Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 15

Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 15
hrekja Semmelweis úr höfuðborg Austurríkis. Prófessor Klein hefur fundið honum eftirmann, sem kann að koma sér áfram. Hann fullvissar alla um, að hann muni ekki líða neitt klórvatnsgösl hjá sér. En þrátt fyrir fagurgalann í þessum unga manni, steig dánartalan a íæðingardeild I þegar á fyrsta manuði starfsferils hans aftur um 18%, þar sem aftur á móti í marzmánuði 1848, meðan Semmelweis var þar enn, hafði ekki eitt einasta dauðsfall átt sér stað. Eftirmaður hans fann upp á snjallri skýringu á því fyrirbæri: Hann áleit, að ástæðan fyrir hinum rnörgu sjúk- dómstilfellum væri sú, að glugga- kisturnar á fæðingardeildinni væru of háar! Rödd samvizkunnar. En það voru líka til læknar, sem í starfi sinu fengu sannanir fyrir á- gæti aðferðar dr. Semmelweiss. Á fæðingardeild einni í Kiel dóu konur I tugatali úr barnsfararsótt, svo að loka varð fæðingardeildinni nokkr- um vikum seinna. Allt húsið var þvegið hátt og lágt, og fæðingardeild- in síðan opnuð aftur, og enn á ný dóu sængurkonurnar. Dr. Michaelis, yfirlæknir fæðingardeldarinnar, sá fram á, að þetta mundi eyðileggja framtíðarferil hans. Þá vakti einn af aðstoðalæknum hans athygli hans á því, sem hann hafði heyrt í fyrir- lestrum dr. Semmelweis, þá er hann hafði dvalið í Vín. Klórþvotturinn var nú tekinn upp á fæðingardeild- inni — og mánuðir liðu, án þess að ein einasta sængurkona létist. Dr. Michaelis ritaði mörg viðkvæm þakkarbréf til Vínar, en þrátt fyrir öll líkindi til þess, að héðan í frá mundi hann geta veitt sjúklingum sínum góða hjálp, tókst honum ekki að losa sig við endurminninguna um hið liðna. Læknirinn frá Kiel var síkvalinn af þeirri hugsun, að það skyldi hafa verið hann, sem fékk dauðanum í hendur sjúkling- ana, sem komu til þess að leita læknishjálpar hans. Þunglyndið á- sótti hann og sektartilfinningin kvaldi hann í ótal, óhugnanlegum myndum. Loks gat hann ekki afbor- ið lengur að lifa. Án þess að nokkur vissi, yfirgaf hann hús sitt og fór til Hamborgar, ráfaði þar um, og kast- aði sér að lokum fyrir járnbrautar- hraðlest. Vonlaus barátta. Semmelweis var aftur kominn til fæðingarborgar sinnar, Budapest, frá Vín. Hann komst brátt að raun um, að á sjúkrahúsunum þar ríkti sama eymdarástandið og sama þröngsýnin meðal yfirvaldanna og í Vín, og hafði hann þó ekki búizt við því. En honum varð samt vel ágengt í lækn- isstarfinu, og hlaut brátt almenna viðurkenningu. Þarna var loksins undantekning á reglunni, að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi! En það nægði honum ekki. Frægð og heiður lá honum í léttu rúmi. En hann gat ekki losað sig við hugsun- ina um, að hvarvetna í heiminum yrðu konur og börn að deyja, enda þótt hann væri búinn að sanna, að hægt væri að bjarga lífi þeirra. Hann tók til við að sanna kenningu sína fyrir öllum heiminum: Hann skrif- aði bók um hindrun barnsfararsóttar. Reyndar skrifaði hann um meira en barnsfararsótt. í seinni hluta ritverks síns gerði hann upp við mótstöðu- menn sína, og svo mikil var gremja hans út af smáborgaralegri andstöðu þeirra, að hver setning í bókinni var sem kylfuhögg. Hann beið eftir bergmáli — en það kom ekki. Prófessorarnir, sem sátu í kennarastólum háskólans, létu engan kenna sér sín fræði. Billroth, hinn frægi skurðlæknir frá Vín, hafði ekkert álit á klórvatnslæknin- um. Virehow í Berlín, frægur um alla Evrópu, leit á fullyrðingar Ung- verjans sem hreinasta brjálæði. Sárgramur sagði Semmelweis: „Ég á þá einskis annars úrkostar en að svæla andstæðinga mína út, ef ég á að geta réttlætt staðhæfingu mína um morð.