Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. febrúar 2003 Fréttir 9 Námsgagnastofnun gefur út verkefni Bergþóru Þórhallsdóttur: Bókmenntir fyrir börn auð- lind sem nýta má í skólastarfi -segir í umsögn stofnunarinnar en Sagan af bláa hnettinum er lögð til grundvallar Bergþóra Þórhallsdóttir, kennari og nýráðinn forstöðumaður VISKU, hefur undanfarin ár unnið að þróun kennsluverkefnis fyrir Veraldarvefinn. Um er að ræða verkefni tengd barnabókmenntum. „Hugmyndin vaknaði þegar ég var að lesa bókina. Sagan af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason," sagði Bergþóra sem hefur svo þróað verkefni tengt bókinni. Nú er svo komið að Námsgagnastofnun hefur ákveðið að gefa þetta út. „Meginmarkmið mitt með útgáfu verkefnisins er að koma á framfæri aðferð sem gefur tilefni til fjölbreytni og er skemmtileg bæði fyrir kennara og nemendur. Þessi aðferð er áhuga- hvetjandi fyrir lestur og gott tækifæri til að kenna bömum að vinna saman í hópi,“ sagði hún og bætti við að viðfangsefni lífsleikni væm oft erfið í kennslu og geti einnig verið viðkvæm einstökum nemendum. Það getur því auðveldað vinnuna að koma með sögu þar sem lík viðfangsefni eru uppi á teningnum eða kalla fram umræðu um.“ Bergþóra er með fleiri bækur og verkefni tengd þeim á borðinu hjá sér. Þær em Blíðfinnur eftir Þorvald Þorsteinsson og Jón Oddur og Jón Bjami eftir Guðrúnu Helgadóttur. Eg hef nýlokið síðari hluta sögunnar um þá bræður sem heitir Meira af Jóni BERGÞÓRA. Oddi og Jóni Bjama.“ Bergþóra segir að strax, þegar hún reyndi hugmyndina í kennslu fyrir tveimur ámm með Guðrúnu Snæ- bjömsdóttur fyrrverandi samkennara sínum, hafi stefnan verið tekin á Þjóð- leikhúsið þar sem var verið að sýna leikritið um Bláa hnöttinn. „Við fómm með bekkina okkar í eftirminnilega dagsferð til höfuðborg- arinnar um vorið. Við gengum um miðborgina, fómm á Austurvöll, sáum Alþingishúsið, gengum í gegnum Ráðhús Reykjavíkur, heilsuðum fuglunum við Tjömina og þaðan fómm við upp að Þjóðleikhúsinu. Bömin vom til fyrirmyndar og vom full tilhlökkunar í ferðinni að fá að sjá leikritið sem þau höfðu lesið svo mikið um og unnið verkefni í tengslum við. Þau vom til dæmis fyrirfram búin að gera sér í hugarlund hvemig ýmis atriði yrðu sviðsett og spáðu til dæmis mikið í það hvemig mætti framkvæma einstök atriði. Svo var unnið úr sýningunni þegar heim var komið og velt upp ýmsu sem þau höfðu orðið vitni að. Mér finnst persónulega að böm í kringum 10 ára aldurinn eigi að fá að fara í að minnsta kosti eina slíka menningarferð. Við fómm í heimleiðinni að Seljalands- fossi, en eins og allir vita er hvergi foss í Vestmannaeyjum. Og svo var það punkturinn yfir I-ið þegar við fengum að fara í fjjósið á Seljalandi og skoða þar nautin, kálfana og kýmar, en við hittum akkúrat á mjaltatíma. Hundinum á bænum líkaði að minnsta kosti heimsóknin vel og fólkið á bænum var einstaklega elskulegt. Þau gáfu krökkunum kókómjólk í femu svona til að minna þau á hvaðan hún er komin. Svona ferðir em einstakar í mínum augum og ég held að bömin hafi lært mjög margt sem situr síðan eflaust eftir í kollinum á þeim þegar til lengri tíma er litið. Eg vil koma á framfæri kæru þakklæti til Guðrúnar samkennara, en hún á stóran þátt í því að mér tókst að hrinda þessari hugmynd minni í framkvæmd. Þá áttu foreldramir einnig stóran þátt í því með mjög góðri samvinnu." Verkefnið hefur verið kynnt í skól- um í Reykjavík og í Garðabæ og segir Bergþóra að það geti nýst jafnt í leik- skólum og gmnnskólum. „Verkefn- inu hefur verið vel tekið," sagði Bergþóra. í samningi við Námsgagnastofnun segir m.a. að bókmenntir fyrir böm séu auðlind sem nýta má í skólastarfi á ljölbreyttan og skemmtilegan hátt. Valin hefur verið bókin Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem gefið hefur leyfi fyrir notkun bókarinnar með þessum hætti. Um er að ræða efni ætlað kennurum til útprentunar af vef (pdf). Bókin liggur til gmndvallar kennslunni, valin verða sérstök atriði úr henni og þau tengd mismunandi námsgreinum með fjöl- breyttum verkefhum. Verkefni verða í eftirtöldum greinum: íslensku, lífs- leikni, myndmennt, náttúmfræði, stærðfræði og upplýsinga- og tækni- mennt. Jón Hauksson skrifar: Glöggt er gests augað í Fréttum þann 9. febrúar sl. er viðtal við Hjálmar Ámason, al- þingismann, um samgöngumál. Þar er höfð eftir honum setning sem vakið hefur mikla athygli: „Vinnubrögðin í kringum þetta mál eru með því undarlegra sem ég hef kynnst. Ef Vest- mannaeyja- bær hefur verið rekinn með slíkum að- ferðum síðustu árin fer margt að