Frúin - 01.02.1963, Page 47

Frúin - 01.02.1963, Page 47
Snigilliim og Miiina húsið lians Fyrir löngu, löngu, þegar dýrin höfðu verið sköpuð fyrir skemmstu, flýttu þau sé öll út, til að finna sér eitthvað að eta. Kýrin át gras, stork- urinn át froska, broddgölturinn át lirfur og lirfurnar átu laufblöð. Öll dýrin voru alveg glorhungruð, og það var mikil ógæfa fyrir vesalings snig- ilinn. Hann var nefnilega skapaður án skeljar, svo að hann gat hvergi leitað hælis. Svo var það dag nokkurn, að snigiil einn hafði falið sig undir laufblaði. Hann var látinn afskiptalaus undir blaðinu allan daginn, svo að hann hafði næði til að hugsa. Þegar hann hafði hugsað hálfan daginn, fann hann upp hús. Síðari hluta dagsins notaði hann til að .smíða kuðunginn, og svo lagði hann af stað og sýndi vinum og fjölskyldu nýja, fína hús- ið sitt. Nú liggur þannig í því, að þegar snigill hugsar, þá hugsar hann beint af augum. Húsið snigilsins var þess vegna ekki útlits eins og við eigum að venjast. Það var eins og strýta eða kramarhús .... en þau eru bein en ekki snúin. í fyrstu nutu sniglarnir ágætis skjóls í húsinu sínu. En það voru til fuglar, sem lifðu eingöngu á því að eta snigla, og þeir urðu alveg óskaplega svangir, þegar þeir gátu ekki fengið snigla að eta. Þeir fóru þess vegna líka að hugsa, og þegar svangir fuglar hugsa, verður venju- lega eitthvað skrítið úr því. Allir fuglarnir hugsuðu og hugsuðu . . . alveg þangað til nefin á þeim voru orðin löng og hvöss. Og þá þurftu þeir ekki annað en reka nefið inn í snigilshús til að ná til sniglanna. Og þá var vandinn fyrir sniglana alveg eins mikill og hann hafði verið í byrjun. Vafalaust hefði þetta endað með skelfingu, ef snigillinn Sófus hefði ekki verið í heiminn borinn. Hann var sá 48. í röðinni af 91 systkini, og áður en hann var orð- inn verulega gamall, hafði hann séð soltna fugla eta helminginn af systk- inum .sínum. Þetta gat ekki gengið þannig til lengdar, og Sófusi skild- ist, að eitthvað yrði að gera í þessu máli. Hann stappaði þess vegna í sig stálinu og hélt á fund ljónsins, kon- ungs dýranna, til þess að bera sig upp við það. Þegar Sofus kom til að ræða við ljónið, lá það og svaf hádegisblund- inn sinn. Sófus nam staðar, þegar hann átti ófarin þrjú sniglaskref og ræskti sig gætilega. Ljónið heyrði ekki til hans. Sófus ræskti sig öðru sinni, dálitlu hærra en í fyrra sinnið, en Ijónið hraut svo innilega, að það heyrði alls ekki neitt. Sófus hugsaði . . . og þá fékk hann hugmynd. Hann sneri sér við, svo að oddurinn á hús- inu hans stefndi beint á trýni ljóns- ins. Svo tók hann undir sig stökk og stakk ljónið beint í nefið. „Æ!“ kveinaði ljónið, settist upp og litaðist um. „Burt með þig, við- bjóðslega skriðkvikindi!“ öskraði hann svo og slæmdi stórri löppinni til Sófusar, svo að hann tókst á loft, fór marga hringi í loftinu og kom loks niður á akri í mikilli fjarlægð. Vesalings Sófus! Það var ekki bein- línis þetta, sem hann hafði haft í huga. Hann varð alveg ruglaður í höfðinu af högginu og flugferðinni, og hann var varla búinn að jafna sig, þegar fugl, sem hafði séð hann lenda á akrinum, kom fljúgandi. Fugl- inn ætlaði að gæða sér á honum! Sófus dró sig inn í 'húsið sitt, eins og hann hafði lært, en fuglinn flaug leiðar sinnar! Guði sé lof! Sófusi fannst, að húsið sitt væri orðið dá- lítið einkennilegt, og það var líka einkennilegt, að fuglinn hafði alls ekki stungið nefinu á sér inn í það. Sófus hugsaði málið lengi inni í hús- inu. Svo skreið hann út aftur og litaðist um, beindi löngum augum sínum í ýmsar áttir og litaðist undr- andi um. Hann varð forviða, þegar hann sá, hvernig húsið var orðið. Það hafði alls ekki verið ætlun ljóns- ins að hjálpa Sófusi, en samt hafði sú orðið raunin á. Þegar ljónið sló til hans, svo að hann þeyttist langar leiðir og .snarsnerist í loftinu um leið, hafði húsið undizt í kuðung, svo að fuglarnir gátu ekki lengur rekið nef- ið inn í það. Sófus flýtti sér heim til foreldra sinna, og allir hinir sniglarnir fóru samstundis að breyta húsunum sín- um í kuðunga. Fuglsnef geta ekki komizt eftir slík- um bogagöngum, sem eru í kuðung- um sniglanna, svo að þótt fuglarnir hugsuðu og hugsuðu og hugsuðu, var það ekki til neins gagns. Þeir sneru sér þess vegna að því að eta flugur i staðinn fyrir snigla, — og það er bara gott fyrir okkur, — er það ekki? (Þýtt). * FRÚIN 47

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.