Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. febrúar 2003 Fréttir 11 m hafa ekki hundsvit á pólitík r í mörgum málum, segir Jóhann Ólafur Guðmundsson, formaður Nemendafélags sem fulltrúi Vestmannaeyjalistans og formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Eyjum -Ég íhugaði lengi að ganga í Eyverja þar sem það var eini pólitíski vettvangurinn í Eyjum. En SUS, samband ungra sjálfstæðismanna vill helst leggja niður LIN, hækka skólagjöld við Háskóla Islands, ég er svo á móti þessum tveimur hlutum að ég gæti ekki verið í Eyverjum, segir Jóhann. „ Já, við hefðum átt að ráðast meira á Framsókn en við létum þá vera og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Ég held að fylgi þeirra hafi verið mikið óánægðir sjálfstæðismenn og eitthvað hefur fylgið verið út af Bæjarveitumálinu. Éger sjálfur lengra til hægri en margir sem eru með mér, það á að selja fyrirtæki eins og Bæjarveitur. Grund- vallarstefna Fram- sóknarflokksins er að halda utan um landbúnaðarkerfið. Ég er alfarið á móti landbúnaðarkerfinu eins og þaðerídag. Viðemmað eyða um 14 milljörðum í beina og óbeina styrki til landbúnaðar á ári og á sama tíma em afurðir þeirra það dýrasta sem við kaupum út í búð. íhugaði lengi að ganga í Eyveija Hvenœr byrjaðirþú að hafa áhuga á pólitík? „Ég hef fylgst með pólitfk ansi lengi. Hún tók við þegar maður hætti að hlusta á þungarokk þrettán til fjórtán ára og fór að fylgjast með því sem var að gerast í kringum mann. Jón Baldvin hefur alltaf verið átrúnaðar- goðið. Ég hafði reyndar aldrei tekið þátt í pólitísku starfi fyrr en ég flutti hingað aftur árið 2000,“ sagði Jóhann og bætti við að þá hafi hann viljað fara að taka þátt í stjómmálum. „Mér fannst eins og ég gæti gert eitthvað, það er grundvöllurinn held ég fyrir því að þú farir í pólitískt starf. Eg íhugaði lengi að ganga í Eyverja þar sem það var eini pólitíski vettvangurinn í Eyjum. En SUS, Samband ungra sjálfstæðismanna, vill helst leggja niður LÍN, hækka skólagjöld við Háskóla Islands sem ég er á móti. Ég átti því ekki erindi í Eyverja." Hafa Eyverjar tekið undir með SUS? „Þeir em í SUS, þetta em ályktanir af landsþingi þess og þar hafa Eyverjar væntanlega verið með full- trúa. Svo er ég líka á móti einka- væðingu í mennta- og heilbrigðis- geiranum sem Sjálfstæðismenn hafa verið að reyna að koma á. Það var reynt í Hafnarftrði að einkavæða grunnskólann. Það misheppnaðist hrapallega.“ Kom þá bara eitt til greina í Eyjum, Vestmannaeyjalistinn, reyndar tvennt í dag eftir að Framsóknarflokkurinn kom aftur fram? „Framsóknarflokkurinn kom aldrei til greina, það er alveg klárt.“ Afhverju? „Framsókn er gamall landbúnaðar- flokkur og er ennþá, ég skil ekki hvar Framsókn fær fylgi í litlu sjávarþorpi. Framsókn hefur alltaf verið föst í að hugsa um velferð bænda og á meðan Guðni Ágústsson er til staðar verður það svo. Halldór hefur reynt að sækja fylgi til ungs fólks með umræðu um ÉSB en það finnst mér ekki virka hjá honum.“ Kom þér á óvart árangur þeirra í bœjarstjómarkosningunum? „ Já, við hefðum átt að ráðast meira á Framsókn en við létum þá vera og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Ég held að fylgi þeirra hafi verið mikið óánægðir sjálfstæðismenn og eitthvað hefur fylgið verið út af Bæjarveitumálinu. Ég er sjálfur lengra til hægri en margir sem eru með mér, það á að selja fyrirtæki eins og Bæjarveitur. Gmnd- vallarstefna Framsóknarflokksins er að halda utan um landbúnaðarkerfið. Ég er alfarið á móti landbúnaðar- kerfinu eins og það er í dag. Við emm að eyða um 14 milljörðum í beina og óbeina styrki til landbúnaðar á ári og á sama tíma em afurðir þeirra það dýrasta sem við kaupum út í búð.