Frúin - 01.02.1963, Síða 44

Frúin - 01.02.1963, Síða 44
Hún verðskuldar betra Allir þekkja tengdamömmu-sög- urnar. Að baki þeim hvílir ekki mik- il viska og má á vissann hátt líkja þeim við hinar alkunnu Skotasögur. Þó má á vissann hátt segja að fyrir þeim sé ástæða líkt og með Skota- sögurnar. Tengdamóðirin ber að sjálfsögðu áhyggjur og umhyggju fyr- ir barni sínu, sem nú fer sjálft að hyggja að eigin búi. Gamaldags skopteikningar eru úr- eltar á árinu 1963. Tengdamóðirin vill miðla barni sínu af reynslu sinni og ber yfirleitt ekki minni umhyggju fyrir tengda- barni sínu. Þessu er misjafnlega tek- ið af þeim ungu og er oftast reiknað, sem afskiptasemi, er engan rétt eigi á sér. Mörg tengdabörn kunna þó vel að meta það, sem á bak við býr og ótölulegur fjöldi dæma er til um gagnkvæma vináttu og kærleika milli tengdamæðra og barna. Sú er þetta ritar, var fyrir skömmu í sam- kvæmi, þar sem þetta eilífa umræðu- efni var til meðferðar. Engin okkar þekkti nokkuð til tengdamóður, sem öllu vildi ráða á heimilinu, hins veg- ar höfðu allar sömu sögu að segja um hjálpfýsi og fórnarlund tengda- mæðra sinna. Við þekktum allar hana, sem sat og sagði börnunum sögur, þegar þau voru lasin eða kom færandi hendi með ýmislegt smáveg- is, sem vantaði í búið. Nútíma tengda- móðir verðskuldur ekki hálfkærings gamansögur, sem löngu eru úreltar. Nútímakona, sem á gift börn, veit að þau hafa byrjað eigið og sjálf- stætt líf, sem þau ein eiga að gæta. Þrátt fyrir það fylgist hún með leið- Alltaf reiðubúin með hjálpandi hönd. beinir og hjálpar ef ástæða er til og geta leyfir. Því er það að bæði börn og barnabörn leita svo oft „til afa og ömmu“ ef í harðbakkana slær um þetta efni. Fætur í húsnæðis- vandræðum Framh. af bls. 39. fótum. — í 50 ár hefur skótízkan ekki verið jafn óholl og nú, sagði íþróttalæknirinn. — Við erum á góð- um vegi með að fá gamaldags kín- verska fætur. Nýtízku skór skapa hrein húsnæðisvandræði fyrir fæt- urna. Fæturnir eru einn þýðingar- mesti hluti líkamans og sá, sem einna mest reynir á og er því höfuðnauð- syn að þeir séu í frjálsum umbúðum til þess að þeir geti gegnt hlutverki sínu. Ef svo er ekki, missir maður- inn sitt eðlilega jafnvægi; það verkar frá toppi til táar, leggir, læri, hrygg- ur, hnakki og alveg upp í höfuð. Veik stóratá getur gert hraustasta stríðs- mann óvígfæran. Fæturnir eru samband okkar við jörðina og konur eru sérstaklega við- kvæmar fyrir þessu sambandi. Þegar konurnar standa og ganga á tánum með hjálp hinna háu hæla, er örygg- ið ekki mikið og jafnvægið í hættu. Ef kona getur staðið á öðrum fæti á fersentimeters hæl, hvílir tvisvar sinnum meiri þungi á þessum fleti en á grunni Keopspýramídans. Slíkt er að sjálfsögðu ekki hollt, hvorki fyrir konuna eða gólfið. Kona, sem gengur allan daginn á háhæluðum skóm, fær verki í hnén, þreytu í bak- ið og eðlileg líffærastarfsemi truflast. En það er karlmaðurinn, sem býr til skóna, svo að segja má að það sé hans sök. Auðvitað er ekki hægt að komast hjá fínum spariskóm, en þægi- legir vinnuskór á daginn og þá meiri léttúð í notkun skóa á kvöldin myndi vera einhver lausn. Það, sem ræður því hvernig fólk klæðist er, því mið- ur, ekki hollustuhættir, heldur tízk- an. Einhver teikn munu nú vera að sjást á tízkuhimninum, sem gefa von- ir um að hinir harðbrjósta og harð- svíruðu peningabraskarar, ,sem ráða mestu um fótabúnað kvenna, séu að sjá aumur á marghrjáðum konum veraldar og eitthvað fari að rætast úr þeim gífurlega húsnæðisskorti, sem fætur þeirra hafa átt við að búa undanfarin ár. Fagur fótur er prýði hverrar konu, og aumt er til þess að vita, að þeir, sem telja sig kjörna til að stuðla að kvenlegri fegurð, skuli neyða konur til að skemma þennan líkamshluta, sem sannarlega er þó engin ástæða til. 44 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.