Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 4

Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 4
Björn Þorsteinsson sagit- fræðingut* skrifar greinaflokk fyrir „Frúna“ 11111 volilng- iistu og eiua merktisáti koitu Islaitds ívrr og síðar. Björn Þorsteinsson. Loftsdóttir hin ríka og samtíð hennar Hettuúlpur, sokkabuxur og támjóir skór eru ekki nýtt tízkufyrirbrigði á íslandi, — heldur forngripir frá dögum Ólafar ríku og œttu því heima á fornminjasafn- inu. Annaðhvort erum við afskaplega gamaldags í dag eða Ólöf og samtíð hennar hefur verið langt á undan tím- anum. — Ólöf bjó á Skarði á Skarð- strönd við meiri auð og völd en nokkur önnur íslenzk kona fyrr og síðar, og sennilega hefur enginn íslenzkur karl verið valdameiri. Hún átti í höggi við sjórœningja, en aðrir sjórœningjar voru vinir hennar. Hún stuðlaði að því, að Englendingar voru flœmdir úr efnahags- bandalagi Vesturlanda, eins og frœgt varð á sínum tíma. Á Skarði voru lögð á ráðin um leiðangu r til landanna í vestri um 20 árum fyrir frœgðarför Kól- umbusar. Og Kólumbus kom sjálfur til íslands árið 1477 og hefur þá eflaust gengið á fund Ólafar, því að hún geymdi lyklanna að fróðleiknum um 'lönd fram- tíðarinnar. I. ÆFINTÝRI OG STAÐ- REYNDIR. 1. Valkyrja á sveina öld. ar renna ævintýri til. Hústrú Ólöf var í það sinn inn á Helga- felli, er hún frétti lát Björns, bónda síns. Hún sagði: „Ekki skal gráta Björn, heldur safna liði“, — hvað hún gjörði, klæddi sig hringabrynju og þar yfir kvenmannsbúnaði, dró svo með útbúið lið, komst með kænsku á Jónsmessu og hennar fólk að Eng- elskum og drap þar mikinn fjölda utan kokkinn, sem naumlega fékk líf fyrir það hann hafði hjálpað syni þeirra, Þorleifi, hvers hann naut, þó með nauðum. Það varð þá málsháttur: — Róstugt varð í Rifi, þá ríki Björn þar dó. — Hústrú Ólöf sat á Reykhólum (á að vera á Skarði) til dauðadags, og væri 4 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.