“ Skemmti mér vel í kosningabaráttunni Ertu evrópusinni? „ Já, ég er mikill Evrópusinni en ég er einangraður í stjórn Ungra jafn- aðarmanna Eyjum. Það er töluvert minna um það að menn úti á landi séu evrópusinnar. Það er mikil hræðsla við sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Ég vil að Samfylkingin fari í aðildarviðræður við Evrópusam- bandið ef flokkurinn kemst í ríkis- stjóm. Og leggja svo samninginn undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Kost- imir em svo margir við aðild," sagði Jóhann og greinilegt var á röksemda- færslu hans að þar fer maður sem hefur sett sig vel inn í kosti og galla aðildar.“ Hvemig reynsla var kosningabar- áttan? „Þetta var rosalega gaman, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel. Ég myndi benda öllum á að taka þátt í svona starfi.“ Nú var haldið málþing ungsfólks um daginn í Ásgarði, þú mœttir þar, hvemigfannst þér umrœðan ? „Fundurinn snerist um jarðgöng. Það er ekkert hægt að vera á móti jarðgöngum. Ég er fylgjandi því að skoða þessi mál. Ég held samt sem áður að þetta sé ekki raunhæfur kostur á meðan göng kosta 18 milljarða. Ég kom með smá komment á fundinum, fór reyndar aðeins með rangt mál og ég var gjörsamlega jarðaður. Guðjón Hjörleifsson, sem er nú töluvert eldri en 35 ára, gagnrýndi mig harðlega, hann er reyndur pólitíkus Ég viður- kenni það en ég varð ekkert sár eftir þetta. Set bara spumingamerki við hvað hann var að gera á fundi ungs fólks.“ Rödd Vestmannaeyja heyrist lítið á Alþingi Vestmannaeyjalistinn er kosninga- bandalag en margir setja sama- semmerki á milli V-listans og Sam- Jylkingarinnar og þá sérstaklega eftir að Lúðvík Bergvinsson tók við forystulilutverki hjá ykkur, er þetta Samjylkingin? „V-listinn er kosningabandalag, Stefán Jónasson er til dæmis Fram- sóknarmaður. Hvaðan hann fær svo þessar bændahugmyndir veit ég ekki, ég hef oft spurt hann af því. Hann segir að flokkurinn sé breyttur en ég vil ekki trúa því. Framsókn er bænda- flokkur.“ Hvemig líst þér á Ingibjörgu Sólrúnu? „Hún er líklega eina ógnin við Davíð Oddsson. Hún hefur breyst mikið á síðustu ámm. Hún var mikill feministi en ég er ekki á þeirri línu.“ Ertu sammála henni um að rödd Reykjavíkur heyrist ekki nóg inni á Alþingi? „Nei, ég held að ég geti ekki verið sammála því.“ Finnst þér rödd Vestmannaeyja heyrast nóg? „Nei, hún heyrist lítið og ef hún heyrist þá er það fyrir afar daufum eyrum stjómarþingmanna. Lúðvík, sem er eins og er, okkar eini þing- maður hefur staðið sig vel í mörgum málum sem snúa að ungu fólki. Má m.a. nefna lög um ábyrgðarmenn sem em einsdæmi í vestrænum heimi. Hann kom með tillögu um smíði á nýjum Herjólfi sem Sjálfstæðis- flokkurinn í Vestmannaeyjum er algjörlega á móti að því er fram kom á málefnaþingi ungs fólks. Kom það fram hjá verðandi þingmanns flokksins þrátt fyrir að þetta atriði hafi verið á stefnuskrá flokksins fyrir sveitarstjómarkosningar. Ég sagði þar, að það hafi eflaust verið og sé draumur allra að fá jarðgöng. Þá var ég spurður að því hvort Lúðvík eða ég væri talsmaður flokksins. Ég get ekki litið svona á málið ég er inni á því að gera landið allt að einu kjördæmi og þá myndi þessi karamellupólitík, sem er oft ráðandi hjá mönnum, hverfa. Það hefur heyrst eitthvað smá um samgöngumál á þingi en samgöngu- nefndin sem ráðherra skipaði, sem Gaui bæjó og Arnar Sigurmundsson sitja í, hefur ekkert látið í sér heyra. Þeir hafa fundað í marga mánuði og það kemur ekkert út úr því eftir því sem maður heyrir. Vestmannaeyingar verða að sameinast um ákveðna lausn, hvað við getum gert í dag og vinna svo að framtíðarlausn.“ Nú hefur ungliðastarf innan V-listans verið lítið sýnilegt, þið emð nýbúin að stofiia Félag ungra jafnaðarmanna, fyrir kosningamar síðast var stofnað annað félag utan um ungliða í V- listanum og ég man eftir a.m.k. tveimur öðrum ungliðahreyfingum sem vinstri menn hafa stofnað í Eyjum en sofnað jafnskjótt. Er áhugi meðal ungra vinstri manna á pólitík minni en t.d. hjá Eyverjum? „ Það vantar þessa sögu. