Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Síða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 3. júli 2003
Göngumessa
Göngumessa verður í Vest-
mannaeyjum til að fagna því að 30
ár eru liðin frá goslokum á Heima-
ey. Verður hún með svipuðu sniði
og undanfarin ár. Hugmyndin er
byggð á því sem kallað hefur verið
pílagrímamessa, þ.e. guðsþjónustan
er á ferð og þátttakendur vitja
minnisverðra og helgra staða.
Hefst hún með messuupphafi í
Landakirkju sunnudaginn 6. júlí kl.
11.00. Þaðan verður gengið austur í
kirkjugarðinn. I garðinum verður
bæn fyrir minningu látinna.
Við krossinn í gíg Eldfellsins
verður guðspjallið lesið og lagt
verður út af texta dagsins. Þaðan
verður gengið sem leið liggur niður
að Hringskersgarði og messulokin
verða í Stafkirkjunni. A öllum stöð-
um verða sungnir sálmar sem flestir
ættu að þekkja. Kór Landakirkju og
organisti, Guðmundur H. Guðjóns-
son, leiða sönginn og leikur hann á
orgelið í Landakirkju, en einnig
verður leikið á flautur eða lúðra á
viðkomustöðum.
Göngufólk er hvatt til að taka
virkan þátt í söng og svörum en til
að auðvelda það fá allir sálmablöð í
hendurnar á staðnum. Fólk er hvatt
lil að vera klætt eftir veðri. Þess má
geta að rútuferð verður frá Landa-
kirkju, upp í gíg og niður að Staf-
kirkju fyrir þá sem vilja taka þátt en
sleppa sjálfri göngunni. Eftir göngu-
messuna mun sóknamefnd Ofan-
leitissóknar (Landakirkju) bjóða
kirkjufólki upp á súpu og brauð á
lóð Stafkirkjunnar. Samkvæmt dag-
skrá hátíðarnefndarinnar má búast
við óvæntri uppákomu á Skans-
inum í kjölfar guðsþjónustunnar.
Sr. Kristján Björnsson.
Fín sfld, stór
og falleg
Á föstudag hófst sfldarvinnsla
ísfélagins en Harpa VE landaði þá
fyrstu síldinni. Harpa hefur leyfi til
að stunda veiðamar í einn mánuð
frá 25. júní til 25. júlí en
hrygningarsvæði sumargotssíldar-
innar er við Eyjar.
Andrés Sigurðsson, skipstjóri, á
Höipu VE, sagði á þriðjudag að
veiðamar fæm eðlilega af stað en þá
höfðu náðst um 500 tonn. „Við
erum við Suðurey og Hellisey og
erum að veiða þetta yfir daginn.
Þetta kom vel út í fyrra og vonandi
verður sama upp á teningnum núna.
Þessar veiðar skaffa vinnu og tekjur
til bæjarfélagsins, sagði Andrés og
varð að hætta spjallinu enda
upptekinn við veiðamar.
Óskar Óskarsson, vinnslustjóri
Isfélagsins, segir vinnsluna ganga
vel. „Þetta er rosalega fín sfld, stór
og falleg, engin áta í henni eins og í
fyrra. Þetta verður með svipuðu
sniði og í fyrra en leyfið stendur í
einn mánuð. Harpan fer út um tvö á
daginn og er að koma inn aftur um
kvöldmat. Við emm því að vinna
hráefnið jafnóðum, flökum og
frystum."
Fimmtíu manns starfa nú í
frystihúsi ísfélagsins en jafnframt
síldarvinnslunni er unnið í bolfiski
en í minna mæli en verið hefur.
Heimaey VE hefur séð frystihúsi
ísfélagsins fyrir hráefni og að sögn
Siguijóns Ingvarssonar hefur fiskirí
gengið ágætlega undanfarið.
Heimaey hefur verið að fá um 60
tonn á viku.
Eyþór Harðarson, rafmagnsverkfræðingur vann að stóru verkefni í Þýskalandi:
Eldd spáð í það hvort maður er frá
Eyjum eða af höfuðborgarsvæðinu
EYÞÓR: Ég notaði internetið og fór á tveggja daga vinnufund í nóvember
en leysti 80 prósent af verkinu hér heima en var um það bil þrjár vikur úti
í Þýskalandi. Það var mikil reynsla fyrir mig að taka þátt í uppbyggingu
af þessari stærðargráðu.
Eyþór Harðarson hefur að undanfömu
unnið fyrir Euro-Baltic við að reisa
uppsjávarfrystihús f Sassnilz í Þýska-
landi. Euro-Baltic er í eigu Parleviet &
Van der Plas B.V. en fyrirtæki frá
ýmsum löndum komu að hönnun og
byggingu vinnslubúnaðar í húsinu.
Eyþór þekkir vel til í Þýskalandi þar
sem hann var þar við nám í ijögur ár
en hann er rafmagnsverkfræðingur að
mennt.
„Það má segja að þetta sé dæmi um
hvað hægt er að vinna héðan frá
Eyjum. Ég vann verkefni l'yrir Skag-
ann hf. á Akranesi en ég kynntist þeim
í gegn um vinnu þeirra við uppsetn-
ingu á uppsjávarvinnslu Isfélagins.
