Frúin - 01.02.1963, Page 20

Frúin - 01.02.1963, Page 20
FYRSTA TÍZKUDRDTTNINGIN ROSE BERTIN ÞAÐ er ekki nýtilkomið, að París er talin öllu ráðandi á sviði tízk- unnar, og orðatiltækin tízkudrottn- ing og tízkukóngur eru heldur ekki ný uppfinning, þótt þessi hugtök hafi eiginlega fyrst náð almennri viður- kenningu, þegar kóngum og drottn- ingum hefur víða verið varpað fyrir róða. En jafnvel þótt Rose Bertin, tízku- teiknari Maríu Antoinettu, hafi ekki borið drottningartitil að þessu leyti, var hún samt óumdeildur leiðtogi og sveiflaði veldissprota sínum svo, að eftir var tekið langt út fyrir landamæri Frakklands. Það var hún, sem fann upp á að færa líkamsstór- ar brúður í síðustu sköpunarverk sín á sviði tízkunnar, og var ein höfð til sýnis í gluggum fyrirtækis henn- ar við Rue St. Honoré, en systur henn- ar voru sendar notður og suður til þeirra landa, þar sem konurnar höfðu — þá eins og nú — löngun til að klæðast samkvæmt síðustu Parísar- tízku. En Rose Bertin hafði einnig mikil áhrif á iðn sína að öðru leyti. Marg- víslegar hömlur voru lagðar á tízku- iðnaðinn, eins og flesta aðra iðnaði, og var erfitt að vinna við hann vegna allskonar fyrirmæla og reglugerða. Þannig var svo fyrir mælt, að kona, sem ætlaði að verzla með tízkuvarn- ing, mátti ekki gera það á eigin á- byrgð, heldur varð hún að vera gift dúkaframleiðanda eða bundin honum með samningi til margra ára. Jafnvel er svo var um hnúta búið, mátti hún aðeins vinna við sauma í bak- stofu, en þótt hún hefði heimild til að skreyta bæði hatta, nærföt og kjóla, mátti hún ekki klippa efni í kjól handa sjálfri sér, því að það var klæðskeraverk, og tæki hún sér fyrir hendur að sauma hatt eða húfu, var hún komin inn á verksvið hattasaumara og mátti vænta alls- konar vandræða og erfiðleika. En vegna þess að Rose Bertin naut verndar drottningar, hætti hún á að færa út kvíarnar, og þegar byltingin var hafin, var öllum fornum reglum sópað til hliðar og hver mátti starfa það, er hann kaus helzt. Rose, sem Málverk af Rose Bertin á safninu í Louvre. r'------------——---------------- Rose Bertin og lllaria Antoinetta gerðu París að miðstöð tízkunnar. --------------------------------1 hnellin stúlka. Hún fékk strax vinnu hjá þeirri konu, sem þá var þekktust í tízkuheimi Parisar, mademoiselle Pagelle, sem átti tízkuverzlunina „Au trait galant“, en meðal viðskiptavina henn.ar var til dæmis spænska hirðin. Rose fékk tækifæri til sýna, hvað í henni bjó, þegar greifinn í Charolais gifti dætur sínar og bað um allt, sem þær þörfnuðust hjá ungfrú Pagelle, er sendi Rose til að hjálpa meyjunum við að búast. Þar var einnig fyrir Conti prinsessa, sem leizt vel á þessa hét raunar Marie-Jeanne, kom til Parísar með sama hætti og Manon Lascaut hin fræga, með póstvagnin- um frá Amiens, þar sem hún fæddist 1744. Hún hafði fengið ágætt upp- eldi, eftir því sem þá gerðist, og af myndum að dæma var hún broshýr, smekklegu stúlku, og hét henni stuðn- ingi sínum, ef hún vildi gerast sjálf- stæð í iðn sinni. Rose greip tæki- færið án tafar, kom sér í samband við dúkaframleiðanda, svo sem lög mæltu fyrir, og stofnaði verzlun sína, sem hún nefndi „Stórmógúlinn“. Leið 20 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.