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur mikla sögu. Ég veit til þess að það er fólk í stjóm Eyverja sem hefur ekki hundsvit á pólitík og ég held meira að segja að þau viti ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í mörgum málum. Ef ég spyr fólk, sem er í stjóm Eyverja, út í LIN og Háskóla Islands þá eru þau á móti stefnu SUS og þar með á móti eigin stjóm. Þetta get ég ekki skilið. Ég hef reynt að vera sýnilegur, til að sýna fólki að það er til eitthvað annað mótvægi við Eyverja." Hallarmenn eiga að fá vinnufrið Það eru nokkur mál sem hafa verið í brennidepli undanfarið í Eyjum sem snerta ungt fólk og ef við tökum tvö þeirra, Hallannálið og Hressómálið. Hvernig er mórallinn hjá ungu fólki gagnvart þessum málum? „Gagnvart Höllinni þá held ég að öllum undir 35 ára finnist að það eigi að leyfa Höllinni að vera í friði. Eigendumir eiga að fá frið til að vinna sína vinnu. Höllin hefur verið hellings lyftistöng fyrir menningarlíf ungs fólks í Eyjum. Ég sat á bæjar- stjómarfundi þar sem þetta mál kom fyrir. Ég var alveg skýr á minni afstöðu. Ég þurfti ekki að ræða við neinn áður en ég greiddi atkvæði. Þama var komið kjörið tækifæri fyrir okkur að vera á móti bara til að vera á móti þar sem við gátum hugsanlega fellt málið. Andrés sat hjá þar sem hann situr í Heilbrigðiseftirliti Suður- lands. Hins vegar er þetta mál búið að vera klúður frá upphafi, það hefði verið hægt að klára það fyrir einu og hálfu ári ef eitthvað hefði verið gert. Hvað varðar Hressó þá vitum við það að verð í líkamsrækt hefur hækk- að gríðarlega á undanfömum ámm. Við vitum það líka að bæjaryfirvöld gerðu ekkert lengi vel í málinu, það var alltaf verið að fresta því. Ég er á móti svoleiðis aðgerðaleysi. Ég vill láta bjóða reksturinn upp í fþróttamiðstöð út, bærinn á ekki að vera í samkeppni við einkaaðila. Þetta væri svona svipað og að bærinn „ Já, við hefðum átt að ráðast meira á Framsókn en við létum þá vera og Sjálfstæðisflokkurinn líka. Ég held að fylgi þeirra hafi verið mikið óánægðir sjálfstæðismenn og eitthvað hefur fylgið verið út af Bæjarveitumálinu. Éger sjálfur lengra til hægri en margir sem eru með mér, það á að selja fyrirtæki eins og Bæjarveitur. Grund- vallarstefna Fram- sóknarflokksins er að halda utan um landbúnaðarkerfið. Ég er alfarið á móti landbúnaðarkerfinu eins og þaðerfdag. Viðerumað eyða um 14 milljörðum í beina og óbeina styrki til landbúnaðar á ári og á sama tíma em afurðir þeirra það dýrasta sem við kaupum út í búð. opnaði sjoppu og færi í samkeppni við Magga á Kletti. Ef við bjóðum rekst- urinn út, þá þyrftum við ekkert að spá í þetta. Þar væri bara heilbrigð samkeppni á milli staða og ég er viss um það að verð í líkamsrækt myndi lækka í Eyjum. Við erum að tala um það að mánaðarkort í líkamsrækl kostar 2900 krónur mánuðurinn í Reykjavík en það kostar 6800 í Hressó. Ég keypti heilsárskort í World Class á 12.500 krónur þegar ég var í bænum.“ Vil vegatoll milli Mosfells- bæjar og Reykjavíkur Að lokum barst talið aftur að búsetu í Eyjum og ástæður þess að Jóhann vill búa hér. „Ég vill búa á litlum stað, eins og Vestmannaeyjum. Ég bjó í sjö ár í Reykjavík og ætli ég hafi ekki farið sjö sinnum í bíó. Ef mann langar að fara að sjá eitthvað sem maður sér ekki hér þá fer maður bara í bæinn. Mér finnst ekkert mál að fara í Herjólf og vera í honum í tvo tíma. Það sem er fáránlegt er að við þurfum að panta með margra vikna og jafnvel mánaða fyrirvara yfir sumartímann til að komast með skipinu. Fyrir utan það á að setja upp vegatolla milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur og Keflavíkur og Reykjavíkur.“ Finnst þér það? „ Það er alveg klárt, við þurfum að borga vegtoll þegar við ferðumst um þjóðveginn okkar. Af hveiju eigaekki að vera vegatollar annars staðar. Ef við eigum að borga þá er bara eðlilegt að aðrir borgi líka því miðað við verðið í dag erum við ekki að borga eðlilegt slit og bensínverð á þessum þjóðvegi. Ég kom með tillögu á þingi ungra jafnaðarmanna, þ.e. að það ætti að innheimta vegatolla milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Það var ekki tekið vel í það. Ég sagði að þetta væri það sem við búum við,“ sagði Jóhann að lokum. svenni @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.