Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 18

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 18
„Litlu systur Jesú" búa á þriðju hœð. Þœr eru kaþólskar nunnur og hafa útbúið örlítið klaustur í verksmiðjuhverfinu fyrir austan Akurs- elfu í Osló. ----------------------------------------------------------------------------- síðan í vinnuna. Blaðamaðurinn fékk systurnar þrjár til að leyfa sér að fara með þeim á fund Pater Raulin, sem er ábóti í Dominika-klaustrinu. Pater Raulin er hár maður, dökkur yfirlitum, í hvítri hempu með rósa- kraga um hálsinn. Hann fékk okkur bækur og ritlinga um stofnanda hreyfingarinnar Charles de Fou- could. — „Litlu systur Jesú“ eru mjög hógværar og kyrrlátar í starfi sínu, sagði hann. Þær eru hræddar við að þær kunni ekki norsku nógu vel til þess að efna klausturheit sitt. Klaust- ur er annars lokaður félagsskapur, einangraður frá umheiminum. En litlu systur Jesú og litlu bræður Jesú, eða smásysturnar og smábræðurnir, eins og þau eru venjulega kölluð, fara út í heiminn, meðal fólksins, í smáhópum. Þau vinna líknarverk sín meðal fátækra og sjúkra. Þau taka þátt i lífsbaráttunni meðal fátækasta fólks- ins. Takmarkið er að deila kjörum með þeim fátækustu og létta þeim lífið. Starf þeirra er ekki heldur fólgið í prédikun eða vitnunum. Þau vígja líf sitt guði með starfi sínu og hegð- un. Hugmyndina að þessu klaustur- lífi, sem ef til vill á eftir að hafa mikil áhrif á klausturreglur kaþólsku kirkjunnar, á franskur liðsforingi, fæddur 1858. Hann lifði léttúðugu lífi þar til hann varð þrítugur að aldri en breytti líferni sínu og gerð- ist sanntrúaður, varð munkur og tók síðar prestvígslu og yfirgaf klaustr- ið. Hann hóf starf sitt í Afríku, með- al fáfækra. Kristur, hinn fátæki meðal hinna fátæku, var fyrirmynd hans. „Ég fann mig ekki kallaðan til að líkjast honum í lífi hans og starfi, ég gat ekki prédikað, en ég fann mig knúinn til að lifa hinu auð- mjúka lífi, sem timburmannssonur- inn í Nazaret lifði,“ skrifaði hann. í bæn, vinnu og hjálparstörfum lifði hann meðal íbúanna í bænum Tam- anrasset, sem er i hinum brennheita fjallgarði Hoggar í Afríku. íbúarn- ir litu á hann sem vin og heilagan mann, en enginn snerist til hans trú- ar. Árið 1916 var hann drepinn af herskáum flokki innfæddra manna. Hann lifði það ekki að sjá ósk sína eða áform rætast, en árið 1930 var hugmynd hans tekin upp að nýju og árið 1939 var smásystrareglan stofn- uð og í dag eru smásystur starfandi í flestum löndum heims. „Jesú litlu systur“ hafa sitt eigið tákn eða merki. Það er rautt hjarta, sem rauð- um kross er stungið í. Merkið stóð á dyrum þeirra. Myndu þær taka á Charles de Foucauld var liðsforingi, en gerðist munkur og starfaði meðal innfæddra í Sahara-eyðimörkinni. Hann stofnsetti smásystraregluna. móti blaðamanni og ljósmyndara? Dyrnar vo'ru opnaðar vinsamlega fyrir okkur báðum. Við vorum boðn- ir inn í lítið, hvítþvegið eldhús. Systurnar tóku brosandi á móti okkur. Merki hreyfingarinnar var saumað á ljósbláu, víðu og síðu, dragtirnar þeirra. Franskur hreimur var á norskunni þeirra. Smásysturnar spurðu um erindi okkar og þegar þær heyrðu að við höfðum verið hjá Pater Raulin og fengið allt að vita um hreyfinguna og Charles de Foucauld, „Jesú litla bróður“, sögðu þær að hann væri það mikilvægasta, þær væru einskis virði. — En gjörið svo vel að koma inn og fá ykkur sæti. Systurnar höfðu sett skilrúm í þetta eina herbergi íbúðarinnar, svo að það var í senn stofa, kapella og svefnherbergi. Bak við blátt forhengi var kapellan. Minni kirkja mun ekki vera til í Noregi. Samt sem áður var hún hátíðleg og fögur. Systurnar höfðu skreytt hana með höndum kærleikans, saumað altaris- klæði og messuhökul, þær höfðu prýtt hana blómum og ljósum í fallegum stjökum. Svefnherbergið fengum við ekki að sjá, en „stofan“ var heldur minni en kapellan og var hún máluð í mildum, ljósrauðum lit. — Við höfum málað hana sjálfar, í Noregi mála allir sjálfir, sögðu syst- urnar. Systurnar voru mismunandi, bæði í útliti og aldri. í huganum skýrð- um við þær: „Stóru systur“, „Milli- systur“ og „Litlu systur“. „Stóra syst- ir“ heitir (hún skrifaði sjálf nöfn þeirra með blokkstöfum, í vasabók okkar): „Litla systir“ Andrée Made- leive de Jesus. Hún er frá Norður- Frakklandi og hefur verið systir í reglunni í 8 ár, þar af 6 i Noregi. Hún vinnur í verksmiðju hálfan dag- inn því að hún er húsmóðir og hús- bóndi á heimili þeirra systranna. „Millisystir“ heitir: Litla systiir 18 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.