Frúin - 01.02.1963, Side 22

Frúin - 01.02.1963, Side 22
Rose Bertin varð fyrsti tízkuteikn- arinn, sem náði heimsfrægð, og síð- an á hennar dögum hefur París aldrei sleppt veldissprota tízkunnar úr hendi sér nema þegar heimsstyrjald- ir hafa geisað, en þá hefur engin borg komið í hennar stað, því að heimurinn hefur þá haft um annað að hugsa en tízku, er svo hefur á staðið. ★ SaiiiBleikurinn Þessi eini vissi — er oft nauða- líkur legsteininum, sem á er letrað: „Hér hvílir (hann eða hún)“: Nafnið á holdi því, sem er að fúna í moldu, sökum óþreytandi eljusemi bakterí- anna, sem hafa yfirumsjón á jörð- inni, með manninum. Þegar nafninu og fæðingar- og dánardegi sleppir, og hvar kroppurinn liggi, ber oss ekki saman um nokkurn. Sannleikur eins er öðrum lygi. Einn segir að sá látni hafi verið góður, en annar vondur. Einn fullyrðir að sál hans sé í faðmi Abrahams eða einhverra júðanna. Annar segir að hún haldi sig við jörðina. Þriðji að hún sé kom- in til himna. Fjórði að hún hafi far- ið til þess gamla og grálynda. Sá fimmti glottir að hinum öllum og fullyrðir, að hinn dáni hafi aldrei átt ódauðlega sál. Svona mismunandi eru trúarhugmyndirnar (sannleik- urinn, sem við nefnum hvert í sínu horni). Allir eru að leita vizkusteins- ins um allan heim. Hvaðan kom ég? Hví er ég hér? Hvert fer ég? Sannleikur þinn er sú mynd og lögun heims og hugsjóna, er skiln- ingur þinn og vit fær réttast greint þennan og þennan daginn. Tízkustofa Rose Bertin í byrjun borgarastyrjaldarinnar. Þrílitt skraut er haft á höttunum. léti hana enn sauma á sig, meðan hún mátti, og sat þó í fangelsi. Það hlýtur að hafa verið þungbær dagur fyrir Rose, þegar múgurinn brauzt inn í Tuilleries-höllina, rændi þar og ruplaði, eyðilagði öll hin fögru og dýrmætu föt, sem hún hafði saum- að á drottningu og aðrar fyrirkonur eða stal því, sem hægt var, án þess að eftir væri tekið. Er svo var komið, skildist Rose, að úti mundi verða um drottning- una. Múgurinn á götunum söng níð- vísur um hana, og nokkru síðar var konungur tekinn af lífi. Ekkert ann- að en kraftaverk gat bjargað lífi drottningar. Meðal þess, sem sungið var um í níðvísunum, var eyðslusemi drottningar, og þegar Rose heyrði þær, tók hún djarflega ákvörðun. Þegar saksóknari ríkisins, Fouquier- Tinville, kom á fund hennar og krafð- ist þess að fá bókhald hennar fram- selt, svo að hann gæti fengið þar sannanir fyrir eyðslusemi drottn- ingar, var Rose búin að brenna all- ar bækurnar. Hún hikaði ekki við það, þótt hún fórnaði um leið öll- um sönnunum fyrir því, hvað ýmsar hefðarkonur skulduðu henni. Þetta bragð hefði getað orðið henni dýr- keypt, hún hefði getað misst höfuðið vegna þess, en henni tókst að kom- ast til Lundúna. Einnig er fullyrt, að hún hafi haldið til Vínarborgar til að biðja Franz keisara að koma drottningu til hjálpar. Þegar kyrrð og regla var aftur kom- in á í París, sneri Rose þangað aft- ur, en þá var hún orðin langt á eftir tímanum, því að margar tízkuverzl- anir voru búnar að koma sér vel fyrir, meðan hún var fjarverandi. Hún afréð þess vegna að setjast í helgan stein og fluttist til lítils þorps skammt frá París, þar sem hún and- aðist. Þegar Rose var barn að aldri, hafði sígaunakona spáð henni, að hún mundi komast í mikil metorð við hirðina, en þótt frami hennar yrði ekki einmitt sá, sem faðir hennar hafði gert sér i hugarlund, komst Rose í slíka aðstöðu, að margir öf- unduðu hana, og allar dyr hirðar- innar stóðu henni lengi opnar, af því að hún naut sérstakrar hylli drottn- ingar, sem ætlaði henni sess innan um hertogaynjur, ef henni fannst, að hún hefði ekki nógu virðulegt sæti. Viðhafnar- stofa drottn- ingar. Hús- gögnin voru eyðilögð í borgarastyrj- öldinni. — Hér sköpuðu drottningin og Rose nýja tízku. 22 FRÚIN.

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.