Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 10

Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 10
Rætt við frú Helgti Valtýs- dóttur, leikkonu, um leiklist og leikstarf. elzlzi h i oma me anna Lnn a heimílú u EG VEIT ekki beinlínis hvað það var, sem réð úrslitum um það, að ég fór að leika. Foreldrar mínir voru miklir unnendur allra lista og ef til vill hefur það haft sín áhrif á mig sem barn og ungling, án þess að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því. Ég gekk á leikskóla innan við tvítugt, en giftist ung og hætti þá al- gjörlega að hugsa um leiklist næstu 10 árin. Svo var það eitt sinn á stúdenta- dansleik, að ég hitti Ævar Kvaran, en við höfðum 10 árum áður leikið saman í útvarpsleikritinu „Pygmali- on“ eftir Bernard Shaw. Spurði ég Ævar hálfgert í gamni hvort ekki gæti komiið til mála að ég yrði reynd í hlutverki hjá Þjóðleikhúsinu. Ævar brosti, en sagði lítið. Sennilega var það þetta bros, sem réð úrslitum um það, hvaða stefnu ég tók. Ég fór í leikskóla, lærði í þrjú ár og síðan byrjaði ég að leika og hef gert síðan. Það var Helga Valtýsdóttir, leik- kona, sem sagði þetta, er blaðamað- ur „Frúarinnar“ ræddi litla stund við hana fyrir nokkru um leiklist og leikstarfið, en eins og kunnugt er, er Helga í fremstu röð okkar ágætu leikara. Hún er dóttir Valtýs Stefáns- sonar, ritstjóra og konu hans Krist- ínar Jónsdóttur, listmálara. — Og hvernig er svo hægt að sam- ræma leiklist og heimilisstörf? — Við leikkonurnar erum einmitt oft að velta því fyrir okkur, hvers vegna við séum svo oft spurðar þess- arar spurningar. Að okkar áliti eru leikstörfin ekki erfiðari en önnur störf, sem húsmæður vinna utan heimilanna. Meira að segja er okkar vinnutími ekki eins ákveðinn og margra annarra, til dæmis þeirra, sem vinna á skrifstofum eða í verzl- unum. Ég hef orðið vör við, að marg- ir ímynda sér að leikarar og þá sér- Helga Valtýsdóttir. 10 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.