Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Side 22
22
Fréttir / Fimmtudagur 3. júlf 2003
Dagbók úr ferð kennara og nemenda til Litháen í vor:
Alls staðar tekið opnum örmum
-og stjanað við okkur á alla lund. Það er líka gaman að segja frá því að íslensku krakkarnir og
þeir litháensku hafa verið í SMS og tölvusambandi síðan þau komu heim
Þann 9. til 16. maí fóm fjórir kennarar
og fimm nemendur frá grunn-
skólunum í Vestmannaeyjum til
Litháen. Tengist þessi ferð Comeni-
usarverkefni sem skólamir taka þátt í
og erum við að ljúka öðru ári af
þremur. Sólrún Bergþórsdóttir, Bama-
skólanum og Svava Bogadóttir,
Hamarsskóla, hafa haft umsjón með
þessari vinnu og fengu í vetur til liðs
við sig Selmu Ragnarsdóttur í fata-
hönnunina.
Bjöm Elíasson, aðstoðarskólastjóri
Barnaskólans, var einnig með í
ferðinni til Litháen og kynntist
skólastarfi þar sem er að ýmsu leyti
frábmgðið því sem við eigum að
venjast. Tilgangur verkefnisins er að
tengja betur saman lönd í Evrópu og
auka samstarf þeirra á milli.
Fyrsta veturinn sendum við kynn-
ingarmyndband milli landa og gáfum
út tímarit. I vetur hafa nemendur hér í
Eyjum verið að hanna og síðan sauma
fatnað og var hugmyndin að búa til
nýtt út frá áhrifum og hefðum allra
þátttökulandanna en þau em auk
Islands, Litháen, Rúmenía og Þýska-
land.
Af verkefnum vetrarins má nefna
ýmsar skemmtilegar útfærslur á mat-
reiðslu og fatagerð. Litháar útbjuggu
matseðil, m.a. „Geysers in Pancakes“
og það eina íslenska í þeim rétti er
nafnið, Þjóðverjar nútíma þjóðsögu og
Rúmenar dansa. Nemendur sýndu svo
afrakstur vinnu sinnar á sýningu sem
var í Litháen. Síðasta veturinn ætlum
við síðan að bera saman slangur og
slettur unglinga í þátttökulöndunum
og búa til orðabók.
Evrópusambandið greiðir mestan
hluta verkefnisins en Vestmannaeyja-
bær styrkir á móti. Dregið var úr
nöfttum þeirra nemenda sem stóðu sig
vel í fatahönnun og saumaskap og
fóm þau með í ferðina.
Ferðalagið byrjaði 9. maí og þurft-
um við að gista eina nótt í Kaup-
mannahöfn. Að sjálfsögðu fómm við
bæði á Strikið og íTívolí. Stemmning-
in í Tívolí minnti einna helst á
þjóðhátíð, það vantaði bara tjöldin!
Daginn eftir flugum við til Vilnius,
höfuðborgar Litháens, og mikil
HÓPURINN samankominn í hádegismat, íslendingar, Litháar, Rúmenar og Þjóðverjar.
nágrenni. Þar var alveg greinilegt að
skólahúsnæði og skólabúnaði er ekki
jafnvel viðhaldið og við eigum að
venjast.
Allir fengu að æfa sig fyrir sýningu
sem var seinna um daginn en okkar
hópur sýndi föt sem 9. bekkingar í
báðum skólum höfðu hannað og
saumað. Sýningin gekk ljómandi vel
og vakti rnikla athygli en í fatahönnun
var blandað saman efnum eins og
laxaroði, Iopa, silki, bómull o.fl. Þau
sem sýndu fötin vom: Sólveig Rut
Magnúsdóttir, Sveinn Agúst Kristins-
son úr Bamaskólanum og Annika
Vignisdóttir og Lilja Dröfn Kristins-
dóttir úr Hamarsskóla. Amar Ingólfs-
son úr Bamaskólanum hafði ekki
minna hlutverki að gegna en hann tók
alla sýninguna upp á myndband.
Að sýningu lokinni var síðan
diskótek fyrir krakkana.
Grimmd mannanna
eftirvænting lá í loftinu þar sem ekkert
okkar hafði komið þangað áður.
Nemendur áttu að gista í heimahúsum
hjá jafnöldrum sínum og það var
spennandi að sjá hvemig það gengi.
I Litháen
Eftir tæplega þriggja tíma rútuferð frá
Vilnius komum við til Vilkaviskis en
það er 15.000 manna bær. Þar biðu
okkar bæði foreldrar og nemendur og
hver nemandi fékk sitt „heimili".
Annan daginn fómm við að Vistytis
vatninu sem er alveg við landamæri
Rússlands en þar grilluðum við og
komumst að því að körfubolti er hátt
skrifaður í Litháen. Þar skoðuðum við
líka myndbönd sem nemendur í
hverju landi höfðu gert um undirbún-
ing verkefnisins.
Þriðji dagurinn var skipulagður frá
morgni til kvölds í Ziburys skólanum
en þar starfa kennarar og nemendur
sem við höfum verið í samskiptum
við. I þeim skóla em aðeins 120
nemendur á aldrinum 11 til 16 ára.
