Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 13. febrúar2003 Fréttir 19 Handbolti kvenna, bikarkeppnin undanúrslit, IBV 26 - Stjarnan 18 í úrslit þriðja árið í röð Á fimmtudaginn mættu IBV- stelpumar Stjömunni í undanúrslitum bikarkeppninnar. Fór leikurinn fram fyúx fyrir fullu húsi áhorfenda í íþróttamiðstöðinni. Leikurinn endaði með átta marka sigri ÍBV, 26-18 eftir að staðan íhálfleik hafði verið 11-5. Mikil stemmning var á pöllunum, sem reyndar keyrði fram úr hófi á köflum þegar stuðningsmönnum Iið- anna lenti saman en allt endaði það á friðsamlegum nótum. Það setti reyndar dálítið leiðinlegan svip á leikinn hversu misheppnuð kynning á liðunum var. Allt fór úr- skeiðis sem frekast gat og ljóst að menn þurfa að gera betur í þessum efnum í framtíðinni enda á kynning á liðununr að ganga hratt fyrir sig í stað þess að draga úr stemmningunni. Leikurinn sjálfur varð hins vegar Hátt skor í hópa- leiknum Eitthvað virðast tipparar Eyjanna vera í miklu stuði þessa dagana því aðra helgina í röð var skorið í hópaleik ÍBV mjög gott. Alls náðu fjórir hópar 12 réttum og þar á meðal hópurinn Hellisey. Hann heldur þar með áfram að bæta skor sitt og nú eru einungis 3 stig í næsta hóp fyrir ofan. Það eru tveir hópar efstir í heildina en það eru hóparnir Halli Ari og Eis. Fyrrnefnda hópnum stjórnar Gilli Hjartar, Brighton aðdá- andi, en greinarhöfundur hugsar liði hans þcgjandi þörfina, því nieð óvæntum sigri þeirra gegn ívari Ingimarssyni og félögum hans í Wolves, komu þeir í veg fyrir 13 rétta á þeim bænum. En í hópnum Eis eru þeir félagar Tryggvi Már á Mánabar og Óli Jói guðfræðingur. En hér kemur staðan þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni: A-riðill: Halli Ari 48, Pörupiltar 46, Klaki 44 og United feðgar 44 B-riðiIl: Kári yfirbryti 46, Latur og STAR 44 og svo Pappakassarnir og Tveir á toppnum 43 C-riðill: Eis 48, Bekkjó og Þys 45 og Mánabar 42 D-riðill: Le og Li 44, Týspúkar og Bæjarins bestu 43 og Mortens-bræður 42. Þeir félagar í Litla Lundafélag- inu virðast eitthvað vera að missa flugið eftir gott gengi í Haustleiknum en því hefur verið fleygt í spjallinu á Mánabar að þeir tvíburabræður séu að reyna að selja Hlvn Stefánsson til hópsins Helliseyjar og á einungis eftir að semja um verð. Verður þetta án efa mikill styrkur fyrir Helliseyinga og ekki veitir af eftir slaka byrjun. aldrei spennandi, voru yfirburðir ÍBV- liðsins það miklir í leiknum og í raun fáránlegt til þess að hugsa til þess að þetta sama lið hafi verið heppið að ná jafntefli gegn Stjömunni í tveimur síðustu leikjum. Lykillinn að sigrinum var án efa sterkur vamarleikur liðsins og skoraði aðeins einn leikmaður yfir tvö mörk hjá Stjömunni, það var Jóna Ragnars- dóttir sem skoraði sjö mörk, þar af fimm úr vítum. Mörk ÍBV: Anna Yakova 6, Alla Gorkorian 6/1, Sylvia Strass 5, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Edda Eggerts- dóttir 2, Ana Perez 2, Björg Ó. Helga- dóttir I. