjómar. Það er
margt í boði og fyrir áramót vomni
við t.d. með smiðjuhelgi þar sem
komu saman fatahönnunar- og Ijós-
myndahópur og ég kenndi heima-
síðugerð, það var mjög skemmtilegt
og krakkamir skemmtu sér vel.“
Hvemig líst þér á hugmyndirnar um
að flytja þessa staifsemi upp í
Týsheimili?
„Bæði vel og illa. Er húsið miklu
hentugra? Það er úti í hrauni, myrkur
allt í kring og það er einmitt við þær
kringumstæðum sem einelti og fleira
þnfst. Svo er staðreynd að meirihluti
þeirra sem em í Féló eru nemendur í
Bamaskólanum. Éég óttast að það að
þurfa að labba upp í Týsheimili verði
til þess krakkar úr Bamaskólanum
hætti að koma og krakkar úr Hamars-
skóla komi meira þama inn. Þetta er
ekki slæm þróun en mér finnst
staðsetning Féló eins og hún er í dag
vera betri. Það er hins vegar mjög
gott að í Týsheimilinu verður Féló
ekki uppi á þriðju hæð og bundið af
samstarfi við Leikfélagið og Bíóið. Nú
er t.d. ekki hægt að hafa opið á
fimmtudögum út af Bíóinu. Þegar
leikfélagið er með sýningar er lokað
nánast alla vikuna. Ég er reyndar á
móti því að IBV taki þetta yfir. Ég vil
að bærinn sjái um þetta.“
Nú hefiir þú komið að áhugahóp um
mermingarhúsfyrir imglinga, hvemig
standa þau mál núna?
„ Það má segja að við séum komin á
byijunarreit, emm aftur farin að skoða
húsið sem við byijuðum á. Við emm
búin að skoða mörg hús sem hefur í
sjálfu sér verið lærdómsríkt. Ég hefði
viljað koma meira að málinu en ekki
haft tíma. Mest hefur þetta lent á
Berki í Bankanum og Selmu
Ragnarsdóttur sem hafa staðið sig
feikilega vel í þessu. Börkur er pen-
ingamaðurinn í hópnunt og það hefur
verið geysilega gott að hafa hann með
í þessu. Ég er nokkuð bjartsýnn á að
þetta verði að vemleika. Ég held að
við höfum aldrei verið ósammála þó
við séum pólitískir andstæðingar."