Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimintudagur 13.febrúar 2003
EYJAMAÐUR VIKUNNAR
Klanið coke
á ekki að spila quake
Nemendur í 10. bekk Hamarsskóla
voru með heldur nýstárlega fjár-
öflunarleið um síðustu helgi þegar
fjöldi unglinga hittist í Týsheimilinu;
tengdu saman tölvursínar og spiluðu
leiki á móti hver öðrum. Er þetta
kallað klankvöld og var spilað sam-
fellt í tólf tíma. Einn af forsprökk-
unum var Steingrímur Arnar Jónsson
og er hann Eyjamaður vikunnar að
þessu sinni.
Fullt nafn? Steingrímur Arnar Jóns-
son.
Fæðingardagur og ár? 16. október
1987. ~
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylda? Tvær systur, mamma
og pabbi.
Hvað ætlarþú að verða þegarþú
verður stærri? Tölvunörd eða
eitthvað.
Hvernig bíl vildir þú helst eiga?
Lexus.
Uppáhaldsmatur? Svínahamborg-
arahryggurinn sem mamma
eldar.
Versti matur? Sorry mamma,
en hakkið þitt er vont.
Með hvaða aðila vildirþú
helst eyða he/g/?Tölvunni.
Uppáhaldsvefsíða ?
http://hiv/nek.is
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap? Allt nema jazz, ópera og
trans.
Aðaláhugamál?Tö\van, fótbolti og
tónlist.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Herbergið mitt.
Uppáhaldsíþróttamaður eða
íþróttafélag? Anton og ÍBV.
Stundar þú einhverja íþrótt? Já,
fótbolta.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Family
guy, Jackass og Simpson.
Besta bíómynd sem þú hefur
séð?The Two Towers.
Steingrímur Arnar Jónsson er
Eyjamaður vikunnar
Hvað finnst þér gera fólk
aðlaðandi? Minn húmor.
Hvað finnst þér gera fólk
fráhrindandi? Jákvæðni.
Hvernig datt ykkurþessi
fjáröflunarleið íhug? Veit
eiginlega ekki, gerum þetta oft sjálfir.
Hvernig gekk? Mjög vel, það
mættu um 50 manns með tölvuna.
Verðurþetta endurtekið? Já,
pottþétt.
Hvaða leikir voru spilaðir?
Counter strike og Quake.
Eitthvað að lokum? hmm...klan
coke eiga ekki að spila quake.
w \
MATGÆÐINGUR VIKUNNAR
Svínakótelettur
eða lærissneiðar
Ég vil byrja ú cið þcikkci Óskarifyrir áskorunina og
benda honum á að ég ber ekki utan á mér það sem
fcest á nœsta götuhomi, ég melti jtað um leið.
Svínakjöt með gratineruðum kartöflum
Svínakótelettur eða lœrissneiðar
Salt og pipar
Sinnep (sœtt)
Tómatsósa
Brauðrasp
Olía til steikingar
Berjið kjötið lauslega með lófcmum, krycldið með salti og
pipar og smyrjið báðum megin með sinnepi og tómatsósu.
Veltið kjötinu upp úr brauðraspi og steikið á heitri pönnu
báðum megin. Takið afpönnunni og setjið í eldfast mót í
heitan ofii í ca. 15 mínútur.
Sósa
Laukur
Smá vatn
Súputeningur (svína) 2 stk
Tómatsósa
Salt og pipar
Sérrí
Matreiðslurjómi
Sósujafnari
Saxið laukinn smátt og steikið á pönnu, setjið vatn,
teninga, tómatsósu, salt, pipar, sérrí og þykkið með
sósujafnara. Bcelið að síðustu rjómanum út
Grímur Guðnason
Með þesswn rétti er hcegt að nota hvemig kartöflur sem
er en hér er góð uppskrift að gratineruðum kartöflum.
500 gr kartöflur
'/i Itr mjólk
'h dl rjómi
salt
80 gr. smjör
Kartöflur afhýddar og skoniar í þunnar sneiðar, skolaðar
og þerraðar vel, látnar liggja í mjólkinni í 30 mínútur.
Eldfast mót er smurt og kartöflunum raðað í lögwn í
mótið og ent smjörklípur settar með, helmingi af
mjólkinni erbcett út í rjómann og hellt yfir kartöflumar
og smjörklípur settar efst. Vökvinn á rétt að hylja
kartöflumar. Þæreru bakaðarí ofiii á 180 gráðwn í 45
mínútur eða þar til yfirborðið erfarið að brúnast.
(ATH. Hœgt er að krydda eftir smekk)
Nýfæddir
" Vestmannaeyingar
Litla stúlkan á myndinni er dóttir Sædísar Sigurbjömsdóttur og Óskars
Skúlasonar. Hún fæddist á Landspítalanum þann 20 desember 2002
og var 3655 gr og 53 cm við fæðingu. Stúlkan heitir Hafdís Björk og
Dagur, vinur hennar, heldur á henni á myndinni.
Þann 7. september sl. eignuðust Aðalheiður Runólfsdóttir og
Guðmundur Ólafsson dóttur sent hefur verið skírð Þóra Yr. Hún var
14 merkur og 50 sm við fæðingu. Með henni á myndinni er bróðir
hennar, Guðjón Ólafur sem er fjögurra ára.
Þann 18. desember sl. eignuðust Guðný Svava Gísladóttir og Sigurður
Einarsson son sem skírður hefur verið Trausti Mar. Hann var 17,5
mörk og 55 sm við fæðingu. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum.
STOFNFUNDUR
Hokkífélagið Jakarnir verður stofnað í
Týssheimilinu í kvöld fimmtudag kl. 20.00.
Hokkíáhugamenn hvattir til að mæta.
Undirbúningsnefnd
Á döfírmi 4*
Febrúar
1 4. Bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30.
15. tssó deild karla: ÍBV - Þór Ak. kl. 14.00. FRÍTTINN
18. Aðnlfundur Framsóknarfélags Vestmannaeyja í
Sveinafélagshúsinu kl. 20.00.
22. Úrslitaleikur bikarkeppni HSÍ. ÍBV - Haukar.
Ég ætla að skora á Varða dúkara, hann er alltaf að lesa kokkabækur.