Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 13. febrúar 2003
Tillaga fvö að aðalskipulagi Vestmannaeyja:
Horft til fortíðar, nútíðar og framtíðar
milli suðureyjarinnar og Eldfellshrauns og miðbæjar Nýi vegurinn liggur austan við Höfðaveg og nær að Hábæ.
Eins og fram kom í síðasta
blaði er aðalskipulag Vest-
mannaeyja 2002-2014, til-
laga númer tvö, nú til
kynningar í Safnahúsinu og
hjá tæknideild í húsi Bæjar-
veitna. Frestur til að skila
athugasemdum er til 1. mars.
Skipulagið nær nánast yfir allt
er viðkemur byggð og búsetu
í Eyjum og eru nokkur atriði
kynnt hér.
Markviss beitarstýring
I kafla, sem ber heitið gróðurfar, segir:
Markviss beitarstýring verði á öllum
afréttum á Heimaey og úteyjum í
samvinnu við Landgræðslu ríkisins.
Beit á uppgræðslusvæðum verði tak-
mörkuð. Ofbeit verði fyrirbyggð.
Beitarfriðun verði í Ofanleitishrauni,
Hafursdal við Ofanleitishamar, Helga-
felli, Eldfelli og Haugasvæði. Upp-
græðsla á vikursvæðum fari fram
samkvæmt áætlunum Vestmannaeyja-
bæjar og Landgræðslu ríkisins.
Skógræktarsvæði verði í Helgafells-
dal, norðvesturhluta Eldfellshrauns og
í brekkunni austan við Austurbæinn.
Hestamenn í Dölum
Félagssvæði hestamanna verði í
Dölum, enda geti allir eignast hlut í
eigendafélagi svæðisins. Þar verði
reiðhringur, áhorfendasvæði og hest-
hús. Golfvöllur Vestmannaeyja verði
þar sem hann er, á svæði sem nær inn
í Herjólfsdal, norðan og vestan við
Hamarsveg. Hátíðarsvæði og almennt
útivistarsvæði verði í Herjólfsdal.
Tjaldsvæði verði í Herjólfsdal skv.
deiliskipulagi.
Leikvangur fyrir frjálsar
íþróttir
Knattspyrnuleikvangur, æfingavellir
og vallarhús verði á félagasvæðunum
við Hástein þar sem þessi aðstaða er
nú. Þar verði einnig leikvangur fijálsra
íþrótta og íjölnota íþróttahús. Skot-
æfingasvæði verði milli Haugasvæðis
og Páskahrauns, sunnan við Eldfell.
Vélhjólasvæði verði í Eldfellshrauni.
milli Prestavíkur og athafnasvæðisins
á gamla hraunhitasvæðinu. Skáta-
svæði verði í krikanum sunnan og
vestan við brautir Vestmannaeyja-
flugvallar þar sem Skátastykkið er nú,
félagshús og útisvæði. Garðlönd verði
sunnan við Skátastykki. Um þau verði
stofnað sérstakt félag sem setji reglur
um svæðið.
Skálar úteyjafélaga verði áfram þar
sem þeir eru, þrátt fyrir hverfisvemd
enda nýtast þeir sem björgunarskýli.
Hús og miðbær vemduð
Tillögur eru um að gerð verði
heildarskrá yfir fomleifar í Eyjum í
samráði við Fomleifavemd ríkisins.
Byggðasafnið verði eflt til samstarfs
við aðrar stofnanir um menningar-
tengda ferðaþjónustu og til þess að
hafa umsjón með söguminjum og
fomleifum á fornleifaskrá, viðhaldi
þeirra og vemd. Lagður verði gmnd-
völlur að vemdarstefnu fyrir hús og
hverfi í miðbænum með bæjar- og
húsakönnun.
Bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því í
samvinnu við eigendur fiskvinnslu-
húsa milli Strandvegar og Tangagötu
að húsunum verði fundið nýtt hlut-
verk. Tekið verði undir tillögu
menntamálaráðherra um menningar-
hús í Vestmannaeyjum og að stað-
setning þess verði í nánum tengslum
við miðbæ og hafnarsvæðið. Nánari
staðsetning í tillögu 3.
