Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 40

Frúin - 01.02.1963, Qupperneq 40
Fegurð og snyrting „Vi5 hárgreiðslu þarf að taka tillit til persónuleika viðskiptavinarins, segir," segir Hólmfríður Egils- dóttir, tízku- og snyrti- dama í „Valhöll". (AÐ var á fundi Húsmæðrafélags Reykjavíkur í Breiðfirðingabúð, um miðjan febrúar, sem annar rit- stjóri „Frúarinnar“ varð áhorfandi að kynningu á andlitssnyrtingu, sem stúlkur frá fyrirtækinu „Valhöll“ að Laugavegi 25 sáu um. Formaður Húsmæðrafélagsins, hafði komið því í kring, að þetta atriði fór fram á fundinum, sem var mjög fjölmenn- ur, og vakti andlitssnyrtingar-kynn- ingin mikla athygli. Formaður fé- lagsins á vissulega þakkir skilið fyr- ir þessa framtakssemi, því þær kon- ur munu vera fjölmargar, sem aldrei hafa notið nokkurrar tilsagnar í þess- um hlutum, enda hefur lítið verið gert að því hingað til að kynna þessa nauðsynlegu líkamsrækt, sem þó er svo snar þáttur í lífi hverrar konu. Þetta var til þess, að báðir ritstjórar blaðsins fóru í heimsókn á snyrti- stofuna Valhöll að kynna sér nánar, hvernig stofnun þessi starfaði og var þeim prýðilega tekið af forstjóranum og eigandanum, Einari Elíassyni, sem þar var staddur, og síðan var rætt við starfsstúlkurnar. Valhöll tók til starfa í janúar síð- astliðnum og eru eigendur fyrirtæk- isins Einar Elíasson, sem fyrr segir, og Ágúst Kristmanns. Snyrtistofan, sem einnig er hárgreiðslustofa og verzlun, er á annarri hæð í mjög Fundur í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur. smekklegum húsakynnum. Rautt fallegt teppi er á gólfi og húsbúnað- ur allur einfaldur og smekklegur og talsvert frábrugðinn því, sem við höfum áður átt að venjast á snyrti- stofum hér. Þessi snyrtistofa hefur upp á að bjóða andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og handsnyrtingu og vitan- lega er faglærð stúlka í hverju starfi. Það, að þarna er öll snyrting fram- kvæmd á einum stað, mun vera nýj- ung hér í bæjarlífinu. Nú þegar er aðsókn orðin geysimikil, og fer sí- vaxandi, að sögn forstjórans. Það var Elín Hansdóttir, sem tók á móti okkur þegar við komum, mjög elskuleg stúlka, sem hefur þann starfa, að taka á móti viðskiptavin- unum, afgreiða vörur í verzluninni og sinna síma. Hún sagði okkur frá því, að fyrirtækið verzlaði eingöngu með eitt merki Coryse Salomé, sem er franskt. Vörurnar bera merki samnefnds fyrirtækis í París og er það mjög þekkt um alla Evrópu og rekur sjálft yfir 100 fyrirtæki. Fyrirtækið Valhöll hér á landi, hefur gert bindandii samning við Coryse Salomé, um sölu á vörum þess en er þar fyrir utan algjörlega óháð því. Þetta vörumerki grípur yf- ir 1000 vörutegundir og í þeim eru meðal annars innifalin jurtakrem sem annars ganga undir nafninu „mjólk“ t. d. „bananamjólk“ o. fl. Tvær stúlkur voru sendar á veg- um Valhallar til Parísar áður en fyr- irtækið tók til starfa. Önnur þeirra var Gerður Gunnarsdóttir. Hún skýrði okkur frá því að þær hefðu ferðast milli fyrirtækjanna í Frakk- landi og kynnt sér vörutegundirnar og vinnuaðferðir. Gengu einnig á námskeið þar ytra. Þetta franska fyrirtæki starfar á þeim grundvelli að hafa alla snyrtingu á einum stað ásamt verzlun, og hefur Valhöll snið- ið starfsemi sína eftir því. Hólmfríður Egilsdóttir, mjög að- laðandi stúlka í útliti og framkomu, ræddi við okkur góða stund. Hólm- fríður er útlærð snyrti- og hár- greiðsludama og hefur einnig gengið á tízkuskóla. Hún lærði í Bandaríkj- unum á mjög frægum og þekktum skóla, enn sá skóli veitir ekki rétt- indi til sjálfstæðrar hárgreiðslu hér á landi í þessu efni, og þess má geta, að hún hlaut aðra hæstu einkunn út úr snyrtiskólanum þar. Má því segja að snyrtistofan Valhöll hafi góðum starfskröftum á að skipa. Hún sagði 40 FRÚIN

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.