Frúin - 01.02.1963, Page 11

Frúin - 01.02.1963, Page 11
Helga Valtýsdóttir og börn hennar: Kjartan, Kristín, Stefán og Björn. — Og hafa börnin áhuga á leiklist öðru fremur? — Ég held að það sé ekki tíma- bært að svara þeirri spurningu. Þau eru á aldrinum 12—17 ára og er þess vegna ekki gott að segja um, hvaða stefnu þau taka í sínum hugðarefn- um. Sjálf vil ég ekki hafa nein áhrif á þau í þá átt, að beina þeim inn á leiklistarbrautina. En það er eins með mín börn og börn annarra leik- ara, þau eru gjarnan beðin um að leika. Það stafar af því, að börn leik- ara hafa venjulega eðlilegri fram- sögn og eru frjálslegri í framkomu en jafnaldrar þeirra og þetta stafar auðvitað af því, að þau fara oftar í leikhús og heyra meira talað um þessa hluti. Þess vegna er þeim leik- list ekki eins eins framandi og öðrum börnum. En það er ekki þar með sagt að þau hafi meiri leikhæfileika en hin og hættan er einmitt sú, að þau þau telji sér trú um að leikstarfið liggi fyrir þeim, af því að þeim reyn- ist það oft auðvelt í upphafi. Það eru ekki alltaf hæfileikar, sem þarna eru að verki. Ég myndi ekki vilja að mín börn færu að gefa sig að leiklist að ráði, og ekki fyrr en þau hefðu hlotið aðra og almennari menntun. Blaðamanninum er í fersku minni ágætur leikur frú Helgu Valtýsdótt- ur, er hún kom fyrst fram í útvarps- leikritinu Pygmalion, þá ung að Við hljóðnemann í útsendingu barnatímans. sem vinna önnur störf utan heimilis. Auðvitað gætum við það auðveldleg- ar, en mín skoðun er sú, að leikkon- ur séu á verði gegn því. Ég fyrir mitt leyti get sagt, að ég starfa við leik- list vegna þess, að ég hef ánægju af því og þeirri ánægju reyni ég að veita inn á heimilið. Að öðru leyti tel ég mig ekki koma með áhrif hlut- verkanna, sem ég leik, heim með mér. — Yður reynist þá ekki erfitt að samræma hlutverk húsmóður og leikkonu? — Nei, það hefur mér ekki fund- izt. En ég hef verið mjög heppin hvað það snertir og kemur þar fyrst til umburðarlyndi og skilningur manns- ins míns. Án hans samþykkis og vel- vilja gæti ég ekki unnið að þessu. Sama er að segja um börnin. Satt að segja hef ég alltaf verið við því bú- in, að eitthvert þeirra væri á þeim aldri, að það gæti ekki skilið þetta og ég hef jafnvel búizt við uppreisn af þeirra hálfu. En það hefur ekki komið fyrir ennþá og ég þakka það meðal annars því, að þau hafa aldrei heyrt á heimilinu, að það væri nokk- uð athugavert við mitt starf, þau taka það sem sjálfsagðan hlut. Vissu- lega hef ég alltaf haft húshjálp og verið sérstaklega heppin með hana og getað áhyggjulaust skilið viið börnin og farið til minna starfa og það er mikils virði. Þetta er í raun- inni samstarf allra á heimilinu. staklega leikkonur, flytji nokkurn þunga starfsins inn á heimilin, á- hyggjur og til dæmis áhrif af hlut- verkunum. Ég er sannfærð um að þetta er ekki rétt. Við flytjum ekki meira með okkur úr leikhúsinu inn á heimilin en margar aðrar konur, „Glerdýrin“ Helga Valtýsd. (Am- anda). Kristin Anna Þórarins. (Lára) FRÚIN 11

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.