Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 41

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 41
mitt að sjá hana þarna á nýgreiddum viðskiptavini. Einnig kvað hún slétt hár í tízku. Hólmfríður kom beint frá skólan- um til starfa hér og kvaðst hyggja gott til vinnunnar við þau skilyrði sem Valhöll hefur upp á að bjóða. Aðspurð um hár á íslenzku kven- fólki, kvað hún það hryggja sig, hve hár íslenzkra kvenna væri oft illa farið, brunnið af permenenti, brot- ið af litun og næringarsnautt. Við spurðum hana hvað hægt væri að gera til þess að halda fallegu hári og eðlilegum hárvexti og kvað hún hafa mikið að segja höfuðnudd og geislun. Hún sagði að sér þætti hár íslenzkra kvenna yfirleitt mjög fallegt og með- I siiyrtingu okkur frá því að í skólanum hefði verið lögð mikil áherzla á fram- komu stúlknanna gagnvart viðskipta- vinunum og fengu þær sérstaka til- sögn í því bæði bóklega og verklega. Má með sanni segja að Hólmfríður sé góður fulltrúi skóla síns hvað þessu atriði viðkemur. Þá kvað hún einnig hafa verið lagða áherzlu á það, að taka tillit til persónuleika hvers viðskiptavinar, varðandi hár- greiðslu og þeim gefinn kostur á að sjá hvaða hárgreiðsla ætti bezt við, og var það gert með því að bursta hárið og laga til, áður en aðalhár- greiðslan hófst. Með þessu móti er hægt að gefa viðskiptavininum kost á að velja á milli og finna hvað bezt á við. Hún kvað mest í tízku núna, svoköllaða „tveggja hæða“ greiðslu og vorum við svo heppnar að fá ein- Gftir snyrtingu færilegt, en það þyrfti að fá rétta meðferð til þess að njóta sín. Um leið og við fórum skoðuðum við verzlunina en þar eru svo marg- ar tegundir fegurðar- og snyrtimeð- ala að ekki er hægt upp að telja. Okkur var einnig skýrt frá því, að með vorinu myndi verzlunin hafa á boðstólum stenkvötn og ilmvötn á skikkanlegu verði og það þóttu okk- ur góð tíðindi. Fyrirtækið hefur aðeins haft tvær kynningar á starfsemi sinni, þá sem nefnd var í upphafi, og aðra fyrir stúlkur á vegum æskulýðsráðs Kópa- vogs. Vonandi að þær verði sem flest- ar í náinni framtíð. — M. Th. Látið ykkur ekki detta í hug, að þessi grein sé grín, síður en svo. Hún birtist í tímaritinu This Week Magazine, og reyndist vera bláköld alvara. Sá sem skrifar greinina með þessari dæmalausu fyrirsögn, er for- stjóri byggingafélags í Bandaríkjun- um, Hal B. Hayes, og á sjálfur hug- myndina. Fyrsta húsið er þegar full- smíðað, og stendur í Kaliforníu. Þetta er ljómandi fallegt einbýlishús, vegg- ir, loft og gólf er eingöngu úr gömlum dagblöðum. Blöðin eru límd saman með plastvökva. Því er haldið fram, að svona hús sé betur einangr- að en hús úr steini, eða timbri, og þoli veðráttu á við önnur hús. Húsið kostar sem svarar tæpum 220.000 kr. ísl. Ef til vill er hægt að hafa húsið ódýrara, ef maður safnar sjálfur blöðunum. En það útheimtir að sjálf- sögðu töluvert húsrými. Til hússins þurfti átta tonn af dagblöðum! Húsið er ein stór dagstofa, tvö svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. FRÚIN 41

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.