Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 19
STÖNDUM NÆST
BAVÍÖNUM.
Goodhart sagði að endingu í fyrir-
lestri sínum:
— Við höfum gott af að vera
minntir á, að við stöndum öpunum
nær en menn gera sér yfirleitt grein
fyrir. Við erum tvímœlalaust skyld-
astir bavíönum, því að karldýrin eru
herská, kynferðislega afbrýðisöm og
stunda fjölkvœni, hafa nánar gœtur
á kvennabúri sínu og refsa stranglega
fyrir hvert „feilspor“ af kvennanna
hálfu.
Margt bendir einnig til þess, að
mennirnir séu komnir af verum, sem
líkjast öpum og hafa félagslega og
sifjalega skipun á borð við bavíana.
Menstruation —
menopause
Menopause kemur hjá helmingi
kvenna á áruum 45—50, hjá hinum
helmingnum, ýmist fyrir 45 ára ald-
ur, eða jafnvel eftir 50. Töluverður
fjöldi kvenna, ca. 15—20%, verða
einskis varar, nema þess, að tíðir
hætta, eða hætta smátt og smátt.
Flestar verða varar við hitabylgjurn-
ar, öðru hvoru, en merkja þess utan
ekkert, sem þær eru ekki færar um
að ráða við.
Handa minni hlutanum, sem fær
þunglyndis og leiða-köst, hafa lækna-
vísindin tvenns konar meðul, annað
eru hormonin eða vakarnir, hitt er
að telja kjark í fólkið, og leiða því
fyrir sjónir að þetta er nokkuð, sem
engin ástæða er til að örvænta um,
þótt erfitt kunni að vera í bili. Hor-
monin eru ágæt, en leiðbeiningar og
umtal með skilningi er enn betra.
Það eru sérstök atriði, sem einna
helzt þarfnast leiðbeiningar og hand-
leiðslu hjá konunum; sumar bera
kvíðboga vegna kynferðismálanna,
en sá ótti er alveg ástæðulaus, og
konur sem hafa verið kynferðislega
eðlilegar fyrir menopausuna, (áður
en tíðir hættu) þurfa engu að kvíða,
það verður eðlilegt framvegis eins
og áður. Aftur á móti eru það aðrar
konur, sem njóta hlutanna betur eft-
ir að menstruation hættir, heldur en
áður, og í sumum tilfellum kann það
að orsakast af því, að nú þurfa þær
eigi að óttast að verða þungaðar.
Þær konur sem fá hitabylgjur og
önur menopausaleinkenni, þarfn-
ast skýringa og fullvissu þess, að
þessi óþægindi vari eigi að eilífu
heldur aðeins máske rúmlega eitt ár,
og eigi heldur óslitin leiðindi og ó-
þægindi það árið, heldur þvert á
móti, jafnvel vikur og mánuði alveg
óþægindalaust, en þessi verri ein-
kenni aðeins á milli. Síðan, að þessu
ári loknu, verður allt eins og áð-
ur.
Svo kemur útlitsbreyting og það
að eldast, sem hrellir marga, en auð-
vitað byrjar maður að eldast, sama
dag og maður fæðist, en aftur á móti
flýtir menopausan ekkert fyrir ell-
inni, né heldur orsakar hún offitu,
sem öllu heldur kemur af of mikilli
næringu o. fl.
Margar konur álíta samband milli
krabbameins og menopausunar, og
þó eru skýringar og fullvissa annars
eðlis. Grindarhols rarmsóknir eru
einkum mikilvægar kringum meno-
pause tímabilið, og það svo, að lækn-
ar hvetja konur mjög til rannsókna
strax og breytingarnar koma í Ijós.
En þetta er ekki sökum þess, að allt
í einu sé meiri hætta á krabba, en
áður, heldur þvert á móti eru rann-
sóknir á grindarholinu nauðsynlegar
af þeirri ástæðu, að um þetta leyti
eru ýmsar almennar breytingar al-
gengar, sem aðeins er hægt að þekkja
og finna með nákvæmum og tíðum
rannsóknum, og sem með því eina
móti er unnt að greina frá krabba-
meini.
Hjá sumum konum um þrítugt,
myndast meinlaus æxli, sem kring-
um menopausal-tímabilið kunna að
gefa óreglulegar blæðingar, en stund-
um kemur fyrir í sambandi við
krabbamein að óreglulegar smáblæð-
ingar koma fyrir, en þá ætti konan
strax að láta rannsaka sig, til þess
að þekkja meinlausa æxlið frá því
illkynjaðra.
Tíðir hafa tilhneigingu til að vera
óreglulegar á menopausal-tímabil-
inu, á því tímabili sem þær fara að
smáhætta, og konur eiga það oft til,
að gefa því minni gaum en skyldi;
en það er góð og gild regla að láta
rannsaka allt í líkamanum, sem vík-
ur af réttri leið, eða með öðrum orð-
um, að allt sem er óeðlilegt eða ekki
eins og það á að vera, ætti án tafar
að rannsakast af lækni, einnig ó-
reglulegar tíðir, hvenær sem þær
verða það.
Loks má geta þess, að þeim
minni hluta kvenna, sem þjást mik-
ið meðan kirtlarnir eru að samlaga
Eins og allir vita, hefur japanska
keisaraf jölskyldan stigið ofan úr guð-
legu hásæti sínu, og ekki er langt
síðan krónprinsinn giftist borgara-
legri brúði. Hér sést sonur þeirra
að leik og fær hann nú umgangast
borgaraleg börn; fyrir nokkrum ár-
um hefði slíkt þótt saga til næsta
bæjar.
sig þeim breytingum, sem tímabil
þetta hefur í för með sér, er unnt
að veita mikla hjálp með því að gefa
hormon í töfluformi, eða í innspýt-
ingum (sprautum). Það brúar þetta
bil að vissu leyti. Samt sem áður ber
að gæta varúðar í meðferð hormona!
Til dæmis munu fáir sérfræðingar í
kvensiúkdómum fvrirskipa hormon,
ef viðkomandi siúklingur verður aiis
ekki var við hitabvlgiu-einkennið,
og einnig að hnrmon-meðferð fvrir
mennnaus-tímabilið seinkar því síð-
arnofnda aús eigi. heldur bvert á
móti. að nhófleg hnrmnn-moðferð
eða giöf. kann að iengia hið óbæei-
Incrq r-fíT-g’qncrstímabii og tefja fyrir
nviu iafnvægi kirflanna!
A ð Inkum má geta þess. að kvn-
sióð eftir kvnslnð befur feikna skaði
væ-ið unninn með bví. að knnur hafa
talið alla verki, kvilla og þjáningar
máske í áratug. til bess tímabils eða
brevtinga. sem þær vissu að var í
væntum! Konur nú á tímum, ættu
að hafa rétt mat á sínum eigin lík-
ama, og þar með draga úr óþörfum
kvíða komandi kynslóða.
X-
FRÚIN
19