Frúin - 01.02.1963, Side 45

Frúin - 01.02.1963, Side 45
Skrifað í sandima Framh. af bls. 25. heima og hafði auk þess hempu að verja. Nú var allt í veði. Ósóminn hafði skeð á heiðvirðu heimili. Ætt- stór kona átti hneykslið yfir höfði sér. Einhver góð forsjón sendi á fjörur þeirra aldraða ljósmóður, sómakonu, búsetta í sveit. Þar var hægt að vista stúlkuna og fela meðan hún gekk með barnið. En mágkonan vildi reyn- ast vel. Hún útvegaði samastað handa væntanlegu barni. Velefnuð óbyrja var fús að þiggja það að gjöf. Og stúlkan var látin lofa því að þekkjast það boð. Síðla sumars kom mágkonan heim úr siglingu og fór að huga að stúlk- unni, ásamt konunni, sem nú ætlaði að fara að verða móðir og vildi vera viðstödd, þegar barnið hennar fædd- ist. Þær hugðu að stúlkan væri í þann mund að leggjast á sæng. En einhver mistök voru í reikningnum. Hún átti mánaðargamla tvíbura. Konunni fannst næstum ofrausn að eignast tvö börn í einu, en féllst þó á að ekki mætti gera góðverkið hálft og tók bæði börnin. Um kvöldið fóru þær. Stúlkan, sem var slypp eftir virtist róleg. En svo veiktist hún skyndilega, fékk heiftuga lungnabólgu og var veil fyrir brjósti um tvö ár. Þegar hún hafði fengið heilsu, ráðstafaði mág- konan henni til Brúnafjarðar. Þar festi hún yndi og ekkert bjátaði á fyrr en nú. Erfiðri ferð var loks lokið. Ég af- henti ferðafélaga minn í hendur mág- konunnar, sem var virðuleg heldri kona, hlý og elskuleg í viðmóti. Hún þakkaði mér fallega fyrir aðstoð mína við sjúklinginn á leiðinni, en barmaði sér lítið eitt yfir því, hve þetta væri leiðinlegt fyrir þau hjón- in. „Það er allt geðheilt fólkið mannsins míns,“ sagði hún að lok- um. „Hún sækir þessa geðbilun senni- lega í föðurættina.“ V Hugsanir vorar eru dagg- ardropar, sem flytjast með mistri lífsins úr hugsana- djúpi eilífðarinnar Innibyrgð tár eru miklu sárari, en þau sem maður fellir. Victor Hugo. Ung brúður! Meðal frumstæðra þjóða eru barna- giftingar algengar. Telpur eru giftar 10—15 ára gamlar. Foreldrarnir ráð- stafa þessum giftingum. Við birtum hér mynd af aðeins 13 ára gamalli brúður og forsendur eru ekki þær, sem áður eru nefndar. Þessi brúðhjón virðast hin hamingju- sömustu þótt brúðurin sé ung. Þetta eru andfætlingar okkar og búa í Ástralíu. FRÚIN 45

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.