Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 5

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 5
Viðhafnarbúningar á fyrri hluta 15. aldar. um allmikla syrpu af ástakvæðum, sem hann á að hafa kveðið til Krist- ínar Oddsdóttur, og gæti elzti hluti þeirra verið rétt feðraður. Þó skýtur þar ýmsu skökku við staðreyndir um ævi Lofts Guttormssonar. Kyssumst, kæran, vissa kemur ein stund, sú er meinar, sjáum við aldrei síðan sól af einum hóli. Meinendur eru mundar mínir frændur og þínir. Öllum gangi þeim illa, sem okkur vilja skilja. Kristín og Loftur voru bæði stórætt- uð, svo að það er torskilið, að frænd- um þeirra hafi verið mjög umhugað að skilja þau. En ástarsagan krefst þess oft að eitthvað sé í meinum. — Sú er ástin heitust, sem bundin er meinum. Því er bezt að unna ekki neinum. — Hinum kokkálaða eiginmanni ást- konunnar eru ekki vandaðar kveðj- urnar. Neyð er að nift skal fríðust niður leggjast við vegginn, öls þar armur hvílir óþokkinn við stokkinn. Böl er að baugaselja bundin er við hundinn, verst er að vita það næsta vella lín á svínið. Kvæðið er fremur leikur að rími og bragarháttum en ástríðuþrungið ákall og lofsöngur til hinnar fögru draumadísar. Skáldið vill yrkja, sýna bragfimi sína, en það skortir hetj- una. Það kann til verka, hefur brag- arhætti konunga- og Maríukvæða Kventízka um og eftir miðja 15. öld. á hraðbergi og getur jafnvel bætt við rímþrautirnar, en ísold hin gullna er ekki á hverju strái, og þá verða skáldin að búa hana til. Allt fyrir listina. — Eg er dularfulla blómið í draumi hins unga manns, og ég dey, ef hann vaknar, — segir unga stúlkan í kvæði Tómasar um ástmann sinn. Svo skilningsrík- ar ástargyðjur hafa varla orðið á vegi Lofts Guttormssonar. í kvæðinu er ástkonan honum aukaatriði, tilbúið yrkisefni. Erindi þess eru víða létt- úðarfullt tízkutal, fellt í stuðla fornr- ar skáldskaparhefðar. Heiðarleg er sú hirðmanns filja. Hún er fögur sem rós og lilja. Ofan af hvirfli og allt til ilja engin er fegri en silkiþylja. Auðs ef eg mætti gefna gilja, gengi flest að mínum vilja, gerði eg hvorki að kæra né kilja, krönk er sút, að við eigum að skilja. Það var orðin tízka á dögum Lofts Guttormssonar að vera ástfanginn, og einkum að vera í ástasorg. Auð- vitað höfðu menn ávallt unnað, en það hafði alls ekki verið fínt að láta FRÚIN 5

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.