Frúin - 01.02.1963, Side 7

Frúin - 01.02.1963, Side 7
íslendingar voru skrifandi á 15. öld, þótt þeir semdu ekki sagnarit og skráðu ekkert um afrek Ólafar stór- ráðu. Frá þeim tíma er varðveitt geysimikið af handritum. Skáldin dunduðu við yrkingar sjálfum sér og öðrum til hugarhægðar og skemmtun- ar, en sagnaskemmtan og fróðleik sóttu menn einkum í fornar bækur. íslendingar áttu tugi þúsunda af skinnhandritum, þ. á m. þykkar skinnbækur, margar fagurlega ritað- ar. Tugir þúsunda af kálfum höfðu lagt til skinnið í þessar bækur. Fróð- ir menn telja, að ekki færri en 114 kálfar hafi lagt lífið í sölurnar fyrir Flateyjarbók eina. Menn afrituðu forn handrit; þau voru dýrgripir og höfðu að geyma vinsæla dægradvöl. En þeir létu sér ekki nægja að afrita þau orðrétt heldur breyttu þeir þeim einnig örlítið að eigin smekk. íslend- inga hefur löngum fýst að vera komn- ir af göfugu fólki, geta rakið ættir sínar til konunga aftur í forneskju. Það var ofboð meinlaust dundur að breyta ættartölunum, svo að allir yrðu ánægðir. Menn reyndu jafnvel að semja upp íslendinga sögur, auka þær æsilegum frásögnum um kappa og kóngafólk. Á 15. öld lágu hér verzlunarvíkingar og sjóræningjar á hverri krummavík og fluttu suðræn- an varning, gull og silfur, og frá- sagnir um fólkorustur, riddara og skjaldmeyjar suður í álfu. Smekkur íslendinga hneigðist að hinu reyfara- kennda og æsilega. Hetjur þeirra urðu ósigrandi kappar, sem háðu bardaga við tröll og forynjur og strá- drápu heiðingja. — Og þar var fjallað um kóngafólk og prúða riddara, sem lifðu í vellysting- um og bílífi langt úti í löndum og dunduðu við það sér til afþreyingar að frelsa undurfagrar prinsipissur úr höndum þræla og illmenna. Þeir Roy Rogers, Tarzan og Tyrone Power voru ekki komnir til skjalanna, en Án bogsveigir, hetjan Rollant, Sam- son fagri og Örvar-Oddur voru kvik- myndastjörnunum engu ósnjallari. En íslendingar lágu ekki eingöngu í reyfaralestri og sungu þess á milli á dansleikjum slagara um Ólaf lilju- rós, Tristran og ísold björtu á dög- um Ólafar Loftsdóttur. Þeir voru miklir lagamenn, og lögin voru þeim m. a. tæki til fjáröflunar. Frá 15. öld eru varðveitt þúsundir skjala; dómar, kaupbréf, máldagar, samn- ingar og jafnvel skriftamál. Það eru helztu heimildir okkar um atburði þessa tímabils, og þar skýtur ærið oft upp nafni einnar íslenzkrar konu, Ólafar Loftsdóttur. 3. Glæstustu kynslóðir íslands. Hin ágætu skjöl gera lítið annað en kynna okkur fyrir konunni, nefna nafn hennar, auðæfi og völd: — Ólöf Loftsdóttir; — hrein eign 500 millj- ónir, að mestu einvöld um Vestur-, Norður- og Suðurland. — Slík kynn- ing er auðvitað góðra gjalda verð, en ærið er hún snubbótt, og við vildum gjarnan fá meira að heyra og sjá. En þar vandast málið. Fötin skapa manninn og maður- inn skapar fötin eins og kunnugt er. Okkur þykir sem við vitum talsvert um persónuna, ef við getum kíkt í klæðaskápinn hennar, því að menn láta jafnvel stjórnast af fötun- um. Þá uppgötvun gerði bandaríska leikkonan, Jean Seberg, þegar hún fluttist til Parísar og tók að klæðast að sið franskra kvenna. — Við þurf- um ekki annað en líta í kringum okkur og athuga einkennisbúningana, sem háttvirtir samborgarar velja sér að ógleymdum gæjunum okkar og skvísunum. Hvervetna blasir við okk- ur víxlverkan presónuleikans og klæðnaðarins. Hetjur mannkynssög- unnar hafa margar eytt ótrúlega miklum tíma í það að snurfusa sig, doffinera og taka sig út, klæða og afklæða. Fötin voru að fornu hið aug- ljósa tákn um veldi og auð, og þau eru það að nokkru leyti enn í dag. Þeim var ætlað að greina hafra frá sauðum, glæða hroka valdsmannsins og undirgefni kotungsins. Sumir höfðu sessu og stól, silfur og gull sem liti á sól, en aðrir fengu öskuból, þó öllu meira vinni, litlu kostuðu klæði fá, kann þar enginn falla upp á. Og mál er að linni. — Sumir báru silki og skrúð, sópuðu allt úr kaupmannsbúð, en aðrir gengu á hákarlshúð og héldu á beining sinni. Eldurinn undan hófum hraut, þá hofmannsfólkið reið á braut. Og mál er að linni. FRÚIN 7

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.