Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 32

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 32
Hrærið smjörið í lítilli skál, síð- an ostinn og eggjarauðuna, (kryddið létt með papriku). Ostadeig er gott sem fylling í allskonar smákökur. Smurt brauð með ostasmjöri. Hvítt, mjúkt brauð, smjör, osta- smjör, hreðkur, gulrætur, tómatar, soðnar rækjur. Búið til ostasmjörið. Smyrjið brauðið þunnt með venjulegu smjöri. Sprautið ostasmjörinu í toppa eða rendur á hverja sneið. Skreytið með hreðkum, eða gulrótarsneiðum. Ostabrauð skreytt með agúrkum. Ristað ostabrauð. 8 sneiðar hvítt, mjúkt brauð, 2 msk. smjör, 50 g sterkur rifinn ost- ur, 1 eggjahvíta. Hafið sneiðarnar heilar, kringlótt- Notið ostinn þótt hann harðni. ar, ferkantaðar eða þríkantaðar. Blandið saman ostinum og smjörinu, þeytið eggjahvítuna og hrærið sam- an við. Þekið sneiðarnar og látið á plötu, helzt með smjörpappír og bakið sneiðarnar gulbrúnar í heitum ofni. Leggið á fat með tertupappír, bréf- þurrku og framreiðið strax með súpu Ristað ostabrauð með sinnepi. 8 sn. hvítt, mjúkt brauð, 8 sn. schweizerost eða mjúkan ost, 2 msk. smjör, 1/1 msk. franskt sinnep, (8 valhnetuk j arnar). Blandið sinnepinu saman við smjörið og smyrjið brauðið. Þekið sneiðina með osti og leggið hnetu- kjarna í miðjuna. Leggið sneiðarn- ar á plötu með smjörpappír og rist- ið í ofni. Og að síðustu: Ostakaka. 4 1 mjólk, 2 msk. hveiti, 2 tsk. osta- hleypir. í eggjasósu: 2 egg, 3 dl rjómi, 3 msk. strausykur, 15 sætar möndlur. í formið: smjör. Hellið mjólkinni í skaftpott með þykkum botni. Hitið mjólkina fing- urheita (37°). Setjið hveitið í mjólk- ina og þeytið á meðan og látið hleyp- irinn í. Hrærið í hægt fram og aftur með trésleif. Látið lok á skaftpott- inn þegar mjólkin byrjar að ysta og látið skaftpottinn standa í vægum ofnhita svo að mysan renni alveg úr ostinum. Setjið ostinn í smurt form. Þeytið saman egg, sykur og flysjað- ar saxaðar möndlur og hellið blönd- unni yfir ostinn. Stingið hér og þar í ostinn svo að eggjablandan renni inn í hann. Bakið síðan kökuna í 45—60 mín. eða þar til hún er stíf og hefur fengið Ijósbrúnan lit. Fram- reiðið ostakökuna með strausykri og kanel eða sultutaui. ★ Sníðanámskeiðin eru í fullum gangi Innritun í verzluninni P F A F F Skólavörðustíg 1 32 FRÖIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.