Frúin - 01.02.1963, Síða 13

Frúin - 01.02.1963, Síða 13
Hér birtist frásögn af einum mesta vel- gerðarmanni mann- kynsins, IGNAZ SEMMELWEIS. BJARG- V/ETTUR MÆÐRANNA UNGI laeknirinn stendur alveg ráðþrota uppi; og ekki aðeins hann einn, heldur allir læknarnir í Vín og allar hinar ungu konur, sem málið snertir. En hann einan heltek- ur ráðgátan og gefur engan frið fyrr en lausn málsins finnst. Á borgarsjúkrahúsinu í Vín eru tvær fæðingardeildir, sem taka barns- hafandi konur. Fyrirkomulagið á deildunum er þannig, að þær konur, sem koma á sunnudögum, eru sendar á fæðingardeild I, og þær, sem koma á mánudögum, eru sendar á fæðingar- deild II, og þannig skiptist það niður á daga vikunnar. En konurnar, sem eiga að fara á fæðingardeild I, kvarta hástöfum og grátbiðja um að fá held- ur inni á fæðingardeild II og margar tefla jafnvel á tvær hættur með fæð- inguna, ef það hjálpar þeim að kom- ast á fæðingardeild II. Þær vita nefnilega ósköp vel, og allir aðrir í Vín hvort heldur það eru læknar eða sjúklingar, að á fæð- ingardeild I er dauðinn á næstu grös- um. Reyndar birtist hann líka á fæð- ingardeild II, en ekki nærri eins oft og á hinni. Á fæðingardeild I deyja þrisvar sinnum fleiri sængurkonur en á fæðinsardeild II, og með þeim deyja líka nýfædd böm þeirra. Auk þess að berjast við voveiflegan sjúkdóm, barðist hann við hleypi- dóma og skilnings- leysi samtíðarinnar. Þeirri baráttu Iauk með sigri hans, en kostaði hann sjálfan heilsuna og lífið. Dr. Semmelweis. Prófessor Klein, sem er yfirlæknir fæðingardeildar I, yppir öxlum og segir: „Já, reyndar er það svo, — en enginn getur við því gert. Þetta eru andrúms-, geims- og jarðhitagufurn- ar! Það eru þær, sem eru orsök barns- f arar sóttarinnar!“ Læknarnir standa uppi ráðþrota. En aðstoðarlæknir hans, Ungverj- inn Ignaz Semmelweis, „vilti Ung- verjinn“, eins og þeir kalla hann, þolir þetta ekki lengur. „Ég vil ekki horfa upp á meiri eymd og þján- ingu, sem náttúran leggur á okkur,“ hrópar hann ástríðufullri röddu. Er barnsfararsóttin máske náttúrulög- lögmál? Hvernig ættu þá andrúms-, geims- og jarðhitagufurnar aðeins að geta verkað á sunnudögum og þriðju- dögum, en ekki á mánudögum eða miðvikudögum? Þarna deyja sumarið 1846, úti um allan heim, sængurkonur og börn þeirra, úr svokallaðri barnsfararsótt, sem er í raun og veru blóðeitrun, og til dæmis deyja á spítalanum í Stokk- hólmi fjörutíu af hundraði. Enginn veit, hver ástæðan getur verið fyrir þessum dularfulla sjúkdómi. ítalskir læknar tala um „hið hulda“ (l’oc- culto). Enelendingar um „þetta ó- þekkta“ (unknown something), og í öðrum löndum um „eitthvað guðdóm- legt“ (divinum aliquid). Komið var með hinar fáránlegustu kenning- ar, snevddar allri skvnsemi, til lausn- ar ráðgátunni, sem fram að þessu hafði verið óleysanleg. Er orsökin FRÚIN 13

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.