Fréttir - Eyjafréttir - 15.05.2003, Side 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 15. maí 2003
Menningarmiðstöð í Nýja hrauninu:
Hugmyndir sem vert er að skoða
Fyrir skömmu skrifuðu Ingi Sig-
urðsson bæjarstjóri og Tómas Ingi
Olrich mcnntamálaráðherra undir
samning um byggingu menningar-
húss í Vestmannaeyjum. Ríkis-
sjóður leggur til 260 milljónir króna
og afganginn, 140 milljónir, á
bæjarsjóður að koma með. Engin
ákvörðun hefur verið tekin um hvar
og hvernig sú bygging verður en
margir hafa lýst þeirri skoðun sinni
að rétt sé að líta vel á hugmyndir
um byggingu menningarhúss inni í
hrauninu.
Það er raunar einkennilegt að einn
merkasti atburður síðustu aldar í
Islandssögunni skuli ekki hafa fengið
meira vægi hjá yfirvöldum en raun ber
vitni. Nú, þrjátíu árum eftir Heima-
eyjargosið, er enn ekkert gosminjasafn
komið upp. Hugmyndin um menn-
ingarmiðstöð inni í hrauninu er
upphaflega komin frá Ama Johnsen
fyrrum alþingismanni og vann hann
að gerð skýrslu um málið sem Pétur
Jónsson landslagsarkitekt, ARKIS ehf,
arkitektar og ráðgjöf, gerðu í sam-
vinnu við Vestmannaeyjabæ fyrir
Ijómm árum.
í sterkum tengslum við
menningu og sögu
Saga Vestmannaeyja er samofin gos-
sögu landsins og minnir á stöðu
Islands sem er eitt af virkustu eldfjalla-
svæðum jarðarinnar. Menningarhús í
hrauninu við miðbæ Vestmannaeyja
yrði einstakt og ætti hvergi sinn líka.
Mannvirkið verður í sterkum tengsl-
um við menningu, sögu og jarðfræði
Vestmannaeyja og landsins alls.
Miðpunktur byggingarinnar er hið
gamla Heimatorg sem fær nú hlutverk
á ný sem miðstöð menningarstarfs
íbúa í Eyjum.
Þar mun fjölnota salur bjóða upp á
möguleika sem tónlistarsalur, fyrir
ráðstefnur, til sýningarhalds og sam-
komur aðrar. Út frá Heimatorgi til
hvorrar handar er gosminjasafn og
náttúrugripasafn. Gosminjasafnið yrði
staðsett að hluta í Rafstöðvarbygg-
ingunni sem nú fengi nýtt hlutverk en
þar yrði fræðslu- og sögusetur um
gosið í Eyjum árið 1973.
Náttúrugripasafnið er fræðslusetur
Gosminjasafnið verður staðsett í hluta af grunni gömlu rafstöðvarinnar við
Heimatorg. Reiknað er með að framhlið stöðvarinnar verði endurbyggð og
myndi þannig andlit safnsins út í miðrými Heimatorgs, beint á móti tanki
Náttúrugripasafnsins.
Þegar komið er að aðalinngangi menningarmiðstöðvarinnar, halda gestir
inn 130 til 150 metra löng aðkomugöng. Fyrir miðjum göngunum Iiggur
veitingahúsið „Þingvellir“, staðsett á grunni samnefnds húss sem hvarf
undir hraun. I göngunum sæist cldur, gufa og vatn, tákn um myndun
Eyjanna.
um dýralíf og náttúrufar svæðisins.
Sameiginlegt þjónusturými og aðal-
inngangur munu tengja saman
fjölnotasal, gosminjasafn og náttúru-
gripasafn. Syðsta menningarmiðstöð
landsins mun efla ferðamennsku og
bjóða upp á fræðslu og menningar-
starfsemi í spennandi og frumlegu
umhverft inni í hrauni sem er aðeins
27 ára gamalt.
