Frúin - 01.02.1963, Page 25

Frúin - 01.02.1963, Page 25
um fyrri daga. Þá minntist ég þess, að ég hafði heyrt ávæning af því, sem fyrir hana hafði komið og snögg- þagnaði. Ævibraut þessarar stúlku hafði legið út af alfaravegi, þess vegna hafði álagahamurinn lent á henni. Þrátt fyrir fálæti sitt var Gunnhild- ur máttarstoð hússins, elskuð og virt af heimafólki öllu. Lækniskonan var heilsuveil, og auk þess var barnsvon hjá henni á útmánuðum. Hún sagði mér, að Gunnhildur væri bezta hjú, sem hún hefði komizt í kynni við. Þær höfðu nú verið samtíða fimm ár, og konan þakkaði stúlkunni það, hve heilsan var orðin góð. Hún hafði ver- ið alvarlega sjúk og drengirnir litlir, þegar skólabróðir manns hennar hafði boðið þeim systur sína til hjálp- ar. Hún hafði reynzt börnunum slík, að þeim þótti eins vænt um hana og móður sína. Konan sagði, að hún hefði varla þorað að hugsa til þess að bæta við barni, ef hún hefði ekki átt Gunnhildi að. Heimilinu væri alltaf borgið í höndum hennar, hvernig sem allt færi. Á miðgóu fæddust tvíburarnir. Konunni heilsaðist vel og heimilið var allt hamingjusamt. Gunnhildur var ósköp hrifin af litlu öngunum. Hún gat setið hugfangin og horft á þá. Ég sá hana einu sinni sitja eina við vöggu þeirra, og mér fannst andartak ég sjá Gunnhildi ferming- arsystur mína, eins og ég mundi hana bezt. Mér yrði erfitt að lýsa því í hverju breytingin var fólgin, en þessa stund var stúlkan ekki í álög- um. Um sumarmál bar sjaldséðan gest að garði á Brúnafirði. Stella dóttir kaupmannsins, hafði slitið hjóna- bandi, sem stofnað var í skyndi, þeg- ar hún hvarf okkur úr Menntaskól- anum. Nú kom hún hér, til að gleyma mistökunum, eins og hún orðaði það sjálf. Ég var á leið heim úr skólanum, þegar hún kallaði til mín. Hún hljóp með flakandi kápuna, alveg eins og á skólaárunum, nema nú var minka- feldur kominn í stað ullarkápunnar. „Bíddu,“ kallaði hún. „Ég ætla að vera þér samferða, og kíkja á litlu krílin iæknisins.“ Vordagurinn var óvenju fagur, jörðin kom græn undan snjónum, og veðrið var svo blítt, að fjörðurinn var eins og fágað gler. Mér fannst í svip Brúnafjörður ekki sem verstur, hér var einhver heillandi fegurð, þegar aðkomumaður fór að eygja hana. Og við Stella vorum að koma að húsi, þar sem hamingjan átti heima. Fegurð þessa dags er mér sér- lega minnistætt, en hann er líka eini hlýi vordagurinn, sem ég man eftir á Brúnafirði. Þegar við Stella komum inn í hús- ið, hraðaði hún sér inn í herbergi lækniskonunnar, án þess að fara úr yfirhöfninni, en ég staldraði við í anddyrinu. Ég var varla búinn að hengja upp frakkann minn, þegar ég heyrði furðulegan hávaða og kall- að var á hjálp. Ég flýtti mér inn í herbergið. Gunnhildur og Stella voru í áflogum. Gunnhildur var sýnilega sækjandinn, en Stella var öll klóruð í framan og blóð lak úr kinninni á henni. Ég gat stillt til friðar, en átti fullt í fangi með að halda stúlkunni, sem braust um vitstola og æpti: „Það er konan í loðnu kápunni, hún stelur þeim aftur.“ Stella sagði mér, að hún hefði í grandaleysi komið inn í herbergið og ætlað að faðma lækniskonuna og óska henni til hamingju. Stúlkan var að hlynna að börnunum og leit upp um leið og hurðin opnaðist, og þá gerðust ósköpin. Hún stökk fram fyrir vögguna og öskraði: „Ekki taka þá, ekki taka þá.