Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 13. febrúar2003 Magnús Þór Hafeteinsson efeti maður Frjálslyndra í Suðurlandskjördæmi skrifar: Leiðin úr táradalnum í staðinn var treyst í blindni á tölur Norðmanna sem áttu mikilla og augljósra hagsmuna að gæta með því að stunda hræðsluáróður til að koma böndum á veiðar þjóða á borð við íslendinga og Færeyinga. Sjávarútvegsráðherra setti kvóta á kolmunnann þó hvergi væri fullkönnuð útbreiðsla og stærð þessa fiskistofns sem er með þeim stærstu innan íslensku lögsögunnar. Miklum hagsmunum var fómað vegna hreinnar fávisku. Kvótasetningar á keilu, löngu og ekki síst skötusel, vom vægast sagt vafasamar fiskveiðistjómunaraðgerðir, byggðar á lítilli þekkingu um raunvemlegt ástand þessarra stofna. Þetta hefur skýrast komið fram varðandi skötusehnn. Aflabrögðin em víðast betri en áður og hann veiðist á áður óþekktum miðum. Kvótasetning á þessa botnfiskstofna hefur vafalítið leitt til brottkasts og kvótasvindls, með stjórtjóni fyrir þjóðarbúið. Sennilega vitum við enn minna en áður um ástand og útbreiðslu þeirra nú, en áður en þeir vom settir í kvóta og aflinn kom þó allur á land. Mikil alvara er á ferðum í atvinnumálum Vestmannaeyja. Atvinnuleysi eykst og fólki fækkar. Grunnstoðir samfélagsins veikjast. Svipaða sögu má segja um mörg önnur bæjarfélög. Fiskimiðin eru ein helsta lífæð byggðar og mannlífs með ströndum Islands. An þeirra væri ekki byggð á stórum svæðum. Islenskar sjávarbyggðir hafa flestar látið stórlega á sjá undanfarin ár. Enginn sem fer um þær þarf að velkjast í vafa um þetta. Meginorsökin er að fólki hefur ekki verið leyft að njóta eðlilegs athafna- frelsis til að lifa á helstu auðlind sinni sem er hafið. Utlitið er víða svart. Þó er enn von. Niðurstaða kosninganna í vor mun skera úr um hvort bæta megi þann hrikalega órétt og niðurlægingu sem flest af okkar stoltu sjávarplássum hafa orðið að þola mörg undanfarin ár. I sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins er að finna raunhæfa leið til að komast út úr vítahring kvótakerfisins. Réttmæt gagnrýni Gagnrýni margra Vestmannaeyinga á þann nýlega gjöming sjávarútvegs- ráðherra að setja veiðar á kolmunna, skötusel, keilu og löngu í kvóta er réttmæt. Þetta vom meiri háttar afglöp. Fiskifræðileg rök fýrir þessum kvóta- setningum vom afskaplega slök. Ekkert benti til að það þyrfti að setja kolmunna í kvóta. Aflabrögð vom góð. Nýliðun sú besta í sögunni. Kolmunnastofninn þoldi veiðiálagið. íslensk stjómvöld hafa leikið illa af sér varðandi nýtingu hans. Rétt eftir að íslendingar vom búnir að setja kvóta á sínar veiðar, þá tilkynntu Norðmenn að kolmunnastofninn væri í raun helmingi stærri en þeir héldu fram áður. Núverandi stjómarflokkar höfðu um langt árabil vanrækt kolmunna- rannsóknir (eins og svo marga aðra þætti hafrannsókna), og látið hjá líða að framkvæma stofnstærðarmælingar á meðan kolmunninn hrygnir vestur af írlandi og Bretlandseyjum. Þrátt fýrir að þekking og skipakostur væri fýrir hendi. í staðinn var treyst í blindni á tölur Norðmanna sem áttu mikilla og aug- ljósra hagsmuna að gæta með því að stunda hræðsluáróður til að koma