Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 6

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 6
verið rætt og ritað gríðarlega mikið um fimm alda skeið, en um hina var einungis rætt, en nær aldrei ritað. Það er því að vonum, að hugmyndir okkar um Ólöfu ríku séu harla ó- ljósar og atferli hennar fallið í gleymsku. Það er söguleg staðreynd, að fáir menn hafa verið bættir dýrara gjaldi en Björn Þorleifsson. Hins vegar er það vafasamt, hvern þátt húsfreyjan á Skarði á Skarðs- strönd átti í því 20 ára stríði, sem út af vígi hans spannst. Við höfum of- boð fátæklegar spurnir af henni, en vildum fegin kynnast henni nokkru nánar. Bjó brynjað vægðarleysi og yfir- gangur undir kvenkufli hennar? Var hún glæsileg? Drottnaði hún yfir karlmönnum í krafti kvenlegra töfra? Var hún ör til ásta, eins og faðir hennar vildi að stúlkan sín væri? Fyrstan vil eg kjörinn kost kjósa að hafi mín drós: hærð sé vel og hagorð, hyggin og ráðdygg, dægilega miðmjó, menntuð bezt og fagrhent, fótsmá og vel vitur, væneygð og örkær. BÚNINGUR KVENNA Á 15. ÖLD. Þannig kvað riddarinn, Loftur ríki Guttormsson, og dillar dóttur sinni, en við erum litlu nær. Sagan hér að framan er skráð af séra Jóni Gissurarsyni á Núpi í Dýra- firði um 160 árum eftir dauða Ólafar. Þótt hann væri Vestfirðingur og vissi ýmislegt um hana, þá er hann ekki einu sinni sannfróður um heim- ili hennar Skarð á Skarðsströnd og segir að hún búi á Reykhólum. Þann- ig bregðast krosstrén, sé Ólöf nefnd. Það fer e. t. v. bezt á því, að hún haldi áfram að vera þjóðsöguhetja, íslenzk skjaldmey, sem hver mótar eftir sinni vild og skáld yrkja til ástaljóð jafnvel á 20 öld. Heimildir okkar um Ólöfu ríku eru af svo skornum skammti, að við getum aldrei leyst hana til fulls úr álögum þjóðsögunnar. Það er e. t. v. gæfa hennar. Það er þó öruggt, að hún var bæði auðugust og voldugust allra kvenna fyrr og síðar. — Bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð, — segir Fornólfur um Björn í Ögri, en svo mun einnig hafa verið um Ólöfu Sama ath.: Víðu og síðu ermarnar. Héðan er komið máltækið að „láta hendur standa fram úr ermum“. Loftsdóttur hina ríku bæði heima á Skarði og í hirðsölum í Skotlandi og Kaupmannahöfn, hvort sem hún var fangi eða frjáls ferða sinna. 2. Þegar fræðimenn hætta störfum. Jón Gissurarson segir, að margt sé hægt að skrifa um Ólöfu ríku, en hann leiðir það hjá sér af einhverj- um ástæðum. Það hafði liðið hjá, að íslendingar skrifuðu um menn og atburði á 15. öld. Árið 1430 sofnaði íslenzk sagnaritun þyrnirósarsvefni og svaf í hundrað ár eins og prinsess- an í ævintýrinu. Við vitum ekki, hvaða galdranom svipti íslendinga fýsninni til sjálfstæðrar fróðleiks- söfnunar og stakk drottningu hum- aniskra fræða svefnþornum hér úti. Hér hafði hún átt marga af snjöllustu þegnum sínum á Vesturlöndum, allt frá því að Ari fróði réðst til hirðar hennar um 1100. Þrjú hundruð árum síðar þurrkar síðasti íslenzki sagna- ritarinn á miðöldum blekið af penn- anum, og sagnfræðingar hefja rúm- lega aldarlangt verkfall við skriftirn- ar. Það er fyrst, þegar fornmennta- stefna 16. aldar berst hingað út, að þeir taka til starfa að nýju, en þá höfðu mikil vötn fallið til sjávar. Nú- tíðin varð að fortíð á 15. öld eins og ávallt, og hún gleymdist með kyn- slóðunum, sem hurfu til moldar og varð ekki rifjuð upp. Um húsfrúna á Skarði, Ólöfu Loftsdóttur, var aldrei ritaður staf- ur, svo að vitað sé með sannindum, fyrr en hún var búin að hvíla á aðra öld í gröf sinni. Hún átti sér hirð- skáld, því að hún var drottning, að vísu ókrýnd, en allur sá kveðskapur, sem henni var fluttur, er löngu gleymdur. Við vitum það eitt, að henni þótti ísyggilegur brími í lof- mansöng, sem Svartur skáld á Hof- stöðum flutt henni. Og sem hann kvað fyrir henni, sagði hún: „Ekki nú meira, Svartur minn.“ „Ekki nú meira, Svartur minn.“ „Ekki skal gráta Björn, heldur safna liði“, það eru öll þau tilsvör húsfreyjunnar á Skarði, sem varð- veitzt hafa. „Ekki meira —; ekki skal“ — — Öll var prýði í æðsta veldi, er að þér flykktust sveinar nóg, og brannstu sjálf í afmorseldi, en öllu hélzt í skefjum þó. — Svo kvað skáld til hennar á 20. öld. Ef til vill hafði það rétt fyrir sér. 6 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.