Frúin - 01.02.1963, Síða 23

Frúin - 01.02.1963, Síða 23
Dagleg notkun fegrunarmjólk- ur styrkir húðina, gerir hana bjarta og mjúka og viðheldur blóma œskunnar. Framleiddar eru fjórar tegundir af fegrunarmjólk úr eftirtöldum ávöxt- ' Hj ** •■Jf * >jm? 1 OR banönum APPELSÍNUM MÖNDLUM AGORKUSAFA jjFegrunarmjólk er búin til eftir sérstakri forskrift CORYSE SALOMÉ í París. valhöll LAUGAVEGI 25 II hœð sími 2 21 38 Eggjahvítugríma. Takið eggjahvítu og þeytið vel. Þeytið að síðustu nokkra dropa af sít- rónusafa saman við. Berið eggja- hvítufroðuna síðan á andlitið, en at- hugið, að þessi gríma á aðeins við um sterka húð. Látið froðuna storkna á andliti yðar og bíðið í fáeinar mín- útur. Þvoið yður síðan með volgu vatni. Hörundið verður hressilegra og stinnara af áhrifum eggjahvítunn- ar og sítrónusafans. Hrukkur. Nú skuluð þér leggja til atlögu við hrukkurnar. Takið eggjarauðuna og hrærið í hana 8—16 dropum af olífu- olíu og tveim til þrem dropum af sítrónusafa. Leggið áður volga bakstra, (bómull vætta í volgri olíu eða vatni) við þá staði sem lagfæra á en það eru aðallega hrukkur við augu, munn og enni. Berið nú eggja- rauðuhræruna á þessa staði og er bezt að nota pensil við það. Bíðið nú í kortér og þvoið allt burtu með volgu vatni. Árangurinn kemur strax í ljós, vegna þess, að í eggjarauðunni er mikið af uppbyggingarefnum er hafa furðanleg áhrif í þá átt að slétta húðina. Húðormar. Þér getið unnið á húðormunum með þessari aðferð: Dálítið ger er hrært út í súrri mjólk, unz úr er Framh. á bls. 50. SNYRTING ★ HÁRGREIÐSLA ★ SNYRTIVÖRUVEZRLUN 23

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.