böndum á veiðar þjóða á borð við ítlendinga og Færeyinga. Sjávarút- vepEÉðherra Ktti kvóta á kolmunnann þó hvergi væri fullkönnuð útbreiðsla og stærð þessa fiskistofns sem er með þeim stærstu innan íslensku lögsög- unnar. Miklum hagsmunum var fómað vegna hreinnar fávisku. Kvótasetningar á keilu, löngu og ekki síst skötusel, vom vægast sagt vafasamar fiskveiðistjómunaraðgerðir, byggðar á lítilli þekkingu um raun- vemlegt ástand þessarra stofna. Þetta hefur skýrast komið fram varðandi skötuselinn. Aflabrögðin em víðast betri en áður og hann veiðist á áður óþekktum miðum. Kvótasetning á þessa bomfiskstofna hefur vafalítið leitt til brottkasts og kvótasvindls, með stjórtjóni fyrir þjóðarbúið. Sennilega vitum við enn minna en áður um ástand og út- breiðslu þeirra nú, en áður en þeir vom settir í kvóta og aflinn kom þó allur á land. Komist Fijálslyndi flokkurinn til áhrifa eftir kosningar í vor, þá munum við beita okkur strax fyrir því að ógilda kvótasetningu á löngu, keilu, skötusel og kolmunna. Þurfi að stjóma veiðum á þessum stofnum er hægt að gera það öðmvísi en að afhenda þá fáum útvöldum. Breytt kerfi Núverandi fiskveiðistjómunarkerfi er meingallað og óhæft til að skila markmiðum sínum. Hér skal gerð gróf grein fyrir þeim breytingum sem Fijálslyndi flokkurinn vill beijast fyrir í komandi kosningum. Flotanum skal skipt í fjóra megin flokka. I þeim efsta verði frystitogarar og skip sem veiða uppsjávarfiska á borð við sfld og loðnu. Þessi skip verði áfram í kvótakerfi. Þau fái ekki að kaupa til sín aflaheimildir frá minni skipum, en geti áfram höndlað með heimildir sín á milli. Frystitogaramir fá allar heimildir í úthafskarfa og grálúðu. Verði aukning í kvóta á þessum tegundum þá fái frystitog- aramir hana. Þeir haldi núverandi aflaheimildum í tegundum á borð við þorsk og ýsu. Með því að láta frystitogara og uppsjávarveiðiskip halda áfram í kvótakerfi vinnst ýmislegt. Stóm útgerðarfýrirtækjunum er tryggður sá stöðugleiki sem þau óska. Það vinnst friður til að framkvæma nauðsynlegar og aðkallandi breytingar á fiskveiði- stjómun strandveiðiflotans. Hinu er heldur ekki að neita að kvótastýrðar fiskveiðar virðast hafa gengið þokka- lega til að mynda í veiðum á úthafs- karfa, sfldogloðnu. Næsti flokkur yrði ísfisktogarar og línuveiðiskip sem stunda útilegu. Þessi skip yrðu fýrst um sinn í afla- kvótakerfi, en síðan færð yfir í sóknar- dagakerfi á áveðnum aðlögunartíma; segjum fimm ámm. Þá gætu þessi skip skilað inn 20 prósentum af afla- heimildum sínum árlega og fengið sóknardaga í staðinn. Hvert skip af ákveðinni stærð fengi á endanum ákveðinn sóknardagafjölda árlega, sem það mætti nýta til veiða með skil- greindum veiðarfæmm á ákveðnum svæðum í landhelginni. Fjöldi ísfisk- togara og línuveiðiskipa í þessum flokki yrði takmarkaður með útgáfu veiðileyfa. Strandveiðiflotinn lausnin Þriðji flokkurinn væri dagróðrabátar, hvort heldur em netabátar, snurvoðar- bátar eða línubátar. Þar yrði kvóta- kerfið afnumið. f staðinn yrði tekið upp sóknardagakerfi. Fjöldi skipa á ákveðnum veiðum yrði takmarkaður með veiðileyfum. Skýrar reglur yrðu um stærð veiðarfæra og svæði sem