Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 9

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 9
að vísu verið birtar smásögur eftir mig í blöðum, „Kvennablaðinu“ og „Heima er bezt“ og líklega hef ég einhverntíma lesið eitthvað eftir mig í Útvarpinu. — Þér hafið snemma verið gefin fyrir ritstörf? — Ég var allt frá unglingsárum á- kveðin í því að verða rithöfundur. Eitt af því fyrsta, sem ég las sem barn voru bækur Torfhildar Hólm og ég varð svo hrifin af þeim og henni sem höfundi, að ég held að það hafi ráðið mestu um að ég fór að skrifa. En það háði mér mikið og dró úr mér kjark, að ég fór aldrei í neinn skóla og ég les engin tungumál. Móðurmálið skrifa ég með gamalli stafsetningu, ég t. d. nota j en ekki é, og ég lærði aldrei að meðhöndla z. Ég læt handritin frá mér skrifuð með minni stafsetn- ingu og hugsa svo ekki meira um það. Læt þá fyrir sunnan um leið- réttingarnar. Þær hafa sannarlega bætt fjárhaginn bækurnar mínar, því áður en ég fór að skrifa var ég fá- tæk. Nú hef ég þó ævinlega aura handa á milli. — Hvernig hagið þér starfinu þeg- ar þér eruð að skrifa sögu? — Mér fellur bezt að skrifa á kvöldin og sem um leið og ég skrifa á laus blöð. Ef ég skrifa ekki strax, sem í hugann kemur, er alveg eins víst, að það sé gleymt næsta morg- un. Áður en ég fer að skrifa söguna, er ég búin að velja í hana persónur og skrifa þær niður og oft er ég búin að ákveða endi sögunnar áður en ég byrja. En svo breytist oft margt hjá mér frá því, sem ég upphaflega hef ætlað. ég bæti inn í sögupersónum og felli aðrar úr og það hefur komið fyrir að mér hefur orðið svo hlýtt til einhverrar sögupersónunnar, að ég hef breytt örlögum hennar, af einskærri meðaumkun. Yfirleitt á ég mjög erfitt með að skilja við sögupersónurnar og hættir þess vegna til að skrifa langt. — En hvað veldur því, að þér skrif- ið ævinlega um íslenzkt sveitalíf? — Já, ég hef gert það nema eina bók, Ölduföll, hún gerist í kaupstað. og hún er eina bókin mín, sem hefur sætt verulegri gagnrýni. En að ég vel mér þetta efni, er einfaldlega það, að ég þekki sveitalífið bezt, og að ég læt sögurnar flestar gerast upp úr síðustu aldamótum er vegna þess, að sá tími er mér kærastur. Ég nota samt aldrei fólk, sem ég hef þekkt eða þekki sem fyrirmynd af per- sónum í sögunum. Ég bý mínar sögu- ; i- personur algjörlega til. Eg hef held- ur ekki neitt ákveðið hérað í huga í sögunum, þótt þær séu hver ann- arri svipaðar að landlagslýsingum, en þó má ef til vill segja að í Dala- lífi sé brugðið upp svipmynd af landslaginu í Fljótunum, en það er aðeins í því tilfelli. — Þér eruð mjög afkastamikil við ritstörfin? — Ég skrifa eina bók á ári og þarf ekki að leggja neitt á mig að ráði til þess. Síðasta bók mín, annað hefti af Stýfðar fjaðrir, kom út í haust og það þriðja og síðasta kem- ur út næsta haust og svo er ég hérna með handrit að nýrri bók og er langt komin með hana. Ég hef mjög gaman af að skrifa og mér líður illa ef ég skrifa ekki eitthvað á hverjum degi, sérstaklega á þetta við fyrir norðan, ég finn ekki eins til þess hér sunn- anlands. En þegar ég er sezt við skriftir, er mér hálf illa við að láta trufla mig, þá missi ég oft þráðinn aftur. — Hvaða bókmenntir lesið þér að- allega? — Ég les mest sögubækur eftir innlenda og erlenda höfunda. Ég les einnig eftir þessi ungu skáld okkar, en ég felli mig við fæst af því, sem þau skrifa,,finnst þau leggja full mikið upp úr kynferðismálum og skrifa of frjálslega, bæði karlar og konur. Mér finnst þessar sögur þeirra skilja lítið eftir, þegar búið er að lesa þær. — Lesið þér mikið af ljóðum? — Um ljóðskáld vil ég ekki tala, ég felli mig ekki við þennan nýja bragarhátt, sem kallaður er ,,atóm“. Mér nægja alveg Matthías Jochums- son og Steingrímur Thorsteinsson, ég þarf ekki á öðrum að halda. Ann- ars finnst mér undarlegt, að ungu skáldunum skuli ekki takast betur en þeim gerir, þau sem hafa næga menntun og tækifæri til alls, það er kannske munur eða ég, sem aldrei lærði neitt. — Eru skáld í ættinni yðar? — Ég veit ekki til þess að ættmenn mínir væru skáld. Eldri sonur minn, Angantýr, er samt hagmæltur og gaf út fyrstu bók sína í haust, ljóðabók sem heitir „Geislar og glæður“. — Félagsmál, nei, ég er bara í mannfélaginu og kirkjunni. Og það kemur til af því að meðan ég bjó, var ég í afskekktum héruðum þar sem lítið var um félagsstarf og nú er ég orðin of gömul til að stússa í slíku. Ég hef verið í sátt við lífið alla mína ævi, þótt ég fyndi stundum til beipkju gagnvart fátæktinni. En ég kann því betur að meta nú að hafa aura milli handa. Ég er þakk- lát þjóðinni fyrir góðar viðtökur bókanna minna og ég mun halda áfram að skrifa bækur um íslenzkt sveitalíf meðan minnið og sjónin ekki svíkja mig. Enn er engan bilbug að finna á Guðrúnu frá Lundi og andlegu þreki heldur hún óskertu. Vafalaust á þjóðin eftir að fá að lesa margar bækur eftir hana næstu árin en bæk- ur hennar hafa ár eftir ár verið met- sölubækur. Geri aðrir betur, sem komnir eru yfir sjötugt, að skila frá sér bók á ári, þar að auki metsölu- bók. M. Th. Hún er greinilega ekki búin að fyrirgefa mér enn! FRÚIN 9

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.