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 15/2. UNNUR þjálfari fékk knús hjá dótturinni eftir leikinn. Essodeild karla: IBV 35 - Stjarnan 31 HK Sigur og tap hjá strákunum Sætur sigur gegn Stjörnunni Karlalið ÍBV lék á föstudagskvöldið gegn Stjömunni í fyrsta leik sínum að loknu HM-hléi á karlaboltanum. Gengi ÍBV hefur verið upp og ofan í vetur en liðið á enn tölfræðilega möguleika á að komast í úrslit en til þess að það gangi eftir verður hrein- íega allt að ganga upp. Leikmenn liðsins héldu í vonina eftir leikinn því IBV sigraði lærisveina Sigurðar Gunnarssonar með fjórum mörkum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, Eyjamenn vom betri í fyrri hálfleik og leiddu með 1 - 2 mörkum en lentu í vandræðum undir lok fyrri hálfleiksins og voru undir 17 - 18 í leikhléi. í síðari hálfleik leit allt út fyrir að gestunum væri að takast að næla sér í bæði stigin enda var komið að þeim að vera yfir en Eyjamenn neituðu að gefast upp. Undir forystu fyrirliða síns, Sigurðar Bragasonar, tókst leik- mönnum IBV að snúa leiknum sér í hag og á lokakaflanum dró í sundur með liðunum. IBV sigraði svo f þessum inikla markaleik, 35-31. Mörk ÍBV: Sigurður Bragason 10, Davíð Þór Óskarsson 8/5, Robert Bognar 5, Erlingur Richardsson 4, Kári Kristjánsson 4, Sigurður Ari Stefánsson 3, Sigþór Friðriksson 1. Varin skot: Eyjólfur Hannesson 9, ViktorGigov 10/1. Þriggja marka tap á útivelli ÍBV mætti HK á sunnudagskvöldið en Eyjamönnum hefur ekki gengið vel á útivelli til þessa, aðeins einn sigur og jafntefli gegn tveimur neðstu liðunum. HK hefur hins vegar gengið ágætlega í deildinni til þessa og þrátt fyrir misjafnt gengi liðanna í deildinni var leikurinn nokkuð jafn og spennandi framan af. Lyktir leiksins urðu hins vegar þær að HK sigraði með þremur mörkum, 30 - 27. Leikmenn IBV mættu hins vegar vel stemmndir lil leiks og voru lengst af yfir í fyrri hálfleik, þó aldrei meira en tveimur mörkum en undir lok hálfleiksins náðu leikmenn HK að ná undirtökunum og í hálfleik var staðan 15-13. Eyjamenn byrjuðu seinni hálf- leikinn ágætlega og eftir fimm mínútur var staðan orðinjöfn, 16-16. En þá fór að síga á ógæfuhliðina, heimamenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og náðu svo mest fimm marka forystu, 28-23. Leikmenn ÍBV náðu þó aðeins að klóra í bakkann undir lokin og leikurinn endaði með þriggja marka sigri HK. Mörk ÍBV: Róberl Bognar 7, Davíð ÞórÓskarsson 6/3, Michael Lauritzen 3, Sigurður Ari Stefánsson 3, Erlingur Richardsson 3, Sigþór Friðriksson 3, Sigurður Bragason 2. Varin skot: Eyjólfur Hannesson 9, Viktor Gigov 2. Handbolti kvenna, Essodeild: IBV 37 - Fylkir/ÍR 15 Gestirnir sáu aldrci til sólar ÍBV mætti einu af slökustu liðum Essodeildar kvenna á laugardaginn. Þá kom í heimsókn sameiginlegt lið Fylkis og ÍR. Eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins sáu gestimir aldrei til sólar og endaði leikurinn með 22 marka sigri ÍBV, 37-15. Það var augljóst strax frá fyrstu mínútu að gestimir höfðu ekki mikla trú á því að þær ættu möguleika á að ná hagstæðum úrslitum. Gengi þeirra hefur verið slakt og er liðið við botn deildarinnar og sjálfstraust leikmanna í lágmarki. Fyrri leik liðanna í Eyjum vann ÍBV með níu mörkum. Þrátt fyrir augljósa ylirburði lék ÍBV liðið ágætan handbolta og notaði leikinn til að koma varamönnunum í leikform. Þannig var t.d. Anna Yakova hvíld og var ekki í leikmannahópi liðsins og lykilmenn hvíldu lengst af eftir að IBV náði góðri foryslu í upphafi. Sylvia Strass lék þó lerigst af og var ótrúlega spræk bæði í vöm og sókn og styrkur hennar sem fremsti maður í 5 - 1 vöm á eftir að nýtast ÍBV vel sfðar í vetur. ÍBV keyrði stíft á hraðaupphlaup og fengu leikmenn góða æfingu í að útfæra hraðaupphlaup sem gekk vel í flestum tilvikum. Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9/3, Sylvia Strass 7, Birgit Engl 7/1, Ingibjörg Jónsdóttir 4, Ana Perez 4, Edda Eggertsdóttir 3, Anna Rós Hallgrímsdóttir 3. