Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Síða 19
Fréttir/ Fimmtudagur 3. júli 2003 19 Reyndar varð dvölin lengri hjá Binnu en hún ætlaði í upphafí því að hún settist hér að og býr hér enn. Þá fengu einstaklingar sem komu í stuttar ferðir til Eyja gistingu nótt og nótt. Þyrnirós sett á svið Allir sem störfuðu í Eyjum á þessu tímabili fengu sérstakan passa og númer. Vel var fylgst með öllu. Hættan var mikil af eldi, logandi heitu grjóti sem rigndi yfir og ekki síst af gasinu sem var baneitrað. M.a. vorum við aðvaraðir þegar við vorum við störf á Heimagötu 35 til 37. Mötuneyti var fyrir alla. Fyrst í ísfélaginu þar til gasið kom. Þá var það flutt til bráðabirgða á Hótel HB meðan vélum og áhöldum var komið fyrir í Gagnfræðaskólanum. I Gagnfræðaskólanum var svo, auk mötuneytisins, miðstöð Almanna- vama, símstöðin, loftskeytastöðin og skrifstofur Viðlagasjóðs í Eyjum. Ráðamenn Vestmannaeyjabæjar höfðu einnig aðsetur þar. Lögreglan var til húsa að Höfðavegi 18 en á Hótel HB var heilsu- gæslustöð, pósthús og afgreiðsla Flugfélags Islands en Flugfélagið þurfti eins og fleiri að flytja starfsemi sína vegna gasmengunar. A Gosastöðum var mikið um heim- sóknir, m.a. kom starfsfólk Flugfélags Islands, Flugmálastjómar og Land- mælinga íslands. Einnig komu þangaðjarðfræðingar, læknarofl.. A kvöldin var oft tekið í spil og yatzy var mjög vinsælt. Þá var setið yfir kaffibolla og spjallað. Mikið var rætt um þorskastríðið sem þá stóð sem hæst. Oft var glens og gaman. Til dæmis settum við upp söngleikinn Þyrnirós undir stjórn póstmeistarans og af- greiðslumannsins Aka sem einnig var undirleikari á píanó. Þorkell fór með hlutverk Þymirósar, Andri lék prins- inn og sá sem þetta riljar upp var nomin. Þetta var sýnt nokkmm sinn- um við mikinn hlátur hinna útvöldu sem fengu að sjá þessar einstöku sýningar. Þá vakti þetta mikla forvitni og umtal. Eitt kvöldið varð okkur litið út um stofugluggann. Var þá búið að leggja vörubfl fast uppi við húsið og á pallinum var hópur manna sem ætlaði að sjá með eigin augum hvað væri á seyði. Aki átti píanó og radíófón sem hann flutti með sér að heiman. Stundum var bmgðið á leik, plata sett á fóninn, dansleikir haldnir og spilaðar þær tvær eða þrjár rokkplötur sem til vom. Allt létti þetta af mönnum áhyggjum og stressi auk þess sem því fylgdi sú ánægja að geta með þessu móti skemmt bæði sér og öðmm. Erfiðið bar árangur Á kvöldin var oft farið í gönguferðir, að gosstöðvunum eða niður að höfn meðan það var óhætt vegna gas- mengunar. I austlægum áttum rigndi öskunni yfir allt og alla. Eldsúlur stigu til himins og gosdmnurnar vom oft ægilegar. Stundum fylltist maður vonleysi, verst var það dagana 20. til 28. mars. Sá tími var sá svartasti sem kom í gosinu. Þá fór Rafstöðin undir hraun, Hraðfrystistöðin brann, hraun rann yftr syðri hafnargarðinn og hvert húsið af öðm varð eldinum að bráð. Hvemig morgundagurinn yrði, vissi enginn. Það var bara að þrauka. En það er gott að eiga von. Á þeim tíma bundu menn allar vonir við hraunkælinguna. Þá vom komnar mjög öflugar dælur frá Bandaríkj- unum sem vissulega gerðu gagn og erfiðið bar árangur. Þessi tími var erfíður en jafnframt skemmtilegur. Þegar ég lít um öxl rifjast upp mörg kátbrosleg atvik og tilsvör sem upp komu innan þessa samhenta hóps sem mest var saman í gosinu. Líklega myndu margir þeirra brosa í kampinn ef sagt væri við þá: „Nú jámum við merina." Myndir Sigurgeir Jónasson. Valgerður Bjarnadóttir skrifaði ritgerð um gosnóttina 23. janúar: Farið í óvænt troinso VALGERÐUR lengst til vinstri, næst henni er Ásta Bárðardóttir, Davíð í Tölvun, sá