Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 29

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 29
megum ekki hafa dýr hér i húsinu og allra sízt kött. Það væri öðru máli að gegna, væri það hundur! — Nú, nú, sagði ég stutt í spuna og tók strax upp hanzkann fyrir kött- inn. Kattargreyið getur ekkert að því gert, að 'hann er ekki hundur! Og þú hlýtur að minnsta kosti að geta sett þig inn í það, að kisi getur ekki verið úti í slíku veðri, máske þyrstur og soltinn. — Alltaf finnur þú þér eitthvað til! Sjáðu bara, hvað hann er búst- inn; hann lítur sannarlega ekki út fyrir að hafa átt slæma daga. Ég svaraði þessu engu, mér var svo nákvæmlega sama um álit Art- hurs og umsögn í sambandi við þenn- an nýja heimilisvin minn. Ég fór fram í eldhús, velgdi handa honum mjólk, smurði rúgbrauð með kæfu og bar þetta inn í stofu. En kisi minn hafði engan áhuga fyrir þessum kræs- ingum. Nei, hann varð fyrst að grand- skoða hvern hlut. Ég gaut hornauga til Arthurs. Hann virtist hafa misst áhugann fyrir reyf- aranum og fylgdist nú öllu meira með framferði kattarins, sem strauk sér nú við buxnaskálmar hans, mal- andi af ánægju. Hann tók hann í kjöltu sér og gældi við hann, alveg eins og við mig, þegar allt var og hét, hugsaði ég með mér. Kötturinn stökk svo ofan á gólfið, gekk að matnum, er ég hafði borið fyrir hann, þefaði af honum, sjáan- lega af tómri forvitni, eða þá ef til vill fyrir kurteisisakir gagnvart mér sem húsmóður. Nei, hann snerti ekki við þessum kræsingum, sneri baki við þeim, með skottið hátt á lofti. — Þetta er merkilegt fyrirbrigði, sagði Arthur nú, um leið og hann hallaði sér áfram í stólnum. Hann virðist ekki vera svangur. Til hvers kemur hann þá hingað? — Hann þráir sjálfsagt heimili, ásamt ástúð og umhyggju; það gera fleiri en hann, sagði ég, en þorði nú ekki að líta til mannsins míns. Ég mun gera fyrir hann það, sem í mínu valdi stendur, sagði ég á- kveðið. Hér voru að gerast einhver þátta- skil í lífi okkar. Á hverju kvöldi stóð kötturinn fyrir utan dyrnar og vonaðist eftir inngöngu. Auðvitað var hann velkominn. —Við verðum að gefa honum eitt- hvert nafn, sagði Arthur eitt kvöld- ið, eftir að kisi var kominn í kjöltu hans. En hvað eigum við að skíra hann? •— Við köllum hann bara Kisa, sagði ég. — Nei, slíkt nafn hæfir ekki þess- um ketti. Það er allt of venjulegt og alls ekki nógu virðulegt, þó að þetta sé algengur húsköttur. Eftir nokkra stund segir Arthur: — Finnst þér ekki eitthvað torráðið við þennan kött? Hann þarfnast hvorki matar né drykkjar, og mann- fælinn er hann ekki, og þar af leið- andi er þetta ekki villiköttur. En því í ósköpunum leitar hann skjóls hjá okkur fremur en öðrum, jafnvel öðr- um hér í húsinu? Þetta er ofar mín- um skilningi. — Nú held ég, að ég hafi dottið niður á nafnið. Við köllum hann Singapore. Það býr yfir dulúð Aust- urlanda. — Þú hefur lesið of marga reyf- ara, sagði ég og leit um leið til hans, en með sjálfri mér var ég þessu samþykk. Þannig liðu nokkrir dagar. Við hjónin töluðum lítið saman, en gáf- um okkur því meira að kisa. Hann var að verða nokkurs konar eining- artákn á milli okkar. Skilnað okkar bar nú aldrei á góma. Við fundum það bæði, þótt við létum það ekki uppi, hve það var dásamlegt að um- gangast einhverja lifandi veru og hlúa að henni. Öll okkar ixmibyrgða ást hvort til annars féll í skaut Singapores. En svo kom reiðarslagið. Eitt kvöldið kom hann ekki heim. Við leituðum hans í kringum húsið, og í næsta nágrenni, kölluðum kis, kis, en al- veg árangurslaust. Við urðum að horfast í augu við staðreyndir. Hann var búinn að yfirgefa okkur. Arthur settist í hægindastólinn að vanda og tók sér í hönd reyfara sem hann virtist eða lét sem hann hefði áhuga fyrir, en ég sá nú samt út undan mér, að bókin sneri á haus. Það var nú það! — En hvað um sjálfa mig? Ég gat ekkert tekið mér fyrir hendur, var alveg viðutan og eirðarlaus. Mér fannst ég hafa séð á bak vini eða nánum ættingja. Næstu daga voru allar mínar taug- ar af sér gengnar. Eitt kvöldið setti að mér grát yfir kaffinu. Arthur leit undrandi á mig. Hvað er að, góða mín? spurði hann fullur meðaumk- unar. Ég treysti mér ekki til að svara honum, en stóð upp og settist afsíðis í stofunni. Mér til ósegjanlegrar ánægju kom hann til mín og strauk mér um vangann. — Ég renni grun í, hvað muni ama að þér, vina mín, sagði hann og kom nú með stól og settist við hlið mér.------En Singapore, hann var þó þrátt fyrir allt aðeins kött- ur, sem kom og fór aftur. Við tvö höfum þó alltaf hvort annað. — Er það? spurði ég og leit til hans útgrátin. — Já, svaraði hann, og nú kann- aðist ég við mildu röddina hans. Ef þú ert sama sinnis og ég, þá erum við, þrátt fyrir allt, sköpuð hvort fyrir annað. Ég gat aðeins brosað til hans og tekið á móti framréttri hönd hans. — Að hugsa sér, sagði hann, hér sitjum við tvö ein, alveg eins og í gamla daga, og það er eingöngu að þakka Singapore. Hann hefur verið sendur til að sameina okkur á ný og sundra þeirri sjálfselsku, er við höfðum tamið okkur. — Þú hefur rétt fyrir þér, sagði ég og hallaði mér upp að manninum mínum. — Ég er svo sannfærð um, í mínu innsta eðli, að það var eitthvað dul- arfullt við Singapore, þetta litla, vel- viljaða, grábröndótta dýr, sem nú bíður ef til vill utan dyra hjá öðr- um eftir því að honum verði boðið inn, og hver veit með hvaða afleið- ingum. Þannig er sagan af Singapore, sem birtist á örlagastund lífs okkar. Við minnumst hans oft þakklát- um huga. (----------------------------------- Vanþakklæti ber vott um menningarskort. Björnstjene Björnson. ★ Guð er faðir lífsins, en sjálfsástin móðir þess. ★ Öll ást er í innsta eðli sínu sjálfsást. ★ Það er aðeins viss mælir af Ijósi, sem augun þola að sjá. ★ Við komumst ef til vill til tunglsins, en það er ekki langt. Mesta fjarlægðin er sem aðskilur mennina. General de Gaulle. C.-----------------------------------------------------1 FRÚIN 29

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.