skýrast í mínum huga um vanda Vestmannaeyja." Nú er það svo að við síðustu bæjarstjómarkosningar var meiri- hluti bæjarbúa á sama máli og felldi meirihluta íhaldsins í Vestmanna- eyjum. En þá bar svo undarlega við að efsti maður á þeim lista sem borinn var fram undir merkjum Framsóknarflokksins gekk til sam- starfs við hinn fallna meirihluta og framlengdi þannig líf þessara vinnubragða. Aðeins örfáir þeirra framsóknar- manna, sem ég hefi rætt við mæla þessu bót, enda við allt öðm búist. Er því von að spurt sé um hugs- anlegar orsakir þessa ófamaðar og undrun hjá fleirum en Hjálmari Ámasyni. Jón Hauksson. Almennt hafa íslensk vegabréf verið tekin gild -hvort sem um er að ræða almennt- eða neyðarvegabréf, segir sýslumaður Samkvæmt upplýsingum hjá Sýslu- mannsembættinu eru almcnn vegabréf genn út af Utlendinga- stofnun og tekur afgreiðsla þess yfirleitt um tíu virka daga. Almennt vegabréf kostar fjögur þúsund og sex hundruð krónur en á Útlendingastofnun er unnt að fá hraðafgreiðslu vegabréfs sem tekur eina klukkustund. Þá er kostn- aðurinn m'u þúsund og tvö hundruð krónur. í Vestmannaeyjum er þessi hrað- afgreiðsla algjörlega háð póstsam- göngum og tekur oftast fjóra daga. Senda þarf mynd og undirskrift af viðkomandi til Útlendingastofnunar og til baka aftur. Umsækjendur sem em að flýta sér geta sjálfir nálgast vega-bréfm hjá Utlendingastofnun í Reykjavík ef þeir geta og þá er unnt að stytta þennan tíma um 2 til 3 daga. Neyðarvegabréfin em gefin út af lögreglustjómm um allt land og em ætluð þeim sem ekki geta beðið eftir hinni almennu afgreiðslu, en mönnum er alltaf ráðlagt að reyna að útvega sér almennt vegabréf ef mögulegt er. Neyðarvegabréf kostar 2300 krónur og er gefið út á staðnum og gildistími getur verið allt að 12 mánuðir. Vegna þeirra vandræða sem áhöfnin á Hugin VE 65 lenti í á dög- unum í Rússlandi var haft samband við Karl Gauta Hjaltason, sýslumann, og hann spurður álits á málinu. „Almennt hefa íslensk vegabréf verið SÁRALÍTILL munur á vega- bréfunu nema að venjuleg vegabréf eru 34 síður en neyðarbréfln eru átta síður. tekin gild, hvort sem um er að ræða almennt- eða neyðarvegabréf. I sumum löndum kannast yfirvöld við alls kyns vandræði sem skapast geta á landamærum, en þessi vandræði er ekki unnt að rekja til þess hvemig þessi vegabréf eru úr garði gerð, heldur eru þetta heimatilbúin vandamál íhverju landi eðajafnvel á einstökum landamærastöðvum. Það hefur þá ekki hjálpað til að einn hópur hefur framvísað tveimur mismunandi tegundum fullgildra vegabréfa og þeir hafa þá líklega hengt sig á það. Vandamálið er ekki hjá íslenskum stjómvöldum, heldur er vandamálið Rússa megin." segir Karl Gauti. „Eg ráðlegg fólki að fá sér almennu vegabréfm ef nokkur möguleiki er á því og huga að þessum málum í tíma, sérstaklega ef ferðinni er heitið til landa utan Schengen og þá sérstaklega til gömlu austantjaldsríkjanna. Tfm- inn sem tekur að útbúa þessi skírteini markast einungis af póstsamgöngum, það tekur I til 2 daga að senda póst frá Eyjum til viðtakanda í Reykjavík og sama til baka og svo fer það eftir því hvenær dags bréf er póstlagt hvort unnt er að stytta þennan tíma, en hann getur ekki orðið styttri en 2 til 3 dagar, það hljóta allir að sjá.“ sagði Karl Gauti að lokum. Samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingastofnun em öll vegabréf nema neyðarvegabréf gefin út þar. Stofnunin vinnur samkvæmt lögum frá Alþingi en tíu daga frestur á afgreiðslu almennra vegabréfa er til þess að landsmenn sitji allir við sama borð. Það þýðir að hvort sem menn búa í Reykjavík eða á Suðureyri, tekur afgreiðsla almennra vegabréfa tíu daga. Á þessu svæði gæti verið heitt vatn og eru áætlaðar tilraunaboranir. Hitaveitusvæði austan Helgafells? Samkvæmt aðalskipulagi, annarri, tillögu, er gert ráð fyrir að hita- veitusvæði sé að finna milli gígaraða sunnan Eldfclls og Helgafells. Þessar upplýsingar eru mjög athyglisverðar sér í lagi ef hægt er að nýta jarðvarma til að hita upp hús Vestmannaeyinga í framtíðinni. Friðrik Friðriksson, veitustjóri Hitaveitu Suðumesja hf, segir að hjá Hitaveitu Suðumesja hf. hafi verið unnið að því að útbúa jarðfræðikort af Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið unnið jarðfræðikort af Eyjum fyrr þannig að skýrslan er afar fróðleg. „Sérstaklega er athugað með spmngur og við sjáum hvemig þær liggja á þessu svæði og vonumst til að þar sé heitt vatn að finna. Það er í burðarliðnum að bora þama en það liggur ekkert fyrir ennþá,“ sagði Friðrik.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.