hrokkinhærði, hefur lítið breyst og loks Erlendur Bogason. Myndin er tekin í móttöku þegar hópurinn kom til Tromsö en þangað föru 115 krakkar I'rá Eyjum. Æáá 'S;.f ■'jmR**** •110Á' r- .cxlífáM. FJÖLSKYLDAN í Hamrahlíðarskólanum, Jónas, sem var nemandi í skólanum, Bergþór 4 ára, Bjarni, Valgerður, Jórunn og Rúnar sem er látinn. Valgerðui' Bjamadóttir, kennari í Hamarsskóla, var 11 ára, þegar byrjaði að gjósa. Foreldrar hennar em Bjami Jónasson og Jómnn Bergsdóttir. Hún skrifaði ritgerð um gosnóttina þar sem hún lýsir því sem fyrir augu bar og hvernig atburðimir komu henni fyrir sjónir. Er frásögnin bæði einlæg og skemmtileg því alltaf sjá bömin hlutina í svolítið öðru Ijósi en þeir fullorðnu. „Ég steinsvaf. Allt í einu heyri ég að það er bankað á herbergisdyrnar. Ég mmskaði og sagði já. Þá heyrði ég að pabbi kallaði, það er farið að gjósa í Helgafelli. Ég glaðvaknaði og fórupp á loft í náttfötunum. Þar var mamma og einn bróðir minn að horfa út um gluggann á eldhúsinu. Ég fór og kíkti út um gluggann, þar blasti við mér sú sjón sem ég gleymi seint. Ég spurði þau, hvort þetta mundi vera nálægt VALGERÐUR og fjölskylda hennar. Hún heldur á Björgvin Geir, svo koma Valbjörg Rúna, eiginmaðurinn Björgvin og Bergþóra Ólöf. húsinu hans Palla. Nei, þetta er víst fyrir ofan Kirkjubæina. Mamma fór og vakti litla bróður minn, sem er tjögurra ára. Svo klædd- um við okkur og fórum á bílnum að skoða þetta. Ég klæddi mig víst óþarflega mikið, því að það var hiti þama. Þegar við fómm niður í bát, var klukkan eitthvað um þrjú, það var beðið svolítið þar meðan aðrir bátar fóra. En báturinn sem við fómm með hét Leó VE 100 eða 200. Það vom um 60 manns með bátnum, en þar sem mest var vom 350 manns. Ég og mamma vomm í káetunni en pabbi og litli bróðir minn vom í stýrishúsinu. Afi minn, 72 ára, var lika með sama bát og við. Bróðir minn var bara uppi á dekki. Tveir kettir voru einnig með í förinni. Annan átti bróðir hans pabba en hinn átti einhver sem ég þekki ekki. Bróðir hans pabba var líka með sína fjölskyldu. Allir vom ælandi og ég ældi allan tímann. Það var rok í Þorlákshöfn, og enginn tók á móti okkur. Tvær löggur vom þar, önnur sagði okkur að bíða en hin að halda áfram en það var rok á bryggjunni og kalt að standa. Þegar sú síðamefnda kom fylgdum við henni, en hún kom seinna. Svo komum við í eitthvert hús, ég veit ekki hvort það var veitingahús eða eitthvað annað hús. Líklega hefur þar verið matstofa á efstu hæð því okkur var boðið að fá okkur að éta eða drekka. En við sem vorum á þessum bát fengum okkur ekkert að hressa okkur á, enda þótt við værum ekkert búin að éta síðan við átum kvöldmatinn en margir vom samt búnir að drekka eftir það kvöld- drykkinn sinn. I staðinn fórum við beint upp í rútu, reyndar tvær. Allt skyldfólk mitt kom samt með sömu rútu. Varla vomm við komin af stað fyrr en ég var byrjuð að æla. Það var kveikt á útvarpinu í rútunni og það var eitthvað um gosið. Það var viðtal við frænku mína en hún heitir Halla, og líka litla strákinn hennar þegar þau komu upp úr Surtseynni. Svo þegar við komum þá fómm við í Mennta- skólann við Hamrahlíð en þar var elsti bróðir minn að læra. Hann tók á móti okkur. Skólinn er svo stór og miklir gangar að það er varla hægt að rata þar. FRÁ Tromsö, Valgerður lengst til vinstri ásamt systrunum á heim- ilinu þar sem hún dvaldi. Þar dvaldi hún í tvær vikur og þó norskukunnáttan væri ekki mikil var það enginn þröskuldur í sam- skiptum barnanna. Valgerður heldur ennþá sambandi við fjölskylduna, sendir þeim jólagjaf- ir en þau hafa ekki hist í 30 ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.