Grafið inn þar sem
Njarðargata var
Staðsetning og umhverfi menningar-
miðstöðvar verður í nánum tengslum
við miðbæ og höfnina í Vestmanna-
eyjum. Miðstöðin verður staðsett inni
í hrauntungunni sem rann úr Eldfelli
inn í miðbæinn. Megininngangur
miðstöðvarinnar verður frá Kirkjuvegi
til móts við Miðstræti, og er þar gert
ráð fyrir aðkomu fyrir bæði gangandi
og akandi umferð. Byggingin sjálf
verður grafin inn í hraunið þar sem
áður lá Njarðargata, Rafstöðin og
Heimatorg. Einu sýnilegu ummerki
byggingarinnar ofanjarðar verða inn-
gangar og hvolfþak, sem standa mun
upp úr hrauninu.
Heimatorg miðpunkturinn
Þegar komið er að aðalinngangi
menningarmiðstöðvarinnar, halda
gestir inn 130 til 150 metra löng að-
komugöng. Fyrir miðjum göngunum
liggur veitingahúsið „Þingvellir," stað-
sett á grunni samnefnds húss sem
hvarf undir hraun. í göngunum sæist
eldur, gufa og vatn, tákn um myndun
Eyjanna. A leiðinni má búast við
minjum í hraunveggjunum. úr bygg-
ingum sem urðu undir hrauninu. Við
enda ganganna liggur forrými
menningarmiðstöðvarinnar.
Úr l'orrýminu blasir við miðpunktur
byggingarinnar, hið gamla Heimatorg
sem fær nú hlutverk íjölnotasalar fyrir
menningarhúsið í hrauninu. í dag eru
um 15 til 20 metrar niður á torgið. Yfir
íjölnotasalnum er kúpull úr stáli og
gleri. Hann myndar ásamt hraunveggj-
unum meginrými hraunhússins. I
salnum er gert ráð fyrir sviði og
búnaði fyrir fjölnotasai. I lengslum við
forrýmið er fundar- og veitingaaðstaða
auk minjagripasölu, skrifstofu og
miðasölu. Frá forrýminu liggja göng
til beggja hliða. Öðrum megin liggur
náttúrugripasafn og gosminjasafn til
hinnar handar.
Núverandi safn stækkað og
betrumbætt
Náttúrugripasafnið byggir á núverandi
safni, sem verður stækkað og betrum-
bætt. Safnið skiptist í aðaldeildir; sem
eru fiskasafn með lifandi og upp-
stoppuðum fiskum og sjávardýrum,
fuglasafn með uppstoppuðum fuglum
og steinasafn. Eitt meginaðdráttaraflið
verður risastór tankur með lifandi
sjávardýmm. Tankurinn verður á milli
náttúmgripasafnsins og fjölnotasalar-
ins og skapar sjóntengsl á milli
rýmanna. 1 náttúmgripasafninu verður
Framkvæmdir á mótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar:
Gatnamótin hækkuð upp og hellulögð
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir
miklar framkvæmdir ú Kirkjuvegi,
núnar tiltekið á horni Kirkjuvegar
og Vestmannabrautar.
Að sögn Ólafs Ólafssonar bæjar-
tæknifræðings er verið að skipta um
holræsalagnir og koma fyrir regn-
vatnslögnum í götunni. „Við fömm
líklega upp fyrir Islandsbanka en á
Vestmannabrautinni þurfum við að
fara lengra til vesturs enda em lagnir
þar ónýtar og verður að skipta þeim
út. Astand lagna ofar á Kirkjuveginum
er nokkuð gott en þar er aftur á móti
burðarlagið í götunni lélegt og gæti
þurft að skipta um það. En um þá
framkvæmd verður ákvörðun tekin á
síðari stigum af bæjarstjóm."
Ólafur bætti við að fyrir þremur
ámm hafi bærinn byrjað að nota
myndavélar til þess að kanna ástand
holræsalagna í bænum og hafi þá
komið í ljós á þessu svæði að lagn-
imar höfðu nánast lagst saman og
þurfti því að grípa til aðgerða. „Eins
verður skipt um burðarlög og malbik."