“ Það var eins og stormsveypur hefði svipt allri ró- semi af stúlkunni, og augun voru tryllt af heift. Þegar Stella ætlaði að reyna að sefa hana réðst hún til varnar og beit og klóraði. Læknirinn kom brátt og gaf stúlk- unni róandi innspýtingu. Hún kyrrð- ist og sofnaði. Nokkra daga lá hún sinnulítil, fór svo að klæðast, en henni var sýnilega brugðið. Hún gekk að verkum sínum trú og vandvirk sem áður, en talaði lítið og fór ein- förum. Stundum sat hún úti við sjó, rispaði með tánum í sandinn og reri fram í gráðið. Læknishjónin gerðu sér vonir um, að geðbilun stúlkunnar væri ekki al- varleg. En svo var það skömmu seinna, að konan skrapp milli húsa síðla dags. Þegar hún kom heim mætti hún Gunnhildi í bakdyrunum. Hún hélt á stórum böggli í fanginu og var flóttaleg, þegar hún sá kon- una. Hún var að laumast út með tvíburana læknisins. Hvert hún ætl- aði með börnin vissi enginn. Kon- unni varð svo mikið um, að það steinleið yfir hana þar sem hún stóð. Drengirnir fundu hana meðvitundar- lausa á tröppunum, og hvítvoðung- ana grátandi inni í gangi, en Gunn- hildur var horfin. Þegar konan kom til vitundar var hafin leit að stúlkunni. Undir myrk- ur fundu læknissynirnir hana. Hún sat á flæðiskeri og sjórinn náði henni í axlir. Báti var skotið út og stúlk- unni bjargað. Hún sat samanhnipr- uð og ríghélt höndunum að brjóst- inu. Þegar betur var að gætt, kom í ljós, að hún vafði að sér tvo stein- hnullunga. Stúlkan var dofin af kulda, og það var erfitt að ná stein- unum úr stirðum höndum hennar, hún vildi ómögulega sleppa þeim. Þegar við beittum afli réðst hún á okkur og heimtaði börnin sín. Svo trylltist hún alveg og varð okkur of- viða. Seinast var hún sett í bönd. Má vera að sólin hafi skinið, þeg- ar ég yfirgaf Brúnafjörð, ég man hana ekki. Hlutur minn var sá að hafa Gunnhildi geðbilaða í fari mínu. Það voru engin tök á öðru en flytja hana á geðveikrahæli. Ferðin var eins óyndisleg og verða mátti. Strandbáturinn virtist tína til hverja vík, sem skipgeng var á leið- inni. Ég hafði áhyggjur af ferðafé- laga mínum og fannst ég vart mega blunda. Ég lá vansvefta í kojunni og gjálf- ur bárunnar ýlfraði í eyrunum, en fram í hugann gægðust brot úr ævi- sögu þessarar gæfulitlu stúlku, sem ég var nú að fylgja til þeirrar graf- ar, sem mér fannst ömurlegri en moldargröfin. Gunnhildur var yngsta barn á heiðarkoti í sveitinni minni. Móðir hennar var sögð hafa tekið niður fyrir sig, af því að hún hafði mis- stígið sig snemma á ævinni og færði son í búið. Drengurinn var síðar, af föðurfólki sínu, settur til mennta og ílengdist í höfuðstaðnum. Gunnhildur var 16 ára, þegar móð- ir hennar dó. Sonurinn menntaði sýndi þá ræktarsemi, að koma á- samt konu sinni og signa gröfina. Þegar þau fóru heim tóku þau Gunnhildi með sér. Hún var svo til heimilis hjá bróður sínum, fékk eitt- hvað að læra, en var annars til hjálp- ar í húsinu. Þetta var bezta búsílag, því stúlkan var námfús, verklagin og dugleg. Mágkonan vildi gera vel til henn- ar, en þá þurfti stúlkukindin endi- lega að misstíga sig eins og móðir hennar. Konan fór að athuga hvort hægt væri að bjarga málinu með trúlofun, en þar voru allar bjargir bannaðar, þegar sá meðseki kom í ljós. Hann var gistivinur þeirra hjóna frá veturnóttum til jóla, ná- frændi húsfreyju, átti konu og börn Framhald á bls. 45. FRÚIN 25

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.