Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 20
SVIPMYNDIR ÚR TÍZKUHEIMINUM
Á einum af hinum viðhafnarmiklu heldri
manna dansleikjum, sem haldnir eru í Par-
ís um þessar mundir, mátti m. a. sjá þess-
ar ungu og fögru leikkonur og tízkukon-
ur5 sem jafnframt því að vera orðnar fræg-
ar í starfi sínu, eru allar þekktar fyrir
glæsilegan og smekklegan klæðaburð.
Veizluklæðnað þeirra og snyrtingu má því
líta á sem fyrirmyndar glæsileika í þess-
um efnum. Eins og sjá má, eru kvöld-
greiðslurnar að mestu leyti háar, og virð-
ist konan því hærri um allt frá 5 upp í
20 cm. Ef eigið hár dugar ekki til, eru not-
aðar hárkollur, falskir hnútar, toppar eða
fléttur. í meiri háttar samkvæmum eru
síðir kjólar ennþá aðaltízkan; pilsin eru
þröng og smávíkkandi niður, og oft fylgja
kjólunum litlir jakkar saumaðir steinum
eða perlum. Hvað andlitssnyrtinguna
snertir, er langmest áherzla lögð á augun.
Til þess a3 konan geti talizt hafa
fegurS, þarf hún að hafa yndis-
þokka og eitthvað dularfullt yfir sér,
og sterkan persónuleika. „Þetta eru
einkunnarorðin í vetur," segir LAN-
COME, hinn frœgi fegurðarsérfrœð-
ingur í París.
Irina Dehick, sem leikur aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni „Lengsti dag-
urinn“, í hvítum, síðum satínkjól,
með jakka ísaumuðum steinum.
Franska kvikmyndaleikkonan Dany Saval.
Hárgreiðsla hennar er töluvert sérkennileg.
Hárið er túberað í mörgum styttum í vöng-
um og á kollinum, og síður ennistoppur dreg-
ur athyglina að augunum. Augnaumbúnað-
urinn er mjög mikið farðaður eins og sjá má.
Audrey Hepburn í kjól
frá eftirlætis tízkuhúsi
sínu, Givenchy. Blússan
er úr glitrandi efni, mjög
lítið flegin, og pilsið úr
þykku satíni, er alsett
steinum.