“ Hann tók nú til að ráðast á háskólamennina, sem ekki vildu láta segjast, í opnum bréfum. Hirð- ráði einu skrifar hann á þessa leið: „Kenning yðar gengur yfir lík sæng- urkvenna, sem sökum fáfræði hafa verið myrtar. Þess vegna lýsi ég yf- ir því, frammi fyrir guði og mönn- um, að þér eruð morðingi, herra hirð- ráð!“ „Að vera ekki á sama máli og ég, jafngildir því að vera morðingi!“ Þetta voru orð hans. Sönn, en full örvæntingar. Að hafa allan heiminn á móti sér hlaut að slíta hinum fínu taugum þessa baráttumanns, og skiln- ingssljór heimurinn braut niður sál hans. Endalokin. Hann fór að tala ruglingslega við sjálfan sig. í fyrirlestrum sínum í Budapest tapar hann hvað eftir ann- að þræðinum. Kona hans verður kvíðafull. — Að kvöldi þess 13. júlí 1865 rann hinn skeflilegi sannleikur upp fyrir henni. Hjónin komu ak- andi heim úr skemmtiferð. Allan daginn hefur vesalings konan fylgzt með manni sínum kvíðafull og ó- hamingjusöm, og um kvöldið, þegar þau voru aftur komin heim til sín, kom augnablikið, þar sem allar tál- vonir hennar brugðust. Eins og af tilviljun verður henni litið á andlit manns síns, uppljómað af birtu tunglsins. Hjarta hennar hættir að slá og hræðileg skelfing grípur hana. Maðurinn, sem sat við hliðina á henni, var með andlit óþekkts manns. Þetta var ekki maðurinn hennar, þetta var vitfirringur! Vinir hans koma honum burt und- ir einhverju yfirskini. Hann furðar sig á því, að járngrindur skulu vera fyrir öllum gluggunum á fæðingar- deildinni. Þegar hann er orðinn einn, læstur inni og yfirgefinn af öllum, fær hann æðiskast, ber með hnefun- um á hurðina og hrópar: „Sjúkling- arnir mínir, sjúklingarnir mínir!“ Það þarf sex hjúkrunarmenn til þess að leggja hinn óða mann í bönd. Til allrar hamingju er hann heimtur burt úr þessu lífi þegar nóttina eftir að hann hafði verið lokaður inni á geðveikrahælinu. Hann deyr 18. ágúst 1865. Samtíð og seinni tímar. Á kaffihúsi í Kártnerring sitja tveir menn og drekka mokkakaffi og reykja amerískar sígarettur, og annar segir við hinn með sjálfsá- nægjusvip: „Hér við þetta sama borð sat ég fyrir 18 árum með kanzellí- ráðinu sáluga og sagði við hann: „Klórvatnspostulinn“ á hvergi heima nema á geðveikrahæli — og hvað haldið þér að standi í blöðunum núna? Hann dó á geðveikrahæli, al- veg eins og ég sagði, nágranni góð- ur!“ En þeir, sem á eftir honum koma, tala ekki þannig. í þeirra augum er Ignaz Semmelweis einn af braut- ryðjendunum í landnámi læknis- fræðinnar, einn af hinum miklu bar- áttumönnum, sem barizt hafa fyrir mannslífinu. Hann stóð á þröskuldi nýs tímabils, þegar menn loks fóru að skilja eðli næmra sjúkdóma, og hann leið skipbrot sökum mótspyrnu lækna og lærðra manna, sem ennþá tilheyrðu gamla skólanum í hugsun- arhætti. >f FRÚIN 15

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.