skip af ákveðnum gerðum mættu stunda veiðar á. Fjórði og síðasti flokkurinn yrði smábátaflotinn. Hér yrði kvótakerfið einnig afnumið og tekin upp sóknarstýring af svipuðum toga og í þriðja flokki. Með sóknarstýringu í strandveiði- flotanum vinnast margir kostir. Kvótakerfið, með framsalsrétti og leiguliðaoki, heyrir sögunni til. Brask og svindl með kvóta, brottkast og önnur spilling er einnig úr sögunni. Allur afli berst á land. Fiskveiði- stjómunin verður markvissari því við gemm okkur betur grein fýrir afföllum vegna veiða. Þeim verður stjómað með takmörkunum á fjölda, stærð og afla skipa, stærð veiðarfæra og fjölda sóknardaga. Síðast en ekki síst ber að nefna sjávarbyggðimar á borð við Vest- mannaeyjar sem upphaflega byggðust upp og döfnuðu vegna nálægðar sinnar við auðug fiskimið. Slíkar byggðir munu fá möguleika til að blómstra á nýjan leik allt umhverfis landið. Astæðan er einföld. Land- fræðileg lega þeirra gerir það að verkum að hagstætt verður að stunda róðra frá þeim í sóknarkerfi, vegna nálægðar við gjöful fiskimið. Það verður líf á bryggjunum. Hjól athafna- lífsins fara aftur í gang þar sem pen- ingar verða til í þessum náttúmlegu sjávarplássum á barmi gullkistunnar. Öryggi og stöðugleikí Einhveijir spyija hvort slíkar breyt- ingar kollvarpi ekki útveginum og setji efnahag þjóðarinnar í stórhættu? Búið sé að flétta núverandi kvótakerfi inn í hagkerfið. Ekki síst með veð- setningu aflaheimilda. Við teljum ekki að svo stór hætta sé á ferðum. Þeim sem eiga kvóta í dag verður gefinn ákveðinn aðlögunartími. Þeir geta fengið að fýma kvótann en fá sóknardaga í staðinn, og þannig fá að stunda kvótafijálsar veiðar eftir ákveðnum reglum á þeim sóknar- dögum sem þeir hafa til umráða. Þetta þýðir, jafnt fyrir þá og alla aðra sem eiga sóknardagaskip, að þeir eiga allan þann fisk sem þeir ná að veiða. Enginn þarf að hafa áhyggjur af kvótastöðu í einstökum tegundum, né eyða fé í að leigja til si'n veiðiheimildir á okurverði. Það reynir einfaldlega á einstaklingsframtakið og fiskni ein- stakra manna. Við náum að rækta fram það besta í hverjum sjómanni. Aflaklær verða til, þó reglur hindri sókn þeirra. Menn munu lifa á fisk- veiðum. Ekki á kvótum. Ihuga má hvort þeim sem sannan- lega hafa lagt út í stórar fjárfestingar á kvótum á undanfömum missemm verði veittar einhveijar skattaívilnanir á meðan þeir em að komast út úr kvótakerfinu og yfir í sóknardaga- kerfið. Þeim mætti einnig hjálpa úr skuldaviðjum kvótakerfisins með því að úthluta þeim auka sóknardögum. Þannig gætu þeir veitt sig með raun- vemlegum fiski út úr kvótaskuldunum sem þeir stofnuðu til út á óveiddan fiskinn í sjónum sem enginn vissi hvort væri til eða ekki. Þeir sem stunda fiskveiðar í dag em hæfastir til að gera það áfram. Það stendur hvorki til að taka af þeim nýtingarréttinn á fiskimiðum þjóðarinnar, né gera þá að öreigum þó farið verði úr núgildandi kvótakerfi og yfir í sóknarmark. Til viðbótar því sem ég hef nefnt hér að framan, ber að nefna að við viljum gefa handfæraveiðar frjálsar fyrir alla íslenska ríkisborgara. Hafi fólk tekið „pungapróf‘ sem veitir réttindi til að stjóma bátum að 30 