Frúin - 01.02.1963, Síða 9

Frúin - 01.02.1963, Síða 9
brecht Diirer. Meðal þeirra getur að líta konuna þá arna, og ber fanga- markið meistaranum vitni. Fyrir of- an fangamarkið hefur Dúrer skrifað ártalið 1521 og setninguna: „Allso gand dy reichen frowen in eissland“; — en það merkir: — Þannig eru ís- lenzkar ríkiskonur búnar. — Diirer bjó lengstum í Núrnberg. Sumarið 1520 fór hann til Niður- landa ásamt Agnesi, konu sinni. Hún er illræmt skass í sögum og á að hafa verið einhver leiðigjarnasti förunaut- ur, sem frægðarmenni hefur hlotn- azt um dagana. Annars kemur hún þessu máli ekki við. Diirer ætlaði að vera við krýningu Karls keisara V. og heilsa upp á hinn alvalda land- stjóra Niðurlanda, Margréti af Aust- urríki, dóttur Miximilians keisara. Við hirðirnar hefur hann varla hitt fyrir marga íslendinga, en hann gisti m. a. Antwerpen, Nimwegen, Brúss- el, Briigge, Ghent og ferðaðist um Zeeland. Þangað fór hann til þess að sjá hvalreka. Um þessar mundir stunduðu Hollendingar frá Antwerp- en siglingar til íslands, og Kristján II. Danakonungur var meira að segja að reyna að selja borgurum í Ant- werpen landið eða leigja þeim það fyrir ákveðið gjald. Þar og reyndar víðar í hafnarbæjum Niðurlanda, t. d. í Nimwegen hafa íslendingar get- að orðið á vegi hans. Hann kemur heim til Nurnberg í júlí 1521. Frá ferðalaginu hafa varðveitzt sundurlaus blöð úr teiknibók með alls kyns myndum af landslagi, fólki og búningum. Meðal þeirra eru nokkrar myndir af klæðatízku ís- lendinga. Búningur konunnar á með- fylgjandi mynd er dálítið sérkenni- legur miðað við tízku um 1520, en hið sérkennilega hefur vakið eftir- tekt listamannsins. Þess vegna er myndin til. Um sumt er búningurinn dálítið gamaldags, en það skiptir ekki öllu máli. Myndin sýnir okkur ís- lenzka glæsikonu frá tíma Jóns Ara- sonar, og heimildir um klæða- og fatainnflutning 15. aldar sanna, að þá hafa íslendingar ekki borizt minna á- Ólöf ríka mun fædd í þann mund sem ranaskór og hettustrútar voru hæstmóðins á Norðurlöndum, en höfðu reyndar lifað sitt fegursta sunnar í álfunni, en hún andast, þegar klæðnaður hins ágæta tignar- fólks á erlendum mannspilum er að komast í tízku. Ranaskórnir voru með tátotu eins og nú tíðkast og fór lengd hennar eftir mannvirð- Framh. á bls. 46. Fyrir mannlegt, fullt af tápi, en frítt var eigi gilda sprundið. — Hafði glœpzt á snotrum snápi snót, og við hann ástir bundið. Hans var skapið illa agað, einkum var það ljótur galli: — gat hann yfir þessu ei þagað, en þóttist stór af hennar falli. Ölöfu til handa hvatti ó honum ríka frœnda liðið, en hana göfga lundin latti, lét hann komast burt i friði: — „Höfðingskonur hafa stundum hefnt þess greypilega á sveinum, orð sem höfðu á ástarfundum, einkum vœri það í meinum. Ég er eigi sinnis sama, sárt þótt mcelgi þín mig stingi hygg ég enga hefð né frama að hefna mín á einstœðingi. Ríddu burt á fáki fljótum, farareyri ég mun þér greiða; en — gleymdu ei á gatnamótum glappaskot mitt út að breiða. Vera kann það með þér mceli meðal ótiginna kvenna, ef þér einhver af því hcelir; „Ólöf hefur faðmað þenna." forðastu að vera á vegi vina minna; í skapi þungu þér þeir mudu þyrma eigi, en — þína stöðva lausa tungu. Þess ég víst ei vil þú gjaldir, að varst minn frumver œsku á skeði sjálfur þótt því víti valdir, að vorar skilja cevileiðir." GRlMUR THOMSEN. FRÚIN 9

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.