Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 50

Frúin - 01.02.1963, Blaðsíða 50
VEKÐLAIHVAGETRAUN 10.000 KRÓNA TEPPI EFTIR EIGIN VALI. Aðeins fyrir áskrifendur. »■ .... Hér er annar þáttur getraunar „Frúarinnar“. Verðlaunin eru teppi frá verksmiðjunni Axminster að verðmæti kr. 10.000. Getraunin er eins og áður, að finna hluti sem vantar á efri myndina, en eru með á þeirri neðri. Getraxmin birtist í 1., 2. og 3. tbl. „Frúarinn“ og ber að senda lausnir fyrir mánaðarmót marz—apríl. Athugið. Lausnir á krossgátunni í 5. og 6. tbl. 1. árg. verða birtar í næsta blaði. Líkamsrækt Framhald af bls. 23. orðið deig, sem hægt er að rjóða á sig. Dreifið deiginu jafnt á andlitið en einkum þar sem húðormar eru. Eftir kortér fer gríman a stirðna. Leggið þá fingurgómana að vöng- unum og losið um grímuna með sterkum hringhreyfingum. Hörund yðar er þá orðið hreint og þér legg- ið á það heitan bakstur og síðan kaldan og að lokum þurrkið þér and- litið. Að endingu er borið á húðina nærandi krem. Öll þessi aðferð hef- ur tekið yður 40 mínútur, og nú ætt- uð þér að liggja fyrir stundarkorn. „Lyfting“. Þegar konan er á aldrinum 40—50 ára, fara andlitsdrættirnir venjulega að verða slapandi og þreytulegir. Þetta kemur þó ekki að sök, að því er margar konur snertir, því þær eld- ast fallega. En sumar konur verða að fylgjast vel með útliti sínu hvað þetta varðar. Það hefur orðið margri konu áfall, að uppgötva allt í einu að þær eru orðnar gamlar. Þegar svona stendur á, hefur and- litslyftingin svokallaða oft verið framkvæmd og tekist vel. Hún hef- ur jafnvel í mörgum tilfellum kom- ið miðaldra konum til að blómgast á nýjan leik. Þessi aðgerð er framkvæmd alveg við hársvörðinn, en af því leiðir að ör verður ekki sjáanlegt á eftir. Venjulega er fjarlægður % hlutar hins lausa hörunds og er árangurinn til mikilla bóta. Þrátt fyrir þetta varðveitir andlitið hið eðlilega útlit sitt og svipbrigði taka engum breyt- ingum. Fyrsta daginn eftir slíka að- gerð er um miklar umbúðir að ræða en eftir því sem á líður er þeim fækk- að. Eftir 7 daga eru allar umbúðir teknar burtu. Áhrif þessarar aðgerð- ar eiga að endast í 10 ár. Góð snyrting. Gætið þess, að nota aldrei of mik- ið af snyrtiefnum, — það er að segja, að misnota snyrtinguna. Með því gerið þér aðeins ungt andlit gamalt eða breytið andliti í skripamynd. Berið aldrei of þykkt á yður. Hafið hugfast, að þér ætlið aðeins að fegra hörund yðar og að menn eiga að fá að sjá það eftir sem áður. Hið lif- andi hörund á ekki að hljóta annað með snyrtingunni en ljómandi, frísk- legan blæ. 50 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.