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 11, íris Sigurðardóttir 2. Góó feró Eyjamanna á KSÍ-þingió KSÍ þingið fór fram um helgina á Hótel Loftleiðum og var að venju fjölmennt. IBV bar upp tvær tillögur, annars vegar að KSI geri breytingu á bikar- keppninni en eins og allir muna var keppninni breytt þannig á síðasta þingi að undanúrslit fari fram á Laugar- dalsvelli. ÍBV lagði til að liðin sem dregin væm á undan úr hattinum fengju heimavallarrétt í undanúrslitum, eins og áður var og var sú tillaga sam- þykkt. Þannig að á næsta þingi mun stjóm KSI leggja fram breytinguna og er það þá undir þingheimi komið að samþykkja breytinguna endanlega. Hin tillagan sem ÍBV lagði fram var ekki síður merkileg en þar var lagt til að KSÍ stofni jöfnunarsjóð vegna ferðakostnaðar í þremur efstu karla- deildunumogefstudeildkvenna. Þar áttu félögin, sem taka þátt í áður- nefndum deildum, að greiða upphæð í sjóð sem KSI myndi síðan deila út með tilliti til ferðakostnaðar. Tillagan var samþykkt með þeirri breytingu að greiðslan komi úr ríkis- sjóði en ekki frá félögunum sjálfum þannig að boltinn er nú hjá Alþingi. Þá var tillaga stjómar KSI um breytt fyrirkomulag í aðalkeppni bikar- keppninnar felld en þar átti að koma áttaefstu liðunum inn íkeppnina í 16 liða úrslitum í stað 32ja liða úrslitum einsoger nú. Þá var Einar Friðþjófsson kosinn landshlutafulltrúi Suðurlands en hann tekur þar við af Jóhanni Ólafssyni sem hafði gegnt þeirri stöðu í 27 ár eða frá árinu 1975. Sigur hjá þriðja flokki Á laugardaginn lék þriðji flokkur karla gegn FH og fór leikurinn frarn hér í Eyjum. Leikurinn var jafn og spennandi en Eyjapeyjar höfðu þó alltaf undirtökin og staðan í hálfleik var 13-12 fyrirÍBV. I seinni hálfleik voru strákamir ávallt skreft á undan þar til undir lokin að þeir náðu að hrista Hafnfirðinga af sér og sigra með fjórum mörkum 24-20. Mörk ÍBV: Grétar Eyþórsson 7, Jens K. Elíasson 5, Vignir Svavars- son 5, Baldvin Sigurbjömsson 4, Hilmar Bjömsson, Leifur Jóhannes- son og Magnús Sigurðsson I. Úrslitaleikurinn 22. febrúar Úrslitaleikur ÍBV og Hauka í bikar- keppni kvenna í hanknattleik mun fara fram í Laugardalshöll, 22. febrúar næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 13.00 og verður sýndur í beinni útsendingu Rikis- sjónvaipsins en rétt er að hvetja alla þá sem lök hafa á að mæta á sjálfan leikinn enda hefur stemmningin síðustu tvö ár verið frábær. Margrét Lára ekki í hópnum Margrét Lára Viðarsdóttir var ekki valin í 17 manna hóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir því bandaríska á sunnudaginn. Margrét þarfreyndar ekki að örvænta um verkefnaskort því hún erenn gjaldgeng í U-17 ára landsliðið. Nýjasti leikmaður kvennaliðsins ÍBV, Olga Færseth, er hins vegar í hópnum og mun væntanlega spila í fremstu víglínu liðsins. Olgeir í Breiðablik? Á mbl.is er sagt frá þvf að Olgeir Sigurgeirsson sé búinn að skipta yfir í Breiðablik en Olgeir var í leikmannahópi ÍBV síðastliðið sumar. Olgeir er samningsbundinn ÍBV til 2004 og samkvæmt heimildum Frétta hefur ÍBV ekki borist beiðni um félagsskipti og því er leikmaðurinn enn í herbúðum IBV hvað svo sem síðar verður. Framundan Föstudagur 14. f'ebrúar Kl. 18.00 FH-ÍBV Essodeild kvenna. Laugardagur 15. febrúar Kl. 10.00 3. fl. kvenna, úrslit í innanhússknattspymu. Kl. 14.00 FH-ÍBV Unglingaflokkur kvenna. Kl. 14.00 ÍBV-Þór Akureyri Esso- deild karla. Kl. 16.00 ÍBV-Þór Akureyri 2. fl. karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.