Nýr vegur
Eins og fram kom í síðasta blaði er
gert ráð fyrir að nýr vegur verði lagður
milli Stórhöfðavegar við Olnboga og
Dalavegar við Hábæ, í tillögum
nefndur Olnbogavegur til hægðar-
auka, og opni leið milli suðureyjunnar
og Eldfellshrauns og miðbæjar og létti
umferð af Höfðavegi, Sú-embugötu og
gatnamótum við Kirkjuveg og
Heiðarveg. Dalavegur verði færður
austur fyrir Strembugötu í Löngulág
og tengdur Kirkjuvegi ofan við
Landakirkju.
Strembugata ekki lengur
tengibraut
í tillögunum kemur fram að um-
ferðarkerfi Vestmannaeyjabæjar verði
með þremur götuflokkum samkvæmt
skipulagsreglugerð, tengibrautum,
safnbrautum og húsagötum.
Tengibrautir verða: Strandvegur,
Skansvegur, Kirkjuvegur, Hlíðar-
vegur-Dalvegur- Hamarsvegur-Stór-
höfðavegur, Hraunhamar, Hraunveg-
ur, Olnbogavegur, Dalavegur, Fella-
vegur og Eldfellsvegur. Af tengi-
brautum er Olnbogavegur nýr.
Kirkjuvegur er ekki stofnvegur sam-
kvæmt skilgreiningu Vegagerðar
ríkisins en þyrfti að verða það í
framhaldi af staðfestingu aðalskipu-
lagsins. Strembugata verður ekki
lengur tengibraut heldur húsagata.
Safnbrautir verða: Helgafellsbraut,
Skólavegur, Heiðarvegur, Höfða-
vegur, Illugagata, Ofanleitisvegur,
Bessahraun, Foldahraun, Áshamar og
Búhamar. Gert verði ráð fyrir göngum
frá Eyjum til lands, inn úr Botni, sem
yrði fjórði götuflokkurinn, stofnbraut.
Stígar
Gangstígur liggi frá Nausthamars-
bryggju, framhjá Skansi, um hraun-
brúnina meðfram bænum og úl suðurs
um trjáræktarsvæði í vesturhlíðum
Eldfells. Hann tengist gönguleiðum
um Eldfellshraun suður á eyju og
gönguleiðum upp á milli Fella. Þessar
gönguleiðir tengjast nýjum stíg sem
fer fyrir austurenda flugbrautar og
tengist stígum og gönguleiðum á
suðureyjunni. Gangstígur meðfram
Hamarsvegi (Stórhöfðavegi) liggi frá
Hraunhamri áfram til suðurs með
tengingum við stíga og gönguleiðir
sunnar og austar á eyjunni. Stígurinn
liggi til norðurs frá Hraunhamri
meðfram Hamarsvegi að Dalvegi og
meðfram honum inn í Herjólfsdal.
Utan þéttbýlis verði gangstígar líka
reiðstígar sem hestamönnum verður
heimilt að ríða um einhesta. Nánari
lýsing og lega verði hluti 3. tillögu.
Útgrafin hús
I skógræktarsvæði í brekkunni austan
við Austurbæinn verði hverfisvemd-
arsvæði þar sem grafin verða út hús úr
vikurskriðunni frá því í gosinu 1973.
Hverfisvemdin á við útgrafin hús.
Utgröfturinn fari þannig fram í sam-
starfi Byggðasafns Vestmannaeyja og
Fomleifavemdar ríkisins að al-
menningi gefist tækifæri til þess að sjá
ffv»l«finnuimúteyjum
I hraunkantinum norðan Vestmanna-
brautar verði hverfisvemdarsvæði þar
sem rústir íbúðarhússins Blátinds
standa í dag. Hverfisvemdin verði í
samstarfi Byggðasafnsins og Fom-
leifavemdar ríkisins og aðgengileg
almenningi. I samvinnu umhverfis-
nefndar og skipulags- og bygginga-
nefndar Vestmannaeyja og Náttúm-
stofu Suðurlands verði settar reglur
fyrir hverfisvemdun í úteyjum.
Reglumar verði hluti af 3. tillögu að
aðalskipulagi. Á skipulagstímabilinu
verði í samstarfi sömu aðila og Nátt-
úruvemdar ríkisins gerðar úllögur um
friðlýsingu úteyja skv. náttúm-
vemdarlögum. Sett verði reglugerð
sem lýsi sérkennum svæðisins,
tilgangi friðunar og umgengni við
náttúra eyjanna. Hefðbundnar
landnytjar verði áfram heimilar en
umferð takmörkuð á varptíma og
skotveiði bönnuð.