Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 16

Frúin - 01.03.1963, Blaðsíða 16
99Embmtti fylgir argtiþrns" Teresia veðurstofustjóri lætur af störfum og ræðir lítillega við tíðindamann „Frúarinnar44. Ivetur var embætti veðurstofu- stjóra auglýst laust til umsókn- ar og verður embættið veitt frá 1. júlí næstkomandi. Núverandi veður- stofustjóri, frú Teresía Guðmunds- son, hefur gegnt þessu embætti síð- an 1946, en fyrst kom hún sem veð- urfræðingur að stofnuninni 1929. Hún er ein úr hópi þeirra fáu kvenna hér á landi, sem hlotið hefur tækni- menntun og fyrsta konan, sem unnið hefur við Veðurstofu íslands sem veðurfræðingur. Frú Teresía er norsk, ættuð frá Suður-Noregi, eða nánar tiltekið frá Kristjanssandi. Þar lauk hún stúdentsprófi, en síðar stundaði hún nám við Óslóar-háskóla með veðurfræði fyrir aðalnámsgrein. Hún lauk prófi frá háskólanum 1937, en þá var hún raunar gift íslenzkum manni, Barða Guðmundssyni, sagn- fræðingi og þjóðskjalaverði, og hafði þá um nokkurra ára bil unnið hér á Veðurstofunni. Auk veðurfræðinnar hefur hún einnig lokið háskólaprófi í stjörnufræði, efnafræði og stærð- fræði. Blaðamaður „Frúarinnar“ átti stutt viðtal við frú Teresíu fyrir skömmu. — Hvaða atvik urðu til þess að þér réðust að Veðurstofunni hérna? — Þegar ég var við háskólanám í Osló, ung stúlka, var ungur íslend- ingur þar einnig við sagnfræðinám. Það var Barði Guðmundsson, og með okkar kynnum voru örlög mín ráðin. Hann varð síðar maðurinn minn. Við fluttumst heim til íslands 1929 og ég hóf strax starf á Veðurstofunni. Veðurstofustjóri var þá dr. Þorkell Þorkelsson. Ég var að vísu ekki bú- in að taka lokaprófið þá í veðurfræð- inni, en las alltaf jafnhliða vinnunni. Árið 1937 fékk ég þriggja mánaða leyfi frá störfum og fór þá út og lauk prófinu. Þá vorum við búin að eign- ast börnin okkar tvö og ég varð að taka þau með mér til Noregs. Þau voru hjá foreldrum mínum þann tíma, sem ég var að ljúka prófinu. Ég lagði mikið að mér þennan tíma og var orðin þreytt þegar ég hélt til íslands aftur með börnin á gömlu Lýru. Og við fengum svo slæmt veð- ur, að ég hef aldrei hreppt annað eins veður á sjó. Ég hafði nú verið sæmilega hraust í sjóferðum, en í þetta skipti varð ég svo sjóveik, að ég hélt að það yrði mitt síðasta. Ég ætlaði varla að komast í land, þegar við komum til Reykjavíkur. — En hvenær voruð þér skipuð veður stof ust j óri? — Það var ekki fyrr en 1949. — Hvernig hefur yður geðjast að því að vinna á íslandi? — Að mörgu leyti vel, en það er erfitt að vera embættismaður hér, það fylgir því mikið argaþras. Það er ýmislegt sem ég hef orðið að láta hjá líða, sem mig hefur þó langað til að framkvæma, vegna húsmóður- stöðunnar, til dæmis ýmiskonar rannsóknarstörf. Því segi ég það, það er fyrirgefanlegt þótt maður for- pokist í starfinu, vegna þess að ég hef alls ekki haft tíma oft og einatt til þess að lesa það, sem með þarf varðandi fagið. — Hefur ekki orðið mikil þróun í framfaraátt í þessum málum, síðan þér byrjuðuð starf sem veðurfræð- ingur? — Þegar ég byrjaði að vinna á Veðurstofunni var starfsliðið eitt- hvað 6 manns. Nú er það 60. Veður- fræðingar eru að vísu ekki nema 15, þar af ein kona, auk mín. Helming- urinn af þessum veðurfræðingum vinnur á Flugveðurstofunni á Kefla- víkurflugvelli. Veðurþjónusta er nú í örum vexti víðast hvar í heimin- um, eins og aðrar tæknigreinar og vissulega stendur allt til bóta hér í þessum efnum, en til þess að geta innleitt nýjungar þarf viðunandi skilyrði, húsnæði, vélar og fólk og ekki hvað sízt fjármagn. Annars er útilokað að breytingar verði í fram- faraátt. Ég vona að ekki verði langt þangað til nýtt veðurstofuhús rísi á Öskjuhlíðinni með öllum þeim út- búnaði, sem þarf til starfsmanna- halds. En ég hef nú ekki annað að byggja á með þetta, en vilyrði borg- arráðs um lóð, en það er líka nokk- uð og ég er bjartsýn. Ef hér á að vera góð veðurþjónusta verður þetta að gerast. — Hvað haldið þér um þátt kvenna í tækniþróun komandi ára? — Tæknimenntun kvenna er að færast í vöxt hér sem annars staðar í heiminum. Konur eru ekki síður fallnar til tæknimenntunar og starfa en karlmenn, en það hlýtur alltaf að verða erfiðara fyrir þær að vinna við slík störf en þá, vegna þess, að flest- ar þeirra giftast og eignast börn og þá verða þær að vinna tvöfalt starf, starf sitt á vinnustað og svo heimil- isverkin ásamt barnauppeldi. Það er þetta atriði, sem gerir þeim erfitt fyrir að verða samkeppnisfærar við karlmenn með sömu menntun. Heim- ilið tekur venjulega það mikinn tíma frá konunni að hún á erfitt með að fylgjast með í faginu. Ég get talað 16 FRÚIN

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.