Þegar það kom upp að þeir tæku að
sér að vinna karaflutningskerfi fyrir
uppsjávarfrystihús í Sassnitz í Þýska-
landi óskuðu þeir eftir því að ég ynni
þetta með þeim. Ég tók að mér að
forrita karfaflutningskerfið sem flytur
700 lítra kör um húsið, allt eftir því
hvaða vinnsluleiðireru valdar. í þessi
kör eru sett sfldarflök sem liggja í
marineringu í nokkra daga áður en þau
em fullunnin. Þetta er fullkomnasta
uppsjávarfrystihús í heiminum í dag
og hefur kostað miklu meira en
nokkur íslensk fiskvinnsla hefði tök á
að framkvæma. Hollendingarnir
byggja það í Austur-Þýskalandi m.a.
vegna þess að Evrópusambandið er
að setja mikla peninga í þetta. Á
þessu svæði er mikið atvinnuleysi.
Verksmiðjan mun skapa störf fyrir um
það bil 150 manns og þeir reikna með
að vinna 50 til 60 þúsund tonn af sfld
á ári. I hillukerfi frystiklefanna geta
verið allt að 20 þúsund tonn. Þarna
eru mannlausir lyftarar sem flytja
körin til og frá karakerfinu.“
Fleiri íslensk fyrirtæki unnu að verk-
efninu, Sæplast seldi plastkörin, 3x
stál seldi karaþvottavél og Pólstækni
sá um vogakerli. „Þetta em dæmi um
fyrirtæki sem líta út fyrir bæjarmörkin
og búa til sín eigin tækifæri á heims-
markaði. Við eigum það til hér í
Eyjum að pæla bara í hvort okkur sé
að fækka eða ekki. Hjá Euro-Baltic
eru menn ekki að spá í það hvort
maður er frá Vestmannaeyjum eða
höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið 3x
stál er frá Isafirði og það hamlar
þessum mönnum ekki að fara á
heimsmarkað. Ég spurði þá út í þetta
og þeir sjá engin vandamál við það að
vera á Isafirði og eru ekkert á leiðinni
suður.“
Eyþór segist hafa unnið verkið að
mestu hér heima í samvinnu við þá
útlendu aðila sem að því stóðu. „Ég
notaði internetið og fór á tveggja daga
vinnufund í nóvember, leysti 80
prósent af verkinu hér heima en var
um það bil þrjár vikur úti í Þýskalandi.
Það var mikil reynsla fyrir mig að
taka þátt í uppbyggingu af þessari
stærðargráðu. Hjá Isfélaginu eru
fimm flökunarvélar en þeir eru með
fimmtán. Þetta er samt sem áður
svipuð vinnsla og hjá okkur á margan
hátt. Einnig eru þeir með fiski-
mjölsverksmiðju inni í húsinu. Það var
mjög athyglisvert og lærdómsríkt að
koma að þessu. Þama eru m.a. kröfur
um að vatnið sem rennur frá verk-
smiðjunni sé allt að því drykkjarhæft.
Maritech, fyrirtæki í Reykjavík, sá
um stóran hluta af upplýsingakerfinu
og það er skemmtilegt að segja frá því
að þegar ég kom til Euro þá var
Eyjamaðurinn Þór Jónatansson að
vinna fyrir þá þarna úti. Tækifærin
liggja víða."
Tónleikar og dansleikur með Pöpunum
Annað kvöld verða haldnir stór-
tónleikar í Höllinni. Þar kemur fram
hljómsveitin Papar ásamt nokkurum
af helstu dægurlagasöngvurum lands-
ins. Á dagskránni verða aðallega lög
af tveimur nýjustu plötum Papanna,
Riggarobb, sem kom út í fyrra og varð
þriðja söluhæsta innlenda platan á
árinu og geymir lög eins og Rigga-
robb, Lífið er lotterí, Þá stundi Mundi,
Efemía, Hún söng dirrindí, ásamt fieiri
lögum. Nýja platan sem ber heitið
Þjóðsaga kom svo út fyrir tæpri viku
og er í raun sjálfstætt framhald af
Riggarobb, þ.e.a.s. þar eru öll lögin
við texta Jónasar Ámasonar. Að auki
munu Einar Ágúst og Gunni Ola úr
Skítamóral frumflytja lag sem á eftir
að óma í Dalnum á Þjóðhátíðinni.
Sem og á i'yrri plötunni fá Papamir
til sín marga af ástsælustu söngvumm
landsins. Þar á meðal em; Andrea
Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Einar
Ágúst Víðisson, Birgitta Haukdal,
Hermann Ingi Hermansson og Berg-
sveinn Arilíusson. Þrjú af þeim, þau
Andrea, Einar Ágúst og Bergsveinn
verða í för með Pöpunum ásamt
Gunnari Ólafssyni, söngvara Skíta-
mórals. Tónleikamir hefjast kl 22.00
stundvíslega. Á eftir verður svo
stiginn dans með Pöpunum til kl.
03.00.
JÖL r t •tScjLíá
^ * rflí TSÍfii? * ‘*m iViJwwdb* -%Y-. > Y »
'..x ...
‘V/ \ / t
Margo sýnir
Gos
og gler
Um helgina verður Margo
Renner með glerlistarsýningu í
Listakoti, Bárustíg 11. Margo
hefur unnið gler í mismunandi
formum undanfarin tuttugu og
fimm ár. í tilefni af
goslokaafmælinu hefur hún
unnið nokkra skúlptúra þar
sem notað er hraun úr
eidgosinu.
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar
Garðarsson. Blaðamenn: Sigursvejnn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir:
Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi
47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur:
frettir@ eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði
og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun,
hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.