tonna stærð, farið á öryggisnámskeið sjómanna, og hafi bát með gildu haffæmisskírteini, megi það róa til handfæraveiða með tvær handfæra- rúllur á mann. Slíkar veiðar verða aldrei ógn við neinn fiskistofn en hins vegar vítamínsprauta fyrir lífsham- ingju fólks í sjávarbyggðunum og að hluta inngönguleið íýrir ungt, duglegt fólk sem vill heíja útgerð af eigin rammleik. Lítum til Færeyja Líta má til Færeyja þar sem svipað kerfi hefur verið við lýði síðan eyjaskeggjar snem baki við kvótakerfi að íslenskri fýrirmynd árið 1996. Árlegur þorskafli hefur tvöfaldast undir svo til stöðugri sókn frá árinu 1999. Á síðasta ári jókst þorskaflinn um 40 prósent frá fyrra ári, og er nú í hámarki. Ýsustofhinn hefur margfald- ast. Úr honum jukust veiðar um rúmlega 50 prósent í fýrra og var slegið aflamet. Ufsaaflinn er einnig í margföldu hámarki. Stofnar þorsks, ýsu og ufsa em í ömm vexti. Metafli er í samanlögðum botnfiskveiðum. Við getum því miður ekki státað af svona árangri. Þið Vestmannaeyingar vitið allt um það. Friður ríkir um fiskveiðar í Fær- eyjum. Þjóðfélag okkar logar í illdeilum um þessi mál. Útgerð Fær- eyinga gengur vel. Það ríkir stöð- ugleiki og afkoma sjómanna er almennt góð. Best er að fara fáum orðum um slíka hluti hér. En ég fæ alls ekki skilið hvers vegna kvótabundnar bolfiskveiðar em um áratuga bil í sögulegu lágmarki við Suðurströnd íslands á meðan þær em í hámarki í sóknarstýrðum veiðum við Færeyjar. Sérstaklega þegar vitað er af nógum fiski hér við land. Lái mér hver sem vffl. Lyftistöng mannlífs Fiskveiðistjómunarkerfi, byggt á sóknardögum með álíka hætti og hér er lýst að ofan, verður mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf og mannlíf í sjávar- byggðum þessa lands. Þær byggðust upphaflega vegna þess að þær lágu svo vel við gjöfiilum fiskimiðum. Það gera þær enn. En nú em þessi sam- félög, sem ættu að iða af lífi og vel- megun, í djúpri kreppu vegna aðgerða misviturra manna sem ég nenni hvorki að ergja mig yfir né tíunda hér. Meginmálið í dag er að það vantar ekki fiskinn við strendur landsins. Það er nóg af þorski, ýsu og ufsa. Fólkið fær einfaldlega ekki að sækja björgina fyrir manngerðum öflum kreddu- kenninga og vafasamra hagsmunaafla sem halda auðtrúa stjómvöldum þessa lands í heljargreipum, og þjóðin hefur í raun kosið yfir sig. Nú er kominn tími til að líta til framtíðar og bretta upp ermar. Nákvæmlega ekkert réttlætir þá botnlausu niðurlægingu sem Vestmannaeyjar og fleiri út- gerðarstaðir hafa nú stefnt í hraðbyri á undanfömum ámm. Vestmannaeyingar, sem nýlega héldu upp á 30 ára gosafmæli, vita manna best að bæði landið og mannlífið er okkur ómetanlegt og mikfflar baráttu virði. Við í Fijálslynda flokknum höldum nú ótrauð í kosn- ingabaráttuna með ofangreinda sjávar- útvegsstefnu sem eitt af höfuð- merkjunum í okkar gunnfána. Við hvetjum kjósendur til að fýlkja sér bak við hann svo bjarga megi sjávar- byggðunum. Land án blómlegs mannlífs er h'tils virði. Með vinsemd og virðingu, Magnús Þór Hafsteinsson Frambjóðandi í efsta sœti Frjólslynda flokksins ( SuðurlandskjördœmL

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.