Verkefnið skiptist í tvennt, þ.e.
endumýjun lagna sem á að vera lokið
fyrir goslokaafmælið helgina 4. til 5.
júlí nk. og síðan frágang á sjálfum
gatnamótunum. „Þar er unnið eftir
nýju deiliskipulagi í miðbænum þar
sem gatnamótin verða hækkuð upp og
hellulögð, líkt og gert var á homi
Bárustígs og Vestmannabrautar.
Ástæðan fyrir því að gatnamótin verði
hækkuð lítillega upp er að draga úr
hraðakstri á svæðinu og þar með auka
umferðaröryggi.“
Reiknað er með að seinni hluta
framkvæmdanna verði lokið 1. sept-
ember nk. Er þetta liður í níu ára
framkvæmdaáætlun um endumýjun á
holræsakerfi bæjarins og er þetta
annað árið sem unnið er eftir því.
Ólafur vildi að lokum biðja Eyjamenn
að fara varlega í kringum fram-
kvæmdasvæðið. „Eins vil ég fyrir
hönd tæknideildar biðja Vestmanna-
eyinga afsökunar á þeim óþægindum
sem fólk kann að verða fyrir vegna
framkvæmdanna.“
FRAMKVÆMDUM á að vera lokið fyrir goslokaafmælið í byrjun júlí.
einnig snertiker fyrir sjávardýr og
lifandi lundapysjur í sínu rétta
umhverfi. Þá er fyrirhugað rými, sem
tileinkað verður Keikó.
I tengslum við náttúrugripasafnið
verður rannsóknastofa og skrifstofa,
auk stoðrýma svo sem tæknirými og
geymslur o.s.frv.
Gamla Rafstöðin framhlið
gosminjasafnsins
Gosminjasafnið verður staðsett í hluta
af gmnni gömlu rafstöðvarinnar við
Heimatorg. Reiknað er með að fram-
hlið stöðvarinnar verði endurbyggð og
myndi þannig andlit safnsins út í
miðrými Heimatorgs, beint á móti
tanki náttúmgripasafnsins. Aðalsýn-
ingarrými safnsins verður þar sem
vélarrými rafstöðvarinnar var. Gert er
ráð fyrir að nota leifar vélanna sem nú
liggja undir hrauninu sem hluta af
minjasafninu. Hluri sýningarrýmisins
mun nýtast fyrir fræðslu- og kvik-
myndasýningar. Stoðrými gosminja-
safns innihalda tækja- og stjómklefa,
skrifstofu og geymslu.
Tæplega 2500 fermetra
mannvirki
Menningarhúsið verður hluti af nán-
asta umhverfi bæjarins. Hraun-
kanturinn við aðalinngang verður
mótaður sem forrými að mannvirkinu.
Gert verður ráð fyrir aðkomu lang-
ferða- og leigubíla auk skammtíma-
bílastæða við aðalinnganginn. Bíla-
stæði menningarmiðstöðvarinnar
samnýtast með öðmm byggingum í
nágrenninu. Menningarmiðstöðin í
hrauninu tengist hinu nýja deili-
skipulagi sem þar verður. Gert er ráð
fyrir aðalgöngustíg frá miðbænum yfir
hraunkantinn fram hjá aðalinngangi
og yfir á Skansinn. Við hvolfþakið
sem fellt er að hluta inn í hraunið með
hraunhleðslum verður áningar- og
útsýnisstaður með yfirsýn yfir bæinn,
höfnina, Heimaklett, Eldfell og
Helgafell. Helstu stærðir sem hugsað-
ar em í hugmyndinni em þær að
fjölnotasalur verði 630 fermetrar,
Náttúmgripasafnið fær 410 fermetra,
gosminjasafn 400 fermetra, sam-
eiginleg stoðrými verða 450 fermetrar
og gang- og tengirými 560 fermetrar.
Byggingin á því að vera um 2450
fermetrar. sveimi@eyjafrettir. is