Þau berjast fyrir tilvist sinni en til
stendur að flytja þau í 1200 bama
„nýjan“ skóla „Ausra“ í næsta
Á útsýnispalli í Kaunas.
Fjórða daginn fórum við til Kaunas,
sem er næststærsta borg Litháen. Hún
er mjög falleg og snyrtileg borg og þar
er m.a. að finna glæsilega verslunar-
götu. Þar skoðuðum við KGB-safnið
sem er gamalt fangelsi. Þar fræddi
leiðsögumaður okkur um þær pynd-
ingaraðferðir sem beitt var gegn þeim
sem ekki voru hliðhollir hinu komm-
úníska þjóðfélagskerfi sem var við
lýði í Litháen fram til 1991. Mjög
óhugnanleg sýning sem upplýsti
okkur svo sannarlega um það hversu
grimmir menn geta orðið.
Fimmta daginn fómm við síðan til
Vilnius, höfúðborgarinnar, og skoðuð-
um þar kirkju áður en við fómm í nýja
verslunarmiðstöð. Þó þeir kölluðu
bygginguna verslunarmiðstöð var
greinilegt að ekki skipti minna máli að
hafa afþreyingu en verslanir því stórt
skautasvell var í miðjunni og matsölu-
staðir allt í kring. Ferðalagið hvora
leið tók 3 tíma svo við gerðum ekki
meira þann daginn.
Sjötta daginn heimsóttum við
bæjarstjórann í Vilkaviskis og færðum
honum að gjöf bók um Vestmanna-
eyjar. Hann hafði á orði að Islendingar
væm hátt skrifaðir hjá sér og öðmm
Margt að skoða og skemmtilegir krakkar
-segja þau Annika, Arnar og Sóveig Rut um ferðina til Litháen
Annika Vignisdóttir segir verkefn-
um hafa verið skipt á milli þjóðanna
sem þátt tóku í verkefninu en þau em
Island, Rúmenía, Þýskaland og
Litháen þar sem hópamir hittust.
„Það kom í okkar hlut að hanna föt
og sauma þau og við unnum öll
saman að því. Krakkar frá hinum
löndunum tóku fyrir mat og annað.
Fötin áttu að sameina strauma frá
öllum löndunum fjómm og sóttum
við fyrirmyndimar í þjóðbúninga
þeirra allra.“
Hvað vissir þú um Litháen áður en þú
fórst út? „Það var lítið annað en að
það er land. Mér fannst eins og margir
væm fátækir og öðm vísi en hjá
okkur. I bænum, þar sem Sólveig og
Lilja bjuggu, vom öll ljós slökkt á
kvöldin. Eg held að fjölskyldan sem
ég var hjá hafi verið mjög rík miðað
við það sem gerist þama og inni hjá
þeim var svipað og á Islandi."
Hvað kom þér mest á óvart? „Það
ANNIKA.
voru kannski krakkarnir. Ég bjóst
ekki við að þeir væru eins skemmti-
legir og kom í ljós. Eg á nokkra vini
þama úti. Strákamir? Jú, þeir em allt í
lagi. Eg hef verið í sambandi við
stelpuna sem ég bjó hjá og svo er fullt
af krökkum að sendá mér póst á
Netinu og SMS-skilaboð.“
ARNAR.
Hvað vissu krakkarnir í Litháen um
ísland? „Það var ekki mikið. Þau
vissu um gosið í Vestmannaeyjum en
það var lítið annað. Já, ég mundi vilja
fara þangað aftur,“ sagði Annika að
lokum.
Arnar Ingólfsson var eins og hinir
krakkamir að ljúka 9. bekk í vor og
SÓLVEIG RUT.
hans hlutverk var að taka upp á
myndband undirbúning ferðarinnar til
Litháen. Því verki hélt hann áfram í
ferðinni því hann fór út sem töku-
maður.
„Eg og Sveinn Ágúst vomm að
mynda krakkana á meðan þeir vom
að hanna og sauma fötin sem við
fómm með út. Ég tók líka svona um-
hverfismynd af eýjunni sem við
fómm með út. Sveinn Ágúst, sem á
tökuvélina, tók myndir í rútuferðum
en ég tók myndir af sýningunum þar
sem hann var að sýna föt.“
Þarna vom samankomnir krakkar
frá Islandi, Rúmeníu og Þýskalandi
auk gestgjafanna. Gaf það ferðinni
enn meira gildi. „Mér fannst mjög
gaman að koma til Litháen, þetta er
öðruvísi land en Island og margt að
skoða. Mér fannst athyglisverðast
þegar þau sýndu okkur stærsta heila
steininn sem er að finna í landinu. Það
liggja tröppur upp á hann en mér
fannst hann ekki mjög stór.“
Mamman og pabbinn, sem Amar
dvaldi hjá, em bæði lögfræðingar og
sagði Amar að sér hefði sýnst þau
vera svona í meðallagi vel stæð miðað
við það sem þama þekkist. „Krakk-
amir töluðu svipaða ensku og við
þannig að okkur gekk vel að ná