Fréttir - Eyjafréttir - 03.07.2003, Page 24
24
Fréttir/ Fimmtudagur 3. júlf 2003
Stórglæsilegt Shellmót
-sem var haldið í tuttugasta sinn
Það hefur varla farið framhjá
nokkrum manni í
Vestmannaeyjum að Shellmótið
fór fram um helgina. Þetta var
tuttugasta mótið og voru
þátttakendur tæplega 1200,
þjálfarar, leikmenn og
fararstjórar en óhætt er að
fullyrða að um tvö þúsund manns
hafl verið í Eyjum í tengslum við
Shellmótið.
Mótið var sett á fimmtudags-
kvöldinu í blíðviðri en fyrstu tvo
dagana var sól og blíða. A þriðja
degi fór að rigna þegar leið á
daginn en það kom ekki niður á
mótshaldinu og strákarnir létu
engan bilbug á sér finna þótt
aðstæður væru hlautar.
Dagskrá mótsins var með hefð-
hundnu sniði, setning á
fimmtudegi, kviildvaka á
föstudegi, grillveisla á laugardegi
og lokahóf á sunnudegi en alla
dagana var leikið frá níu á morgn-
ana og frarn eftir degi. Þess á milli
fóru liðin í hátsferðir og rútuferðir
og einhverjir reyndu fyrir sér í
Spröngunni. Allt gekk sinn
vanagang í mótinu enda er
Shcllmótsnefndin vakin og sofln
yflr mótinu þá daga sem það
stendur.
Njarðvík, A-lið, varði titil sinn í
Shcllmótinu en þeir urðu
meistarar árið 2002.
Úrslitaleikurinn var jafn og
spcnnandi, Njarðvíkingar voru
mcð léttleikandi lið en
Hafnfirðingar hiifðu í sínum
riiðum sterka stráka.
Ekkert mark var skoraði í fyrri
hálfleik en í þeim síðari komust
Njarðvíkingar yfir. FH-ingar
reyndu hvað þeir gátu að jafna,
þeir þurftu að skora tvö mörk til
þess að tryggja sér titilinn en
Njarðvíkingum dugði jafntcili þar
sem þeir voru fyrri til að skora.
FH-ingar jöfnuðu einmitt
leikinn á lokamínútunni en
komust ekki lengra og því var það
Njarðvík sem fagnaði titlinum.
Það var hins vegar aðdáunarvert
að sjá liðin fagna í sameiningu í
lcikslok og ljóst að enginn gekk sár
af velli.
I B-liðum var það svo IA sem
sigraði, í C-liðum Víkingur og í D-
liðum voru það Eeiknismenn sem
báru sigur úr býtum.
Eyjaliðunum gekk þokkalega í
mótinu í þetta sinn þó að liðin hafl
ekki komist á verðlaunapall.
Bestum árangri náði C-liðið sem
endaði í 5. til 6. sæti en önnur lið
IBV léku svokallaða jafningjalciki
en einungis er raðað í efstu átta
sæti mótsins, önnur lið spila
jafningjaleiki.
Mótinu var svo slitið við
hátíðlega athiifn í íþróttahöllinni
og þar var þröngt á |>ingi enda um
1400 manns í sainum.
Verðlaunahafar tóku við sínum
verðlaunum, sem voru Ijölmörg
enda er það keppikefli
mótshaldara að verðlauna sem
flesta. Ekki var annað að sjá í
mótslok en að þreyttir en ánægðir
ungir knattspyrnukappar hafi
haldið heim á leið og Ijóst að
Shcllmótið er einn allra
glæsilegasti íþróttaviðburður
landsins.
ÞAÐ er ógleymanlegt að fylgjast með lokaathiifninni þar sem samankomnir eru rúmlega 1000 strákar á aldrinum 9 og 10 ára. Að komast á
verðlaunapall er líka eitthvað sem drengirnir gleyma seint eða aldrci.
Tók þátt í fyrsta Tommamótinu
-Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson í léttu spjalli um Shellmótið
Hermann Hreiðarsson, landsliðs-
maður og Eyjapeyi, fylgdist með
Shellmótinu í ár auk þess sem hann
afhenti verðlaun á lokahófinu.
Hemmi þekkir að sjálfsögðu vel til
mótsins, spilaði sjálfur á Tomma-
mótinu og tók þátt í framkvæmdinni
hér á árum áður. Hann fékk reyndar
ekki mikinn tíma til að fylgjast með
leikjunum því Hermann var í því að
skrifa eiginhandaráritanir á allt það
sem strákunum datt í hug að láta
landsliðshetjuna skrifa á, skó, boli.
húfur, buxur og myndatökurnar voru
ófáar. Hemmi sagði í samtali við
Fréttirað honum liefði fundist gaman
að koma aftur á Shellmótið.
„Eg var svo heppinn að fá að taka
einu sinni þátt í þessu móti, það var
1983 þegar fyrsta Tommamótið var
haldið. Eg man eftir því að það var
mikil tilhlökkun og nánast rætt um
mótið allt árið áður en af því varð.
Við strákarnir urðum líka ekki fyrir
vonbrigðum því þetta mót var frábært
og er eitt af því sem maður man best
eftir úr yngri flokkunum. Það var
reyndar smá ástand á manni því
daginn áður en mótið hófst veiktist ég
og það var mikil sorg enda sá ég fram
á að missa af mótinu. En ég jafnaði
mig og mætti galvaskur á völlinn á
laugardeginum og náði þar með
tveimur dögum í mótinu. En þar sem
ég var á eldra ári í sjötta flokki var
þetta í eina skiptið sem ég tók jxítt í
mótinu sem leikmaður."
En þú hefur nú eitthvað komið nálœgt
mótinu eftirþetta?
, Jú, það er rétt, eins og reyndar allir
Eyjapeyjar sem æfðu fótbolta. Við
vorum notaðir í ýmislegt í mótinu og
svo þegar við urðum eldri þá fórum
við að dæma leikina. Það var auð-
vitað mjög skemmtilegt að taka þátt í
því enda er |>etta glæsilegasta knatl-
spymumót landsins."
Hvemigfannst þér mótið ganga í ár?
„Þarf nokkuð að spyrja að því.
Þetta gengur alltaf vel, sama hvemig
veðrið er eða hvað kemur upp á.
HEMMI hélt að hann hefði gefið
a.m.k. 1000 eiginhandaráritanir
um helgina.
Þessir menn sem stýra mótinu em
snillingar í þessu og mótið verður
alltaf skemmtilegt á meðan þeir em
að.“
Og þú ert búinn að skrifa nafnið þitt
nokkrum sinnum wn helgina?
Jú, strákamir em duglegir að biðja
um eiginhandaráritanir og auðvitað
verður maður við því. Ætli ég sé ekki
búinn að skrifa nafnið mitt rúmlega
þúsund sinnum um helgina en ég man
þegar ég var sjálfur á þeirra aldri og
menn eins og Arnór Guðjohnsen
komu. Þá var maður hálfgerður
bakpoki á honum og elti hann út um
allt.“
STRÁKARNIR í C-liðinu náðu bestum árangri Eyjapeyja.